Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 429 svör fundust
Hvaðan kemur orðið ferming, pabbi minn sem býr í Svíþjóð er oft spurður að því?
Upphaflega hljóðaði spurningin svona: Pabbi minn býr í Svíþjóð og hefur verið spurður hvaðan orðið ferming er komið, þar sem ferming er á flestum tungumálum confirmatio. Nafnorðið ferming er leitt með viðskeytinu –ing af sögninni að ferma 'staðfesta skírnarsáttmála eða trúarheit einhvers’. Það kom inn í máli...
Hver er saga Tórínó-líkklæðisins?
Enginn af helgum dómum kirkjunnar hefur verið rannsakaður jafn gaumgæfilega af vísindamönnum og sá sem kallaður hefur verið Tórínó-líkklæðið. Þessa línstranga, sem er 4,36 m langur og 1,10 m breiður, er fyrst getið í heimildum, að öruggt sé, upp úr miðri 14. öld. Eigandi hans þá var Geoffroi de Charnay aðalsma...
Komst Anastasía Romanov undan þegar rússneska keisarafjölskyldan var tekin af lífi 1918?
Anastasía Nikolaevna Romanova fæddist 18. júní 1901. Hún var yngst fjögurra dætra Nikulásar II., síðasta keisara Rússlands (1868-1918) og Alexöndru konu hans (1872-1918). Eldri systur hennar þrjár voru Olga (1895-1918), Tatíana (1897-1918) og María (1899-1918) en yngstur keisarabarnanna var sonurinn Alexei (1904-1...
Hvað er hýdroxíklórókín og gagnast það við COVID-19?
Hýdroxíklórókín er gamalt lyf sem er á markaði á Íslandi undir nafninu Plaquenil. Farið var að nota lyfið við malaríu upp úr 1950. Enn eldra náskylt lyf er klórókín sem kom á markað upp úr 1930 og er ekki á markaði hér. Þessi tvö lyf hafa svipaðar verkanir og eru, auk þess að gagnast við sumum tegundum malaríu, no...
Hver er munurinn á bakteríu og veiru? Eru sýklar og bakteríur það sama?
Orðin baktería og veira taka til þess um hvers konar lífveru er að ræða, en orðið sýkill tekur til þess hvað hún gerir: Sýkill er örvera sem veldur sjúkdómi. Sýklar geta verið lífverur af flokki veira, baktería, sveppa og frumdýra, sem eiga það eitt sameiginlegt að valda sjúkdómum. Aðeins örlítið brot allra bakter...
Hver er dalai lama?
Dalai lama er heiti á andlegum leiðtoga tíbeskra búddista, svipað og 'páfi' er heiti á leiðtoga rómversk-katólskra manna. Meirihluti íbúa í Tíbet aðhyllist svokallaðan gelu- eða Dge-lugs-pa-búddisma. Í þessari útgáfu af búddisma kallast prestarnir lama. Álitið er að sumir þessara presta, svokallaðir „sprul-sku...
Hver er nýjasta reikistjarnan sem vísindamenn hafa fundið?
Nú á dögum eru framfarir í stjörnufræði gríðarlega hraðar og varla líður dagur án þess að menn uppgötvi eitthvað nýtt. Sífellt berast fréttir um uppgötvanir á reikistjörnum umhverfis fjarlægar stjörnur, þannig að hætt er við að þetta svar verði fljótlega úrelt. Nýlegar uppgötvanir eru áhugaverðar að því leyti að v...
Hvenær barst minkur til Evrópu?
Minkur (Mustela vison) er rándýr af marðardýraætt (Mustelidae). Hann er upprunninn í Norður-Ameríku og nær náttúruleg útbreiðsla hans allt frá túndru Alaska í norðri til leiruviðarfenja Flórída og þurrs loftslags Nýju Mexíkó og Kaliforníu í suðri. Frá því að tegundinni var fyrst lýst af Schreber árið 1777 hefur 15...
Af hverju er Flórída-púman látin fjölga sér með Texas-púmunni?
Í heild sinni hljóðaði spurningin svona: Af hverju er Flórída-púman látin fjölga sér með Texas-púmunni en ekki með evrópsku púmunni? Flórída-púman (Puma concolor coryi) er ein af 30 deilitegundum púmunnar eða fjallaljónsins. Áður fyrr náði útbreiðsla hennar um gjörvöll suðausturríki Bandaríkjanna og vestur til ...
Hvað er hnúðlax og hvaðan kemur hann?
Hnúðlaxar (Oncorhynchus gorbuscha) hafa lengi veiðst í íslenskum ám. Þeirra varð fyrst vart í evrópskum ám upp úr miðri 20. öld. Þann 12. ágúst 1960 veiddist einn slíkur í Hítará á Mýrum og var það fyrsti hnúðlaxinn sem kom á land úr íslenskri á. Hnúðlaxana í Evrópu má rekja til tilrauna Rússa til að koma á legg h...
Hvaðan kemur orðatiltækið að vera komin á steypirinn?
Nafnorðið steypir „sá sem steypir, veltir um koll; barnsburður; heljarþröm“ er leitt af sögninni steypa „fella; hafa endaskipti á; varpa (sér), svipta völdum“. Elsta dæmi í Ritmálssafni Orðabókar Haskólans er frá síðari hluta 16. aldar: Verøllden [ [...]] anar framm [ [...]] og giæter ecke ad fyrr enn hun er k...
Hvað er að gerast í Tíbet? Hvað er þetta „ástand“ sem allir eru að tala um?
Ekki eru allir á einu máli um hvað er að gerast í Tíbet og ekki fullljóst til hvaða „ástands“ verið er að vísa. Í meginatriðum hafa fimm hópar sett fram ólíkar skoðanir: 1. kínversk stjórnvöld og fulltrúar þeirra; 2. dalai lama og tíbetska útlagastjórnin; 3. mótmælendur í Tíbet og á nærliggjandi svæðum; 4. vestræn...
Hvernig fara minkaveiðar fram á Íslandi?
Minkar eru veiddir til þess að draga úr því tjóni sem þeir geta valdið. Veiðar hófust fljótlega eftir að minkar fóru að breiðast um landið en árið 1939 var byrjað að greiða verðlaun fyrir veiðarnar úr opinberum sjóðum. Nú er fyrirkomulag minkaveiða oftast þannig að umhverfisráðuneytið gefur út viðmiðunartaxta ...
Um hvað fjallar samræðan Gorgías eftir Platon?
Samræðan Gorgías eftir Platon fjallar að minnsta kosti á yfirborðinu um mælskulist enda hlaut hún undirtitilinn Um mælskulistina þegar í fornöld. Samræðan á að eiga sér stað einhvern tímann á 3. áratug 5. aldar f. Kr. Mælskulistarkennarinn Gorgías frá Leontíní (um 485-380 f. Kr.) er kominn til Aþenu og þegar samræ...
Hvað eru kemísk efni?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Hvað eru kemísk efni? Eru þau í snyrtivörum? Eru kemísk efni hættuleg? Í daglegu tali heyrist oft talað um kemísk efni. Þessi nafngift er villandi þar sem "kemískt" merkir "efnafræðilegt" og kemísk efni eru því einfaldlega efni. Svo virðist sem hugtakið sé aðallega no...