Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er að gerast í Tíbet? Hvað er þetta „ástand“ sem allir eru að tala um?

Geir Sigurðsson

Ekki eru allir á einu máli um hvað er að gerast í Tíbet og ekki fullljóst til hvaða „ástands“ verið er að vísa. Í meginatriðum hafa fimm hópar sett fram ólíkar skoðanir: 1. kínversk stjórnvöld og fulltrúar þeirra; 2. dalai lama og tíbetska útlagastjórnin; 3. mótmælendur í Tíbet og á nærliggjandi svæðum; 4. vestrænt baráttufólk fyrir sjálfstæði Tíbet; og 5. kínverskur almenningur, þá einkum hin menntaða millistétt innan og utan Alþýðulýðveldisins.



Kveikjan að umræðunni voru hörð mótmæli í Lhasa, höfuðborg Tíbet, þann 14. mars 2008. Mótmæli höfðu raunar hafist nokkrum dögum fyrr en þá stóðu munkar fyrir friðsamlegum mótmælum gegn afskiptum kínverskra stjórnvalda af trúariðkun í klaustrunum, til að mynda því að skylda munka að taka þátt í skipulögðum áróðursfundum sem snúast um að viðurkenna réttmæti kínverskra yfirráða í Tíbet. Mótmælin þróuðust fljótlega út í kröfur um sjálfstæði Tíbets þar sem munkar veifuðu meðal annars tíbetska fánanum. Kínversk stjórnvöld líta hvers kyns sjálfstæðistilburði afar alvarlegum augum og í kjölfarið voru kínverskar öryggissveitir sendar á vettvang. Einhverjir munkar munu hafa verið handteknir, en að sögn sjónarvotta héldu sveitirnar talsvert að sér höndum.

Það sauð svo upp úr þann 14. mars þegar hópar Tíbeta, að mestu ungir karlmenn af landsbyggðinni sem hafa leitað sér lífsviðurværis í borginni, tóku að mótmæla almennum samfélagsaðstæðum í Tíbet, þá einkum auknu atvinnuleysi og harðnandi samkeppni í efnahagslífinu, auknum straumi Han-kínverskra innflytjenda (einkum eftir tilkomu járnbrautar til Lhasa í júlí 2006) og efnahagslegri mismunun Tíbeta og Han-Kínverja. Dalai lama, leiðtogi Tíbeta sem verið hefur í útlegð síðan 1959, vísaði til innflytjendastraumsins sem „menningarlegs þjóðarmorðs“ sem skipulagt væri af kínverskum yfirvöldum með það markmið fyrir augum að þurrka út tíbetska menningu.

Mótmælendur hafa notað slagorð Ólympíuleikanna í Beijing "One world, one dream" með viðbótinni "Free Tibet". Þessi borði var hengdur á Kínamúrinn í ágúst 2007 þegar ár var í að leikarnir hæfust en var fljótlega fjarlægður af yfirvöldum.

Með ýmsum siðferðilegum stuðningi Vesturlandabúa og vestrænna fjölmiðla tóku mótmælin fljótlega að snúast um kröfur um sjálfstæði Tíbets undan kínverskum yfirráðum. Þau breiddust út til annarra héraða í Kína þar sem Tíbetar eru fjölmennir og síðan út um allan heim, þá einkum til Vesturlanda. Þar hafa þau beinst gegn gestgjafahlutverki Kínverja á Ólympíuleikunum í Beijing í ágúst 2008 og snúast um jafnt sjálfstæði Tíbet sem meint mannréttindabrot Kínverja á Tíbetum.

Ágreiningur er um mannfall í mótmælunum. Kínversk yfirvöld herma að 19 manns hafi látist fyrstu dagana á meðan mótmælin stóðu sem hæst og að flestir hafi verið han-kínverskt, hui-kínverskt (múslimar) og tíbetskt verslunarfólk sem mótmælendur hafi banað með sveðjum eða hafi brunnið inni í verslunum. Tíbetska útlagastjórnin segir allt að 130 manns hafa fallið í valinn og að mikill meirihluti hafi verið tíbetskir mótmælendur. Er sú tala byggð á frásögnum ýmissa sjónarvotta sem bárust útlagastjórninni. Ljóst er að margir særðust í átökunum, eyðilegging var mikil og fjöldi bygginga, þá einkum verslanir og opinberar byggingar, meðal annars skólar, var brenndur til kaldra kola.

Dalai lama og tíbetska útlagastjórnin neita ásökunum kínverskra yfirvalda að hafa skipulagt mótmælin í Lhasa. Dalai lama hefur fordæmt ofbeldisverk mótmælenda og jafnvel hótað að segja af sér ef þeim linni ekki. Á meðan mótmælendur hafa hvatt Vesturlandabúa að sniðganga Ólympíuleikana í Beijing hefur dalai lama skilyrðislaust hafnað slíkum aðgerðum. Kínversk yfirvöld segja að mikill vopnafundur í tíbetskum klaustrum sanni aðild tíbetsku útlagastjórnarinnar að mótmælunum en fæstir telja það óyggjandi sannanir. Þó má ljóst heita að útlagastjórnin hafi að minnsta kosti vitað af þeim, þar sem á ráðstefnu samtakanna Vinir Tíbet (Friends of Tibet) í júní 2007 var oftsinnis haft orð á því að nýta ætti sér Ólympíuleikana til að vekja athygli á málstað Tíbeta. Tsewang Rigzin, formaður Ungliðaráðs Tíbeta (Tibetan Youth Congress), sagði í samtali við dagblaðið Chicago Tribune þann 15. mars 2008 að þar sem Kínverjar væru í sviðsljósinu vegna Ólympíuleikanna, væri markmiðið að ögra þeim með þessum aðgerðum. Ef þeir bældu niður mótmælin væri líklegt að almenningsálitið í heiminum myndi verða hliðhollt Tíbetum.

Þetta virðist hafa gengið eftir. Á Vesturlöndum hefur umræðan verið tilfinningalega hástemmd og almenningur hefur að mestu gengið að því vísu að Kínverjar hafi gert sig seka um mannréttindabrot á Tíbetum. Vestrænum baráttusamtökum fyrir sjálfstæði Tíbets hefur vaxið ásmegin. Sumir vestrænir fréttamiðlar hafa auk þess sett fram óheppilegar skrumskælingar á aðstæðum. Þýska sjónvarpsstöðin RTL og Washington Post sýndu myndir frá fremur harkalegum viðbrögðum öryggissveita við mótmælum Tíbeta sem miðlarnir héldu fram að ættu sér stað í Kína en reyndust vera í Nepal. Skömmu síðar dreifði Deutsche Presse-Agentur frétt þess efnis að öllum erlendum háskólanemum verði vísað úr landi í Kína á meðan á Ólympíuleikunum stendur. Sú frétt reyndist úr lausu lofti gripin.



Tíbetar og stuðningsmenn þeirra mótmæltu í San Francisco þegar þegar hlaupið var með Ólympíueldinn þar.

Auk þess vísa miðlarnir almennt til „hernáms“ Kínverja í Tíbet árið 1950 en lítið hefur verið reynt að varpa ljósi á fyrri atburði sem skipta miklu fyrir söguskoðun Kínverja, til dæmis þegar Bretar þvinguðu kínverska forsetann til að láta Tíbet af hendi árið 1912 án þess að ráðfæra sig við þingið. Þessi einhliða umfjöllun hefur vakið reiði kínversks almennings. Kínverjar jafnt utan sem innan Kína hafa ásakað Vesturlandabúa um ósanngirni, að virða að vettugi þann árangur sem náðst hefur á undanförnum áratugum og jafnvel að vinna gagngert gegn umbótum í Kína. Fjölmiðlafárið hefur því öðru fremur haft þau áhrif að fylkja kínverskum almenningi að baki stjórnvöldum.

Nokkrum vikum eftir mótmælin tók þó að bera á stöku tilraunum til að skoða aðrar hliðar málsins. Dregið hefur verið í efa réttmæti þess að ráðast að Kínverjum fyrir að taka hart á trylltum hópum manna sem ryðjast inn í verslanir, drepa starfsmenn þeirra og brenna svo verslanirnar. Slíkt myndi hvergi vera liðið á Vesturlöndum. Ýmsir vestrænir sérfræðingar í málefnum Tíbet halda því einnig fram að þótt vissulega megi ýmislegt betur fara í atvinnu- og menntamálum hafi miklar framfarir átt sér stað í Tíbet á undanförnum árum og að lífskjör séu í raun betri en í ýmsum öðrum héruðum í vesturhluta Kína sem ekki hefur tekist að nýta sér sem skyldi gífurlegar efnahagsbreytingar landsins á síðastliðnum 30 árum. Hið sama gildir um Tíbet en kínversk yfirvöld hafa varið verulegu fjármagni í að byggja upp innviði Tíbet og gera héraðið aðlaðandi fyrir fjárfesta til að bæta efnahagsástand þess. Þessi þróun hefur valdið talsverðri misskiptingu borga og sveitar í Tíbet, rétt eins og annars staðar í Kína, en áköfustu mótmælendur í mars voru einmitt ungir uppflosnaðir bændur. Andmælendur segja að með efnahagsþróuninni stefni kínversk stjórnvöld að „menningarlegu þjóðarmorði“ (eins og dalai lama hefur orðað það) en það virðist að minnsta kosti stórlega ýkt. Aðfluttum Kínverjum hefur fjölgað lítillega á undanförnum árum en nánast allir taka sér bólfestu í Lhasa og flestir þeirra staldra stutt við, enda þykir Kínverjum ekki eftirsóknarvert að búa í Tíbet. Líklegra er að stjórnvöld séu að reyna að „kaupa frið“ af Tíbetum með því að bæta lífskjör á svæðinu.



Trúfrelsi er í Tíbet og búddisminn blómstrar.

Trúfrelsi hefur verið við lýði síðan 1980 og þótt stjórnvöld hafa vissulega strangt eftirlit með hvers kyns sjálfstæðistilburðum innan klaustra eru sérfræðingar í tíbetskum búddisma á einu máli um það að hann sé þar í miklum blóma, en þar er að finna um 150 þúsund munka og nunnur sem helga sig að fullu trú sinni. Vandinn er sá að í tíbetskum búddisma er dalai lama ekki bara trúarlegt heldur líka veraldlegt yfirvald og því eru kínversk stjórnvöld afar tortryggin gagnvart honum og telja hann leika tveimur skjöldum. Ekki dregur úr tortryggninni að tíbetskir sjálfstæðissinnar hafa þegið margvíslega aðstoð frá bandarískum yfirvöldum í gegnum tíðina, en því grunar Kínverja að Bandaríkjamenn séu að grafa undan yfirráðum þeirra í Tíbet í því skyni að veikja þá sem upprennandi efnahags- og hernaðarveldi.

Þannig er nokkuð á huldu til hvers „ástandið“ í Tíbet vísar og að öllum líkindum er það háð markmiðum hvers og eins hvernig því er lýst. En það virðist ljóst að þótt kínversk yfirvöld geti staðið sig betur í því að tryggja velferð Tíbeta, varðveita menningarhefð þeirra og draga úr misskiptingu og spennu á svæðinu benda kannanir til þess að lífskjör hafi stórbatnað á undanförnum áratugum og að langflestir Tíbetar séu sáttir við framfarirnar.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir og myndir:

  • Goldstein, Melvyn C., Ben Jiao, Cynthia M. Beall og Phuntsog Tsering. „Development and Change in Rural Tibet. Problems and Adaptations.“ Asian Survey 43, nr. 5 (2003).
  • Herberer, Thomas. „Die Verteufelung Chinas“, Die Tageszeitung 16. 4. 2008.
  • Mishra, Pankaj. „At war with the utopia of modernity“. The Guardian 30. 3. 2008.
  • Sautman, Barry og Irene Eng. „Tibet: Development for Whom?“, China Information 15, nr. 2 (2001).
  • Sautman, Barry. „Protests in Tibet and Separatism: the Olympics and Beyond“, Black and White Cat: China and Other Things. Sótt 30. 4. 2008.
  • Kort: BBC News, 23. 4. 2008. Íslensk heiti sett inn af ritstjórn Vísindavefsins. Sótt 30. 4. 2008.
  • Mynd af mótmælaborða: The Sydney Morning Herald, 8. 8. 2007. Sótt 30. 4. 2008.
  • Mynd af mótmælendum: NY Daily News, 9. 4. 2008. Sótt 30. 4. 2008.
  • Mynd af tíbetskum munkum: World Nomads, 1. 11. 2007. Sótt 30. 4. 2008.

Höfundur

Geir Sigurðsson

heimspekingur og prófessor í kínverskum fræðum

Útgáfudagur

2.5.2008

Síðast uppfært

25.6.2018

Spyrjandi

Kristín Dóra Ólafsdóttir

Tilvísun

Geir Sigurðsson. „Hvað er að gerast í Tíbet? Hvað er þetta „ástand“ sem allir eru að tala um?“ Vísindavefurinn, 2. maí 2008, sótt 24. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=31955.

Geir Sigurðsson. (2008, 2. maí). Hvað er að gerast í Tíbet? Hvað er þetta „ástand“ sem allir eru að tala um? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=31955

Geir Sigurðsson. „Hvað er að gerast í Tíbet? Hvað er þetta „ástand“ sem allir eru að tala um?“ Vísindavefurinn. 2. maí. 2008. Vefsíða. 24. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=31955>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er að gerast í Tíbet? Hvað er þetta „ástand“ sem allir eru að tala um?
Ekki eru allir á einu máli um hvað er að gerast í Tíbet og ekki fullljóst til hvaða „ástands“ verið er að vísa. Í meginatriðum hafa fimm hópar sett fram ólíkar skoðanir: 1. kínversk stjórnvöld og fulltrúar þeirra; 2. dalai lama og tíbetska útlagastjórnin; 3. mótmælendur í Tíbet og á nærliggjandi svæðum; 4. vestrænt baráttufólk fyrir sjálfstæði Tíbet; og 5. kínverskur almenningur, þá einkum hin menntaða millistétt innan og utan Alþýðulýðveldisins.



Kveikjan að umræðunni voru hörð mótmæli í Lhasa, höfuðborg Tíbet, þann 14. mars 2008. Mótmæli höfðu raunar hafist nokkrum dögum fyrr en þá stóðu munkar fyrir friðsamlegum mótmælum gegn afskiptum kínverskra stjórnvalda af trúariðkun í klaustrunum, til að mynda því að skylda munka að taka þátt í skipulögðum áróðursfundum sem snúast um að viðurkenna réttmæti kínverskra yfirráða í Tíbet. Mótmælin þróuðust fljótlega út í kröfur um sjálfstæði Tíbets þar sem munkar veifuðu meðal annars tíbetska fánanum. Kínversk stjórnvöld líta hvers kyns sjálfstæðistilburði afar alvarlegum augum og í kjölfarið voru kínverskar öryggissveitir sendar á vettvang. Einhverjir munkar munu hafa verið handteknir, en að sögn sjónarvotta héldu sveitirnar talsvert að sér höndum.

Það sauð svo upp úr þann 14. mars þegar hópar Tíbeta, að mestu ungir karlmenn af landsbyggðinni sem hafa leitað sér lífsviðurværis í borginni, tóku að mótmæla almennum samfélagsaðstæðum í Tíbet, þá einkum auknu atvinnuleysi og harðnandi samkeppni í efnahagslífinu, auknum straumi Han-kínverskra innflytjenda (einkum eftir tilkomu járnbrautar til Lhasa í júlí 2006) og efnahagslegri mismunun Tíbeta og Han-Kínverja. Dalai lama, leiðtogi Tíbeta sem verið hefur í útlegð síðan 1959, vísaði til innflytjendastraumsins sem „menningarlegs þjóðarmorðs“ sem skipulagt væri af kínverskum yfirvöldum með það markmið fyrir augum að þurrka út tíbetska menningu.

Mótmælendur hafa notað slagorð Ólympíuleikanna í Beijing "One world, one dream" með viðbótinni "Free Tibet". Þessi borði var hengdur á Kínamúrinn í ágúst 2007 þegar ár var í að leikarnir hæfust en var fljótlega fjarlægður af yfirvöldum.

Með ýmsum siðferðilegum stuðningi Vesturlandabúa og vestrænna fjölmiðla tóku mótmælin fljótlega að snúast um kröfur um sjálfstæði Tíbets undan kínverskum yfirráðum. Þau breiddust út til annarra héraða í Kína þar sem Tíbetar eru fjölmennir og síðan út um allan heim, þá einkum til Vesturlanda. Þar hafa þau beinst gegn gestgjafahlutverki Kínverja á Ólympíuleikunum í Beijing í ágúst 2008 og snúast um jafnt sjálfstæði Tíbet sem meint mannréttindabrot Kínverja á Tíbetum.

Ágreiningur er um mannfall í mótmælunum. Kínversk yfirvöld herma að 19 manns hafi látist fyrstu dagana á meðan mótmælin stóðu sem hæst og að flestir hafi verið han-kínverskt, hui-kínverskt (múslimar) og tíbetskt verslunarfólk sem mótmælendur hafi banað með sveðjum eða hafi brunnið inni í verslunum. Tíbetska útlagastjórnin segir allt að 130 manns hafa fallið í valinn og að mikill meirihluti hafi verið tíbetskir mótmælendur. Er sú tala byggð á frásögnum ýmissa sjónarvotta sem bárust útlagastjórninni. Ljóst er að margir særðust í átökunum, eyðilegging var mikil og fjöldi bygginga, þá einkum verslanir og opinberar byggingar, meðal annars skólar, var brenndur til kaldra kola.

Dalai lama og tíbetska útlagastjórnin neita ásökunum kínverskra yfirvalda að hafa skipulagt mótmælin í Lhasa. Dalai lama hefur fordæmt ofbeldisverk mótmælenda og jafnvel hótað að segja af sér ef þeim linni ekki. Á meðan mótmælendur hafa hvatt Vesturlandabúa að sniðganga Ólympíuleikana í Beijing hefur dalai lama skilyrðislaust hafnað slíkum aðgerðum. Kínversk yfirvöld segja að mikill vopnafundur í tíbetskum klaustrum sanni aðild tíbetsku útlagastjórnarinnar að mótmælunum en fæstir telja það óyggjandi sannanir. Þó má ljóst heita að útlagastjórnin hafi að minnsta kosti vitað af þeim, þar sem á ráðstefnu samtakanna Vinir Tíbet (Friends of Tibet) í júní 2007 var oftsinnis haft orð á því að nýta ætti sér Ólympíuleikana til að vekja athygli á málstað Tíbeta. Tsewang Rigzin, formaður Ungliðaráðs Tíbeta (Tibetan Youth Congress), sagði í samtali við dagblaðið Chicago Tribune þann 15. mars 2008 að þar sem Kínverjar væru í sviðsljósinu vegna Ólympíuleikanna, væri markmiðið að ögra þeim með þessum aðgerðum. Ef þeir bældu niður mótmælin væri líklegt að almenningsálitið í heiminum myndi verða hliðhollt Tíbetum.

Þetta virðist hafa gengið eftir. Á Vesturlöndum hefur umræðan verið tilfinningalega hástemmd og almenningur hefur að mestu gengið að því vísu að Kínverjar hafi gert sig seka um mannréttindabrot á Tíbetum. Vestrænum baráttusamtökum fyrir sjálfstæði Tíbets hefur vaxið ásmegin. Sumir vestrænir fréttamiðlar hafa auk þess sett fram óheppilegar skrumskælingar á aðstæðum. Þýska sjónvarpsstöðin RTL og Washington Post sýndu myndir frá fremur harkalegum viðbrögðum öryggissveita við mótmælum Tíbeta sem miðlarnir héldu fram að ættu sér stað í Kína en reyndust vera í Nepal. Skömmu síðar dreifði Deutsche Presse-Agentur frétt þess efnis að öllum erlendum háskólanemum verði vísað úr landi í Kína á meðan á Ólympíuleikunum stendur. Sú frétt reyndist úr lausu lofti gripin.



Tíbetar og stuðningsmenn þeirra mótmæltu í San Francisco þegar þegar hlaupið var með Ólympíueldinn þar.

Auk þess vísa miðlarnir almennt til „hernáms“ Kínverja í Tíbet árið 1950 en lítið hefur verið reynt að varpa ljósi á fyrri atburði sem skipta miklu fyrir söguskoðun Kínverja, til dæmis þegar Bretar þvinguðu kínverska forsetann til að láta Tíbet af hendi árið 1912 án þess að ráðfæra sig við þingið. Þessi einhliða umfjöllun hefur vakið reiði kínversks almennings. Kínverjar jafnt utan sem innan Kína hafa ásakað Vesturlandabúa um ósanngirni, að virða að vettugi þann árangur sem náðst hefur á undanförnum áratugum og jafnvel að vinna gagngert gegn umbótum í Kína. Fjölmiðlafárið hefur því öðru fremur haft þau áhrif að fylkja kínverskum almenningi að baki stjórnvöldum.

Nokkrum vikum eftir mótmælin tók þó að bera á stöku tilraunum til að skoða aðrar hliðar málsins. Dregið hefur verið í efa réttmæti þess að ráðast að Kínverjum fyrir að taka hart á trylltum hópum manna sem ryðjast inn í verslanir, drepa starfsmenn þeirra og brenna svo verslanirnar. Slíkt myndi hvergi vera liðið á Vesturlöndum. Ýmsir vestrænir sérfræðingar í málefnum Tíbet halda því einnig fram að þótt vissulega megi ýmislegt betur fara í atvinnu- og menntamálum hafi miklar framfarir átt sér stað í Tíbet á undanförnum árum og að lífskjör séu í raun betri en í ýmsum öðrum héruðum í vesturhluta Kína sem ekki hefur tekist að nýta sér sem skyldi gífurlegar efnahagsbreytingar landsins á síðastliðnum 30 árum. Hið sama gildir um Tíbet en kínversk yfirvöld hafa varið verulegu fjármagni í að byggja upp innviði Tíbet og gera héraðið aðlaðandi fyrir fjárfesta til að bæta efnahagsástand þess. Þessi þróun hefur valdið talsverðri misskiptingu borga og sveitar í Tíbet, rétt eins og annars staðar í Kína, en áköfustu mótmælendur í mars voru einmitt ungir uppflosnaðir bændur. Andmælendur segja að með efnahagsþróuninni stefni kínversk stjórnvöld að „menningarlegu þjóðarmorði“ (eins og dalai lama hefur orðað það) en það virðist að minnsta kosti stórlega ýkt. Aðfluttum Kínverjum hefur fjölgað lítillega á undanförnum árum en nánast allir taka sér bólfestu í Lhasa og flestir þeirra staldra stutt við, enda þykir Kínverjum ekki eftirsóknarvert að búa í Tíbet. Líklegra er að stjórnvöld séu að reyna að „kaupa frið“ af Tíbetum með því að bæta lífskjör á svæðinu.



Trúfrelsi er í Tíbet og búddisminn blómstrar.

Trúfrelsi hefur verið við lýði síðan 1980 og þótt stjórnvöld hafa vissulega strangt eftirlit með hvers kyns sjálfstæðistilburðum innan klaustra eru sérfræðingar í tíbetskum búddisma á einu máli um það að hann sé þar í miklum blóma, en þar er að finna um 150 þúsund munka og nunnur sem helga sig að fullu trú sinni. Vandinn er sá að í tíbetskum búddisma er dalai lama ekki bara trúarlegt heldur líka veraldlegt yfirvald og því eru kínversk stjórnvöld afar tortryggin gagnvart honum og telja hann leika tveimur skjöldum. Ekki dregur úr tortryggninni að tíbetskir sjálfstæðissinnar hafa þegið margvíslega aðstoð frá bandarískum yfirvöldum í gegnum tíðina, en því grunar Kínverja að Bandaríkjamenn séu að grafa undan yfirráðum þeirra í Tíbet í því skyni að veikja þá sem upprennandi efnahags- og hernaðarveldi.

Þannig er nokkuð á huldu til hvers „ástandið“ í Tíbet vísar og að öllum líkindum er það háð markmiðum hvers og eins hvernig því er lýst. En það virðist ljóst að þótt kínversk yfirvöld geti staðið sig betur í því að tryggja velferð Tíbeta, varðveita menningarhefð þeirra og draga úr misskiptingu og spennu á svæðinu benda kannanir til þess að lífskjör hafi stórbatnað á undanförnum áratugum og að langflestir Tíbetar séu sáttir við framfarirnar.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir og myndir:

  • Goldstein, Melvyn C., Ben Jiao, Cynthia M. Beall og Phuntsog Tsering. „Development and Change in Rural Tibet. Problems and Adaptations.“ Asian Survey 43, nr. 5 (2003).
  • Herberer, Thomas. „Die Verteufelung Chinas“, Die Tageszeitung 16. 4. 2008.
  • Mishra, Pankaj. „At war with the utopia of modernity“. The Guardian 30. 3. 2008.
  • Sautman, Barry og Irene Eng. „Tibet: Development for Whom?“, China Information 15, nr. 2 (2001).
  • Sautman, Barry. „Protests in Tibet and Separatism: the Olympics and Beyond“, Black and White Cat: China and Other Things. Sótt 30. 4. 2008.
  • Kort: BBC News, 23. 4. 2008. Íslensk heiti sett inn af ritstjórn Vísindavefsins. Sótt 30. 4. 2008.
  • Mynd af mótmælaborða: The Sydney Morning Herald, 8. 8. 2007. Sótt 30. 4. 2008.
  • Mynd af mótmælendum: NY Daily News, 9. 4. 2008. Sótt 30. 4. 2008.
  • Mynd af tíbetskum munkum: World Nomads, 1. 11. 2007. Sótt 30. 4. 2008.
...