
Þó svo að lyfin klórókín og hýdroxíklórókín þolist yfirleitt vel hjá sjúklingum með malaríu eða gigtsjúkdóma gegnir ekki sama máli hjá sjúklingum með COVID-19. Í rannsókn sem birtist í tímaritinu The Lancet og náði til rúmlega 96 þúsund sjúklinga kom í ljós að fjórar lyfjablöndur sem reyndar hafa verið gáfu verri útkomu en þegar ekkert lyf var notað og dánarhlutfall var hærra.
Viðbót við svarið - 17.6.2020
Í svarinu var vitnað til rannsóknar sem birtist í tímaritinu Lancet [2]. Nú hefur það gerst að tímaritið hefur afturkallað þessa grein. Við nánari skoðun kom í ljós að gögnin sem rannsóknin byggði á voru gölluð og þess vegna ekki hægt að treysta niðurstöðunum. Þessum gögnum hafði verið safnað af fyrirtæki/stofnun sem var óháð höfundum rannsóknarinnar. Fljótlega eftir birtingu greinarinnar vöknuðu efasemdir um að gögnin væru í lagi sem leiddi á endanum til þess að höfundarnir fóru þess á leit við tímaritið að greinin yrði afturkölluð. Þetta er allt mjög vandræðalegt en niðurstöðurnar bentu til þess að lyfin séu varasamari en þau sennilega eru, sem aftur leiddi til þess að nokkrar rannsóknir voru stöðvaðar. Svona gerist stundum í heimi vísindanna. Hvert framhaldið verður er ekki ljóst á þessari stundu. Tilvísanir:- ^ Yfirlitsgrein um hýdroxíklórókín og COVID-19 í maí 2020. Rethinking the role of hydroxychloroquine in the treatment of COVID-19. (Sótt 28.05.2020).
- ^ Samantekt í The Lancet í maí 2020. Hydroxychloroquine or chloroquine with or without a macrolide for treatment of COVID-19: a multinational registry analysis - The Lancet. (Sótt 28.05.2020).
- ^ Spurningar og svör um afstöðu WHO. Q&A : Hydroxychloroquine and COVID-19. (Sótt 28.05.2020).
- Landspítali - Landspítali bætti við nýrri mynd. | Facebook. (Sótt 29.05.2020). Myndina tók Þorkell Þorkelsson og hún er birt hér með góðfúslegu leyfi hans.