Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Um hvað fjallar samræðan Gorgías eftir Platon?

Geir Þ. Þórarinsson

Samræðan Gorgías eftir Platon fjallar að minnsta kosti á yfirborðinu um mælskulist enda hlaut hún undirtitilinn Um mælskulistina þegar í fornöld. Samræðan á að eiga sér stað einhvern tímann á 3. áratug 5. aldar f. Kr. Mælskulistarkennarinn Gorgías frá Leontíní (um 485-380 f. Kr.) er kominn til Aþenu og þegar samræðan hefst er Gorgías nýbúinn að flytja framsögu. Þeir Sókrates og Kærefón hitta Gorgías ásamt tveimur ungum mönnum, Pólosi og Kallíklesi.


Sókrates í samræðum.

Sókrates hefur áhuga á að rökræða við Gorgías því hann vill „komast að raun um hjá honum, hvers list hans megni og hvað hann boðar og kennir” eins og Sókrates kemst sjálfur að orði í íslenskri þýðingu Eyjólfs Kjalars Emilssonar (42). Gorgías hafði sagst eiga svar við öllum spurningum. Sókrates fer því að spyrja Gorgías út í eðli mælskulistarinnar en fljótlega vakna þó ýmsar spurningar, meðal annars um réttlæti og ranglæti, um ánægju og ýmislegt fleira. Það kemur í ljós að viðhorf þeirra Gorgíasar, Pólosar og Kallíklesar annars vegar og Sókratesar hins vegar eru í grundvallaratriðum afar ólík og er ágreiningurinn öðru fremur siðfræðilegur. Þar sem megnið af samræðunni fer í að útkljá þennan ágreining má segja að í vissum skilningi fjalli samræðan öðru fremur um siðfræði.

Þegar Gorgías hefur málað sig út í horn tekur Pólos við af honum sem viðmælandi Sókratesar í rökræðunni en þegar Pólos lendir í mótsögn við sjálfan sig tekur Kallíkles við. Á endanum játar Kallíkles sig sigraðan líka, enda þótt lesendum samræðunnar megi vera ljóst að Sókrates hafi varla útkljáð málið í eitt skipti fyrir öll.

Frekara lesefni á Vísindavefnum eftir sama höfund

Heimildir og mynd

  • Dodds, E.R., „Introduction” í Plato, Gorgias, E.R. Dodds (ritstj.) (Oxford: Clarendon Press, 1959): 1-67.
  • Eyjólfur Kjalar Emilsson, „Inngangur” í Platón, Gorgías (Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, 1977, 2. útg. 1991, 3. útg. 1993): 9-37.
  • Guthrie, W.K.C., A History of Greek Philosophy IV: Plato: The Man and His Dialogues, Earlier Period (Cambridge: Cambridge University Press, 1975).
  • Myndin er af Le Programme 2003-2004.

Höfundur

Geir Þ. Þórarinsson

aðjúnkt í grísku og latínu við Háskóla Íslands

Útgáfudagur

2.2.2006

Spyrjandi

Jónína Lárusdóttir

Tilvísun

Geir Þ. Þórarinsson. „Um hvað fjallar samræðan Gorgías eftir Platon?“ Vísindavefurinn, 2. febrúar 2006, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=5611.

Geir Þ. Þórarinsson. (2006, 2. febrúar). Um hvað fjallar samræðan Gorgías eftir Platon? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=5611

Geir Þ. Þórarinsson. „Um hvað fjallar samræðan Gorgías eftir Platon?“ Vísindavefurinn. 2. feb. 2006. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=5611>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Um hvað fjallar samræðan Gorgías eftir Platon?
Samræðan Gorgías eftir Platon fjallar að minnsta kosti á yfirborðinu um mælskulist enda hlaut hún undirtitilinn Um mælskulistina þegar í fornöld. Samræðan á að eiga sér stað einhvern tímann á 3. áratug 5. aldar f. Kr. Mælskulistarkennarinn Gorgías frá Leontíní (um 485-380 f. Kr.) er kominn til Aþenu og þegar samræðan hefst er Gorgías nýbúinn að flytja framsögu. Þeir Sókrates og Kærefón hitta Gorgías ásamt tveimur ungum mönnum, Pólosi og Kallíklesi.


Sókrates í samræðum.

Sókrates hefur áhuga á að rökræða við Gorgías því hann vill „komast að raun um hjá honum, hvers list hans megni og hvað hann boðar og kennir” eins og Sókrates kemst sjálfur að orði í íslenskri þýðingu Eyjólfs Kjalars Emilssonar (42). Gorgías hafði sagst eiga svar við öllum spurningum. Sókrates fer því að spyrja Gorgías út í eðli mælskulistarinnar en fljótlega vakna þó ýmsar spurningar, meðal annars um réttlæti og ranglæti, um ánægju og ýmislegt fleira. Það kemur í ljós að viðhorf þeirra Gorgíasar, Pólosar og Kallíklesar annars vegar og Sókratesar hins vegar eru í grundvallaratriðum afar ólík og er ágreiningurinn öðru fremur siðfræðilegur. Þar sem megnið af samræðunni fer í að útkljá þennan ágreining má segja að í vissum skilningi fjalli samræðan öðru fremur um siðfræði.

Þegar Gorgías hefur málað sig út í horn tekur Pólos við af honum sem viðmælandi Sókratesar í rökræðunni en þegar Pólos lendir í mótsögn við sjálfan sig tekur Kallíkles við. Á endanum játar Kallíkles sig sigraðan líka, enda þótt lesendum samræðunnar megi vera ljóst að Sókrates hafi varla útkljáð málið í eitt skipti fyrir öll.

Frekara lesefni á Vísindavefnum eftir sama höfund

Heimildir og mynd

  • Dodds, E.R., „Introduction” í Plato, Gorgias, E.R. Dodds (ritstj.) (Oxford: Clarendon Press, 1959): 1-67.
  • Eyjólfur Kjalar Emilsson, „Inngangur” í Platón, Gorgías (Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, 1977, 2. útg. 1991, 3. útg. 1993): 9-37.
  • Guthrie, W.K.C., A History of Greek Philosophy IV: Plato: The Man and His Dialogues, Earlier Period (Cambridge: Cambridge University Press, 1975).
  • Myndin er af Le Programme 2003-2004.
...