Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1208 svör fundust
Hvar er hægt að finna sögu landnámsmannsins Atla grauts?
Frá Atla graut, eða Graut-Atla eins og hann er oftast kallaður, er sagt í Landnámabók. Þar kemur fram að bræðurnir Ketill og Graut-Atli, synir Þóris þiðranda, hafi farið úr Veradal í Noregi til Íslands og numið land í Fljótsdal. „Graut-Atli nam ina eystri strönd Lagarfljóts allt á milli Giljár og Vallaness fyrir v...
Hverjar eru líkur á því að barn fæðist með Down-heilkenni?
Down-heilkenni (e. Down's Syndrome) er kennt við lækninn John Langdon Haydon Down sem lýsti því árið 1866. Vitneskja um að litningabreyting ætti hlut að máli kom hins vegar ekki fram fyrr en árið 1959. Down-heilkenni er algengasti litningasjúkdómurinn og hefur tíðni hans á Íslandi verið metin um það bil 1 á hver 9...
Hvers vegna finnst mér oftar en ekki þegar dregið er í lottó að samliggjandi tölur komi upp úr drættinum?
Í íslenska lottóinu eru 40 kúlur, sem eru númeraðar frá 1 og upp í 40, og 5 kúlur eru dregnar út. Þetta fyrirkomulag var tekið upp árið 2008, en fram að því höfðu kúlurnar verið 38 talsins. Með samliggjandi tölum er átt við tvær eða fleiri heilar tölur sem hægt er að raða þannig upp að sérhver tala fáist með þv...
Hverjar eru líkurnar á að spilastokkur raðist þannig eftir stokkun að annað hvert spil sé rautt?
Áður hefur verið fjallað um líkur tengdar stokkun í svari sama höfundar við spurningunni Hverjar eru líkurnar á að spilastokkur verði í réttri röð eftir stokkun? Þar segir meðal annars: Líkurnar á því að fá einhverja ákveðna gerð uppröðunar við stokkun má reikna út með því að finna á hve marga mismunandi vegu u...
Hversu miklar líkur eru á að þessari spurningu verði svarað rétt? A: 25%, B: 50%, C: 75%, D: 25%
Þessi spurning er ein þeirra fjölmörgu sem skýtur annað slagið upp kollinum í netheimum og víðar og virðast til þess fallnar að valda þrætum. Hún birtist líka í öðrum myndum, til dæmis þar sem svarmöguleikarnir eru gefnir sem 25%, 50%, 0% og 25%. Ef til vill er sú mynd jafnvel áhugaverðari en hún verður skoðuð neð...
Hvers konar viðvörun er rauð viðvörun?
Veðurstofa Íslands birtir rauða viðvörun þegar miklar líkur eru á veðri sem hefur mjög mikil samfélagsleg áhrif, eða slíkt veður er yfirstandandi. Viðvörunarkerfi Veðurstofunnar byggist á alþjóðlegum staðli sem kallast CAP (e. Common Alerting Protocol) og er stafrænt snið fyrir miðlun neyðartilkynninga og viðva...
Hefur einhver fíll verið með tvo rana?
Höfundar þessa svars fundu engar greinar, hvorki í bókum né á Netinu, þar sem getið er um fíl sem fæðst hafi með tvo rana. Engar minjar hafa fundist heldur um forsögulega fíla með tvo rana. Hér verður ekki þó fullyrt að slík vansköpun hafi aldrei komið fram í náttúrunni eða muni ekki gera það. Nóg er af dæmum um u...
Hverjar eru líkurnar á að barn fæðist HIV-smitað ef móðirin er smituð?
Fyrir daga lyfjameðferðar gegn HIV var hætta á smiti frá móður til barns nálægt 25%. Líkur á smiti fara eftir nokkrum þáttum, þar á meðal veirumagni HIV í blóði móðurinnar, fjölda hjálparfruma í blóði hennar og næmi veirunnar fyrir þeim lyfjum sem notuð eru. Aðrir þættir kunna einnig að hafa áhrif, svo sem aðrar s...
Hvað eru miklar líkur á því að geimgrýti rekist á jörðina?
Hér einnig svarað eftirfarandi spurningum:Hvað eru mikla líkur á að það skelli loftsteinn á jörðina? (Auðunn Axel Ólafsson f. 1988)Hverjar eru líkurnar á því að steinn lendi á jörðinni? (Jakob Guðnason f. 1986)Er líklegt að stór loftsteinn lendi á jörðinni á næstunni? (Laufey Dóra Áskelsdóttir, f. 1990.)Allar líku...
Hvar eru mestar líkur á því að finna demanta á Íslandi?
Demantar finnast ekki í náttúru Íslands, þannig að þeir sem hafa í hyggju að grafa eftir demöntum þurfa að leita annað. Demantar finnast helst í mjög fornu, basísku storkubergi og myndbreyttu bergi, en einnig í sand- og malarlögum, en þar sitja þeir eftir þegar mýkra berg eyðist. Á kortinu hér fyrir neðan sjást...
Eru einhverjar líkur á að grasrella (Gallirallus dieffenbachii) sé ekki útdauð?
Gallirallus dieffenbachii er útdauð fuglategund af ætt rella (rallidae). Tegundin var einlend á þremur eyjum í Chathman-eyjaklasanum austan Nýja-Sjálands (einlend merkir að tegund finnst ekki annars staðar). Þessar þrjár eyjur eru smáar, stærst er Chathameyja sem er rúmir 800 ferkílómetrar, Pitteyja er aðeins tæpi...
Hverjar eru helstu orsakir heimilisofbeldis og hversu algengt er það á Íslandi?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Mig langar að vita um helstu orsakir heimilisofbeldis og hversu algengt það er hérna á Íslandi? Og hverjir gerendurnir eru og þolendur? Almenna hugmyndin um heimilisofbeldi er líkamlegt ofbeldi milli fullorðinna einstaklinga sem eru í sambúð eða deila heimili. Þess vegna er ein...
Hefur það einhverja merkingu að velja stak af handahófi úr óendanlegu mengi?
Öll þekkjum við ferlið að velja einn kost af nokkrum af hreinu handahófi þar sem hver kostur kemur upp með jöfnum líkum. Kunnugleg dæmi eru að kasta krónu til að velja milli tveggja kosta (til dæmis hvort liðið byrjar kappleik) með jöfnum líkum $1/2$ ($50\%$) á hvorum þeirra og að kasta sex hliða teningi til að fá...
Getur fólk sem hefur ekki stúdentspróf sótt námskeið við Háskóla Íslands, til dæmis í jarðfræði?
Almennt gildir við Háskóla Íslands að þeir einir mega skrá sig í námskeið við skólann sem lokið hafa stúdentsprófi, en til þess að innritast í námskeið í jarðfræði þurfa menn að hafa lokið stúdentsprófi með minnst 30 einingum í náttúruvísindum og 21 einingu í stærðfræði. Háskólanum er heimilt að veita undanþág...
Hvaða líkur eru á því að sjá uglu á næturveiðum í borginni?
Líkurnar á því sjá uglu í Reykjavík eru frekar litlar, enda fljúga fáar uglur yfirleitt þar um. Líkurnar aukast þó umtalsvert ef menn leita eftir þeim á veturna. Á þeim árstíma leita uglur stundum í þéttbýli eftir æti, enda eru þar meiri líkur á bráð en víða annars staðar og gróðurþekja borgarinnar lítil því lauf...