Mig langar að vita um helstu orsakir heimilisofbeldis og hversu algengt það er hérna á Íslandi? Og hverjir gerendurnir eru og þolendur?Almenna hugmyndin um heimilisofbeldi er líkamlegt ofbeldi milli fullorðinna einstaklinga sem eru í sambúð eða deila heimili. Þess vegna er einnig oft talað um ofbeldi í nánum samböndum frekar en heimilisofbeldi. Hins vegar getur hugtakið ofbeldi náð yfir mun víðara svið en líkamlegt ofbeldi, svo sem andlegt ofbeldi, kynferðislegt og fjárhagslegt ofbeldi. Eins getur ofbeldi tengdra aðila verið víðtækara, svo sem ofbeldi foreldra á börnum sínum og ofbeldi (fullorðinna) barna á foreldrum sínum. Svarið hér er takmarkað við líkamlegt ofbeldi milli maka eða fyrrverandi maka enda mest um það vitað. Tvær stórar kannanir hafa verið framkvæmdar hérlendis á tíðni og algengi slíks ofbeldis. Sú fyrri var gerð árið 1996[1] en sú síðari 2008.[2] Báðar komust að mjög svipaðri niðurstöðu varðandi ofbeldi sem konur hafi orðið fyrir af hendi maka eða fyrrverandi maka síðastliðna 12 mánuði. Eitt til tvö prósent íslenskra kvenna hafa orðið fyrir slíku. Þegar spurt var um reynslu kvenna af ofbeldi af hálfu maka eða fyrrverandi maka á lífsleiðinni sögðust 14% hafa reynslu af því í könnuninni 1996 en 20% árið 2008. Kannanirnar eru þó ekki vel sambærilegar meðal annars sökum þess að í könnuninni 1996 voru konur á aldrinum 18-65 ára en í könnuninni 2008 voru konur frá 18 ára aldri til áttræðs. Niðurstaða höfunda skýrslunnar um rannsóknina 2008 var að samanburður þessara kannana benti til þess að líkamlegt ofbeldi gegn konum í nánu sambandi hafi ekki aukist svo neinu nemi.

Kannanir á heimilisofbeldi hafa leitt í ljós að 1-2% íslenskra kvenna urðu fyrir slíku ofbeldi af hálfu maka á 12 mánaða tímbili áður en kannanirnar voru gerðar.

Fréttir og rannsóknir víða að benda eindregið til þess að heimilisofbeldi hafi aukist meðan COVID-19-faraldurinn hefur staðið yfir, bæði ofbeldi milli maka og ofbeldi foreldra gegn börnum.
- ^ Skýrsla dómsmálaráðherra um orsakir, umfang og afleiðingar heimilisofbeldis og annars ofbeldis gegn konum og börnum https://www.althingi.is/altext/121/s/0612.html
- ^ Elísabet Karlsdóttir og Ásdís A. Arnalds (2010). Rannsókn á ofbeldi gegn konum. https://www.stjornarradid.is/media/velferdarraduneyti-media/media/ritogskyrslur2011/26012011_Ofbeldi_a_konum.pdf
- ^ Ingólfur V. Gíslason (2008). Ofbeldi í nánum samböndum, bls. 51-55. Reykjavík. Félags- og tryggingamálaráðuneytið.
- ^ Embætti ríkislögreglustjóra (2021). Reynsla landsmanna af afbrotum og öryggistilfinning íbúa 2020. https://www.logreglan.is/wp-content/uploads/2021/02/Reynsla-landsmanna-af-afbrotum-og-oryggi-ibua-2020-spurt-2020.pdf
- ^ Samtök um kvennaathvarf (2018). Líðan og upplifun þolenda heimilisofbeldis og persónuleikaeinkenni ofbeldismanna. https://www.kvennaathvarf.is/wp-content/uploads/2019/09/20190930-Upplifun-og-l%C3%AD%C3%B0an-%C3%BEolenda-2.pdf
- Domestic violence | Hibr | Flickr. Birt undir Creative Commons Attribution-NonCommercial-ShareAlike 2.0 Generic leyfi. (Sótt 5.3.2021).
- Domestic Violence and Abuse - HelpGuide.org. (Sótt 5.3.2021).