Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 320 svör fundust

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Eru bleikjurnar í Þingvallavatni mismunandi tegundir eða ólíkir stofnar?

Stutta svarið er að þrjár tegundir fiska lifa í Þingvallavatni, urriði (Salmo trutta), hornsíli (Gasterosteus aculeatus) og bleikja (Salvelinus alpinus). Bleikjurnar í Þingvallavatni teljast því vera ein og sama tegundin. Hins vegar eru bleikjurnar í vatninu skilgreindar sem fjögur mismunandi afbrigði (e. morph), ...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað hefur vísindamaðurinn Jón Hallsteinn Hallsson rannsakað?

Jón Hallsteinn Hallsson er dósent í erfðafræði við Landbúnaðarháskóla Íslands og aðjúnkt við Læknadeild Háskóla Íslands. Rannsóknir Jóns snúa að því að auka skilning okkar á aðlögun landbúnaðar að norðurslóðum með rannsóknum á bæði nytjaplöntum og -dýrum auk sjúkdómsvalda sem kunna að hafa áhrif í landbúnaði. Hefð...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hver er upprunaleg merking orðtaksins „að falla eins og flís við rass” og af hverju er það dregið?

Orðatiltækið eitthvað fellur eins og flís við rass er ekki mjög gamalt í málinu. Í ritmálssafni Orðabókar Háskólans er elst dæmi frá fyrri hluta 19. aldar úr málsháttasafni Guðmundar Jónssonar. Merking þess er 'eitthvað passar nákvæmlega, eitthvað er alveg mátulegt'. Jóni Friðjónssyni, sem rækilegast hefur skr...

category-iconLífvísindi: almennt

Eru einhverjar vísbendingar um að nýja kórónuveiran sé að veikjast og verða minna sýkingarhæf?

Öll spurningin hljóðaði svona: Hvað þýðir að kórónuveiran sé að veikjast sem hver étur upp eftir öðrum í fjölmiðlum? Eru einhverjar vísbendingar um að hún hafi stökkbreyst í þá átt að verða minna sýkingarhæf? Er kannski verið að tala um að með hlýnandi veðri er mögulega smitmagn minna? Á upplýsingafundi Alm...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvenær hæfir skel kjafti?

Upprunalega spurningin hljóðaði svo: Er það ekki rétt hjá mér að þegar sagt er að 'skel hæfi kjafti', þá sé það yfirleitt í neikvæðri merkingu? Og af hverju er orðatiltækið dregið? Orðasambandið þar hæfir skel kjafti er í þessari mynd kunnugt frá 19. öld. Fleiri afbrigði eru til af því og er hið elsta í Ritm...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hver er munurinn á lagerbjór og öli og hvers konar drykkur er mjöður?

Bjór er samnefnari fyrir alla gerjaða, áfenga drykki gerða úr möltuðu korni og humlum. Bjór má gróft séð skipta í tvo flokka, lager og öl (e. ale). Munurinn ræðst af gerinu sem er notað en bruggaðferðirnar eru þær sömu, það er hvernig sykrunum er náð úr korninu og humlum bætt í og svo framvegis. Í lagerbjór er...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaða typpi er uppi á honum?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Hver er uppruni orðatiltækisins „það er uppi á honum typpið“ og er hér verið að vísa til karlskyns kynfæra eða hefur orðið typpi aðra merkingu í þessu samhengi? Orðið typpi hefur fleiri en eina merkingu: 'toppur, nabbi, bóla, húnn á siglutré, snerill, getnaðarlimur...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju er smámæli kallað þessu nafni?

Elstu heimildir um orðið smámæli í Ritmálsskrá Orðabókar Háskólans sýna merkinguna ‘lítilsvert málefni’ og sú elsta er frá árinu 1635: ad þeir a kialarnese hiellde ad Alfdys Jonsdotter hefde tilberan ad erfdum teked af modur sinne [ [...]] huad mier virdest ecke smämæle. Notkunin um framburð er eitthvað yngr...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Getið þið sagt mér allt um hundakynið tosa inu sem er bannað á Íslandi?

Tosa inu (einnig kallað japanskur mastiff) er afbrigði sem upphaflega var ræktað sem bardagahundar í Tosa-héraði (sem í dag nefnist Köchi) á japönsku eyjunni Shikoku. Afbrigðið er frekar sjaldgæft en þetta eru einu hundarnir sem löglegt er að nota í hundaati í Japan í dag. Talið er að þetta ræktunarafbrigði haf...

category-iconLífvísindi: almennt

Eru litningar í rauðhærðum eitthvað gallaðir?

Hér er einnig svarað spurningunum: Hverjar eru líkurnar á því að barn verði rauðhært ef annað foreldrið er rauðhært en hitt ekki? (Arngrímur Vilhjálmsson) Geta tvær rauðhærðar manneskjur eignast annað en rauðhærð börn? (Sigurjón Traustason) Er rauðhært gen víkjandi. Ef svo er, þarf það þá ekki að koma frá báð...

category-iconStjarnvísindi: alheimurinn

Hvað eru sefítar?

Sefítar eru svonefndar sveiflustjörnur sem sveiflast milli birtustiga með ákveðnum sveiflutíma. Slíkar stjörnur þekkjast á því að þær auka birtu sína fljótt og dofna síðan hægt og rólega aftur. Sefítar heita svo eftir d Cephei (delta í Sefeusi) sem var fyrsta stjarnan sem uppgötvaðist af þessari gerð, árið 1784. S...

category-iconStjarnvísindi: almennt

Hvað heitir stjörnumerkið sem er eins og W í laginu?

Stjörnumerkið sem minnir á gleitt "W" eða "M" á himninum heitir Kassíópeia. Í grískri goðafræði var Kassíópeia kona Sefeusar og móðir Andrómedu. Kassíópeia þótti falleg og montin og hafði lofað dóttur sinni að hún fengi að giftast Perseusi en fékk bakþanka. Hún sannfærði Agenor, son Póseidons, um að trufla brúðkau...

category-iconLæknisfræði

Hvað hefur vísindamaðurinn Margrét Þorsteinsdóttir rannsakað?

Margrét Þorsteinsdóttir er dósent í lyfjagreiningu við Lyfjafræðideild Háskóla Íslands. Hún hefur tekið þátt í fjölmörgum rannsóknaverkefnum á sviði efnagreininga á lífvísum, umbrotsefnum og fituefnum með háhraða vökvagreini tengdum tvöföldum massagreini. Margrét hefur lagt mikla áherslu á uppbyggingu á klínís...

category-iconJarðvísindi

Getur "jaði" (á ensku jade) myndast á Íslandi?

Jaði er samheiti steinefnis sem er eftirsótt ýmist sem skrautsteinn eða til útskurðar. Um er að ræða tvær fölgrænar steindir, jaðeít og nefrít. Fyrrnefnda steindin er af flokki pýroxena, samsetning NaAlSi2O6, en hin síðarnefnda er sérlega hart og massíft afbrigði af aktinólíti, af flokki amfibóla (samsetning Ca2(M...

category-iconHugvísindi

Af hverju heitir spilið bridds þessu nafni?

Uppruni orðsins bridds (bridge) er ekki fullljós. Helst er giskað á að spilið hafi orðið til í löndunum fyrir botni Miðjarðarhafs þar sem einhver afbrigði þess hafa þekkst lengi í Austurlöndum nær. Nafnið hefur helst verið tengt rússneska orðinu birič, biruč, ‘sá sem lætur vita, hrópar eitthvað upp’. Það...

Fleiri niðurstöður