ad þeir a kialarnese hiellde ad Alfdys Jonsdotter hefde tilberan ad erfdum teked af modur sinne [ [...]] huad mier virdest ecke smämæle.Notkunin um framburð er eitthvað yngri. Í Riti þess Islendska Lærdóms Lista Felags frá 1790 er upptalning á ýmsum málgöllum og koma þar fyrir bæði orðin smámæli og smámæltur án skýringar. Heimildir um lýsingarorðið smámæltur eru heldur eldri. Í orðasafni eftir Jón Árnason biskup frá 1734 eru orðin blestur og smámæltur gefin sem þýðing á latneska orðinu blæsus. Hann valdi hins vegar ekki þýðinguna smámæltur í orðabókinni sem hann gaf út 1738, Nucleus latinitatis, heldur einungis ‘øfugmynntur, munnskackur ...’ (bls. 18). Í ritinu Mállýzkur I frá 1946 eftir Björn Guðfinnsson er lýsing á því hvað sé átt við með orðinu smámæltur:
Smámælt afbrigði af s-hljóði [ [...]]. Öngin myndast þá á milli tungubrodds og bakflatar og framtanna efri kjálka.Önnur lýsing er í hljóðfræði eftir Árna Böðvarsson frá 1975:
Myndunarstaður [s] í íslensku er alltaf aftar en [þ]. Ef myndunarstaðurinn færist framar, myndast smámælt s, einnig ef öngin er of flöt.Báðum málfræðingunum ber saman um að orðið eigi við afbrigði af s-hljóði sem ekki sé myndað á sama stað í munni, það er framar en hið algengara s-hljóð. Ég hef ekki fundið skýringu á því hvers vegna smámæli og smámæltur voru upphaflega notuð um þennan ákveðna framburð á s. Ef til vill tengist það upphaflegri merkingu orðsins smámæli og vísar þá til þess sem er minna, óverulegra. Smámælt s líkist lítið s-hljóði heldur meira þ. Heimildir:
- Árni Böðvarsson. 1975. Hljóðfræði. Prentað sem handrit. Reykjavík.
- Björn Guðfinnsson. 1946. Mállýzkur I. Reykjavík.
- Jón Árnason. 1738. Nucleus latinitatis. … Ný útgáfa. Guðrún Kvaran og Friðrik Magnússon sáu um útgáfuna. Orðabók Háskólans, Reykjavík.
- Ritmálssafn Orðabókar Háskólans.
- Distant conversations | Flickr - Photo Sharing! Myndrétthafi er Lucy Crosbie. Myndin er birt undir Creative Commons-leyfi. (Sótt 16.04.2016).