Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvenær hæfir skel kjafti?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Upprunalega spurningin hljóðaði svo:

Er það ekki rétt hjá mér að þegar sagt er að 'skel hæfi kjafti', þá sé það yfirleitt í neikvæðri merkingu? Og af hverju er orðatiltækið dregið?

Orðasambandið þar hæfir skel kjafti er í þessari mynd kunnugt frá 19. öld. Fleiri afbrigði eru til af því og er hið elsta í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans „þar hæfir spónn kjafti“ frá miðri 17. öld. Í málsháttasafni Guðmundar Jónssonar frá 1830 er afbrigðið „þar hæfir spónn múla, en skél kjapti“. Múli er notað um snoppu á skepnu og er ekki alveg ljóst hvers vegna spónninn hæfir henni. Spónn getur verið matskeið einkum úr horni eða beini en einnig agn af sérstakri gerð notað til fiskveiða. Lúðvík Kristjánsson sagnfræðingur nefnir afbrigði sem er í málsháttasafni Hallgríms Scheving frá 1843–1847:

hæfir kjapti skørdug skel (hæfir skelin kjapti)

en einnig „hæfir skel kjafti (tranti)“ og „hæfir spónn múla, en skel kjafti“. Hann skrifaði:

Skeljar voru fyrrum notaðar sem spænir. Einkum gerðist það, þar sem skarðast var um búsmuni. Líklegt er þó, að jafnvel á efnaheimilum hafi beiningafólki verið fengnar skeljar til að matast með, þegar það var fjörförult og kom í senn margt á sama bæinn. (I: 151).

Fyrr á tíð voru skeljar stundum notaðar sem matskeiðar. Orðasambandið þar hæfir skel kjafti er alltaf notað í neikvæðri merkingu.

Lúðvík nefnir orðasambandið á öðrum stað í hinu mikla verki sínu. Þar er hann að ræða um ýmsa leiki sem sjómenn fóru í í verbúðum. Einn var um að hengja bein úr fiskþunnildi, sem nefnist krókur, á neðri vörina og fara með ákveðinn texta án þess að missa krókinn. Krókbeinið var einnig kallað gepill á Snæfellsnesi og segir Lúðvík að algengt hafi verið að segja: „Hæfir skelin kjafti og gepill gini.“ (IV: 206).

Orðasambandið þar hæfir skel kjafti er eins og sést á afbrigðunum alltaf notað í neikvæðri merkingu ‘þar er samræmi á milli (um eitthvað lélegt), eitthvað slæmt hæfir öðru’.

Heimildir:
  • Lúðvík Kristjánsson. 1980–1986. Íslenzkir sjávarhættir. Bókaútgáfa Menningarsjóðs, Reykjavík.
  • Ritmálsskrá Orðabókar Háskólans

Mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

27.5.2016

Spyrjandi

Ólafur Hallgrímsson

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvenær hæfir skel kjafti?“ Vísindavefurinn, 27. maí 2016, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=71037.

Guðrún Kvaran. (2016, 27. maí). Hvenær hæfir skel kjafti? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=71037

Guðrún Kvaran. „Hvenær hæfir skel kjafti?“ Vísindavefurinn. 27. maí. 2016. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=71037>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvenær hæfir skel kjafti?
Upprunalega spurningin hljóðaði svo:

Er það ekki rétt hjá mér að þegar sagt er að 'skel hæfi kjafti', þá sé það yfirleitt í neikvæðri merkingu? Og af hverju er orðatiltækið dregið?

Orðasambandið þar hæfir skel kjafti er í þessari mynd kunnugt frá 19. öld. Fleiri afbrigði eru til af því og er hið elsta í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans „þar hæfir spónn kjafti“ frá miðri 17. öld. Í málsháttasafni Guðmundar Jónssonar frá 1830 er afbrigðið „þar hæfir spónn múla, en skél kjapti“. Múli er notað um snoppu á skepnu og er ekki alveg ljóst hvers vegna spónninn hæfir henni. Spónn getur verið matskeið einkum úr horni eða beini en einnig agn af sérstakri gerð notað til fiskveiða. Lúðvík Kristjánsson sagnfræðingur nefnir afbrigði sem er í málsháttasafni Hallgríms Scheving frá 1843–1847:

hæfir kjapti skørdug skel (hæfir skelin kjapti)

en einnig „hæfir skel kjafti (tranti)“ og „hæfir spónn múla, en skel kjafti“. Hann skrifaði:

Skeljar voru fyrrum notaðar sem spænir. Einkum gerðist það, þar sem skarðast var um búsmuni. Líklegt er þó, að jafnvel á efnaheimilum hafi beiningafólki verið fengnar skeljar til að matast með, þegar það var fjörförult og kom í senn margt á sama bæinn. (I: 151).

Fyrr á tíð voru skeljar stundum notaðar sem matskeiðar. Orðasambandið þar hæfir skel kjafti er alltaf notað í neikvæðri merkingu.

Lúðvík nefnir orðasambandið á öðrum stað í hinu mikla verki sínu. Þar er hann að ræða um ýmsa leiki sem sjómenn fóru í í verbúðum. Einn var um að hengja bein úr fiskþunnildi, sem nefnist krókur, á neðri vörina og fara með ákveðinn texta án þess að missa krókinn. Krókbeinið var einnig kallað gepill á Snæfellsnesi og segir Lúðvík að algengt hafi verið að segja: „Hæfir skelin kjafti og gepill gini.“ (IV: 206).

Orðasambandið þar hæfir skel kjafti er eins og sést á afbrigðunum alltaf notað í neikvæðri merkingu ‘þar er samræmi á milli (um eitthvað lélegt), eitthvað slæmt hæfir öðru’.

Heimildir:
  • Lúðvík Kristjánsson. 1980–1986. Íslenzkir sjávarhættir. Bókaútgáfa Menningarsjóðs, Reykjavík.
  • Ritmálsskrá Orðabókar Háskólans

Mynd:

...