Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Eru litningar í rauðhærðum eitthvað gallaðir?

Þuríður Þorbjarnardóttir

Hér er einnig svarað spurningunum:

  • Hverjar eru líkurnar á því að barn verði rauðhært ef annað foreldrið er rauðhært en hitt ekki? (Arngrímur Vilhjálmsson)
  • Geta tvær rauðhærðar manneskjur eignast annað en rauðhærð börn? (Sigurjón Traustason)
  • Er rauðhært gen víkjandi. Ef svo er, þarf það þá ekki að koma frá báðum foreldrum svo að maður verði rauðhærður? (Hólmfríður H)

Húð- og hárlitur stafar af litarefninu melanín sem er myndað í litfrumum húðarinnar (e. melanocytes). Melanín er til í tveimur megingerðum; annars vegar er um að ræða eumelanín sem er svart eða brúnt á lit og hins vegar faeómelanín sem er rautt eða gult á lit. Eumelanín stuðlar að hárlit allt frá ljósu yfir í svart. Magn þess er það sem skiptir máli. Dökkt hár inniheldur mikið eumelanín en ljóst hár lítið. Faeómelanín kemur síðan inn í myndina og orsakar rautt hár. Eftir því sem meira er af því þeim mun rauðari er hárliturinn. Magn þessara tveggja litarefna ræður endanlegum hárlit.

Flestir hafa mjög lítið af faeómelaníni í hári sínu. Ástæðan er sú að til er gen, MC1R-genið, sem tjáir prótín sem er viðtaki á litfrumunum (MC1R = e. melanocortin 1 receptor). Þessi viðtaki er í himnu litfrumnanna og tekur á móti litfrumustýri- hormóninu melatóníni frá heiladingli. Þetta hormón veldur því að faeómelaníni er breytt í eumelanín og þess vegna ræðst hárliturinn eingöngu af magni eumelaníns í flestum.

Talið er að myndun eumelaníns sé dæmi um fjölgena erfðir, það er fleiri en ein genasamsæta hafa endanleg áhrif á magn þess og þar með húð- og hárlit. Áhrif allra melaníngenanna sem hver einstaklingur erfir leggjast saman. MC1R-genið er eitt þeirra.

Lítum þá á ástandið hjá rauðhærðum. Þekkt eru 4-5 afbrigði af MC1R-geninu sem valda því að viðtakinn tekur ekki á móti melatónín-hormóninu. Faeómelaníni er þá ekki breytt í eumelanín heldur safnast fyrir í hárinu og veldur rauðum lit þess. Vitað er að þessi stökkbreyttu gen eru víkjandi. Rauðhærður einstaklingur er arfhreinn um stökkbreytingu í þessu geni, sem þýðir að hann hefur erft hana frá báðum foreldrum sínum. Önnur einkenni sem fylgja eru fölleit húð og freknur. Ef einstaklingur er arfblendinn (hefur erft stökkbreytingu frá aðeins öðru foreldri sínu) hefur hann líklega fölleita húð og freknur og brennur auðveldlega, en hann er ekki endilega með rautt hár.

Séu báðir foreldrarnir rauðhærðir og arfhreinir um stökkbreytinguna er næsta víst að öll börn þeirra verði rauðhærð. Sé hins vegar aðeins annað foreldrið rauðhært fer það eftir því hvort hitt foreldrið sé arfblendið um stökkbreytinguna hvort börnin verða rauðhærð eða ekki. Sé það arfblendið eru helmingslíkur á að börn þeirra verði rauðhærð og helmingslíkur á að þau verði arfblendin. Ef það er hins vegar ekki með stökkbreytinguna verða öll börnin arfblendin.

Talið er að afbrigði í MC1R-geninu hafi fyrst komið fram fyrir 20-40 þúsund árum. Allir rauðhærðir hafa eitthvert afbrigði af þessu geni og eru komnir af evrópskum stofnum manna. Tíðni afbrigðanna er hæst í keltneskum löndum.

Rautt hár er algengast á norðurslóðum þar sem sólin er ekki eins sterk og sunnar. Þar sem melanín er mjög öflug sólarvörn og ver húðina fyrir útfjólubláum geislum sólar eru þeir sem hafa ljósa húð í hundraðfalt meiri hættu á að fá húðkrabbamein en þeir sem hafa dökka húð.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir og Myndir:

Höfundur

Útgáfudagur

28.2.2006

Spyrjandi

Finnbogi Ómarsson

Tilvísun

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Eru litningar í rauðhærðum eitthvað gallaðir?“ Vísindavefurinn, 28. febrúar 2006, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=5675.

Þuríður Þorbjarnardóttir. (2006, 28. febrúar). Eru litningar í rauðhærðum eitthvað gallaðir? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=5675

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Eru litningar í rauðhærðum eitthvað gallaðir?“ Vísindavefurinn. 28. feb. 2006. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=5675>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Eru litningar í rauðhærðum eitthvað gallaðir?
Hér er einnig svarað spurningunum:

  • Hverjar eru líkurnar á því að barn verði rauðhært ef annað foreldrið er rauðhært en hitt ekki? (Arngrímur Vilhjálmsson)
  • Geta tvær rauðhærðar manneskjur eignast annað en rauðhærð börn? (Sigurjón Traustason)
  • Er rauðhært gen víkjandi. Ef svo er, þarf það þá ekki að koma frá báðum foreldrum svo að maður verði rauðhærður? (Hólmfríður H)

Húð- og hárlitur stafar af litarefninu melanín sem er myndað í litfrumum húðarinnar (e. melanocytes). Melanín er til í tveimur megingerðum; annars vegar er um að ræða eumelanín sem er svart eða brúnt á lit og hins vegar faeómelanín sem er rautt eða gult á lit. Eumelanín stuðlar að hárlit allt frá ljósu yfir í svart. Magn þess er það sem skiptir máli. Dökkt hár inniheldur mikið eumelanín en ljóst hár lítið. Faeómelanín kemur síðan inn í myndina og orsakar rautt hár. Eftir því sem meira er af því þeim mun rauðari er hárliturinn. Magn þessara tveggja litarefna ræður endanlegum hárlit.

Flestir hafa mjög lítið af faeómelaníni í hári sínu. Ástæðan er sú að til er gen, MC1R-genið, sem tjáir prótín sem er viðtaki á litfrumunum (MC1R = e. melanocortin 1 receptor). Þessi viðtaki er í himnu litfrumnanna og tekur á móti litfrumustýri- hormóninu melatóníni frá heiladingli. Þetta hormón veldur því að faeómelaníni er breytt í eumelanín og þess vegna ræðst hárliturinn eingöngu af magni eumelaníns í flestum.

Talið er að myndun eumelaníns sé dæmi um fjölgena erfðir, það er fleiri en ein genasamsæta hafa endanleg áhrif á magn þess og þar með húð- og hárlit. Áhrif allra melaníngenanna sem hver einstaklingur erfir leggjast saman. MC1R-genið er eitt þeirra.

Lítum þá á ástandið hjá rauðhærðum. Þekkt eru 4-5 afbrigði af MC1R-geninu sem valda því að viðtakinn tekur ekki á móti melatónín-hormóninu. Faeómelaníni er þá ekki breytt í eumelanín heldur safnast fyrir í hárinu og veldur rauðum lit þess. Vitað er að þessi stökkbreyttu gen eru víkjandi. Rauðhærður einstaklingur er arfhreinn um stökkbreytingu í þessu geni, sem þýðir að hann hefur erft hana frá báðum foreldrum sínum. Önnur einkenni sem fylgja eru fölleit húð og freknur. Ef einstaklingur er arfblendinn (hefur erft stökkbreytingu frá aðeins öðru foreldri sínu) hefur hann líklega fölleita húð og freknur og brennur auðveldlega, en hann er ekki endilega með rautt hár.

Séu báðir foreldrarnir rauðhærðir og arfhreinir um stökkbreytinguna er næsta víst að öll börn þeirra verði rauðhærð. Sé hins vegar aðeins annað foreldrið rauðhært fer það eftir því hvort hitt foreldrið sé arfblendið um stökkbreytinguna hvort börnin verða rauðhærð eða ekki. Sé það arfblendið eru helmingslíkur á að börn þeirra verði rauðhærð og helmingslíkur á að þau verði arfblendin. Ef það er hins vegar ekki með stökkbreytinguna verða öll börnin arfblendin.

Talið er að afbrigði í MC1R-geninu hafi fyrst komið fram fyrir 20-40 þúsund árum. Allir rauðhærðir hafa eitthvert afbrigði af þessu geni og eru komnir af evrópskum stofnum manna. Tíðni afbrigðanna er hæst í keltneskum löndum.

Rautt hár er algengast á norðurslóðum þar sem sólin er ekki eins sterk og sunnar. Þar sem melanín er mjög öflug sólarvörn og ver húðina fyrir útfjólubláum geislum sólar eru þeir sem hafa ljósa húð í hundraðfalt meiri hættu á að fá húðkrabbamein en þeir sem hafa dökka húð.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir og Myndir:

...