Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvort er krullað hár ríkjandi eða víkjandi?

Þuríður Þorbjarnardóttir

Krullað hár er víkjandi. Það þýðir að sá sem er með krullað hár hefur erft það frá báðum foreldrum sínum og er arfhreinn (homozygotic) hvað þennan eiginleika varðar. Einstaklingar með slétt hár eru annað hvort arfhreinir hvað slétt hár varðar og geta þá ekki eignast barn með krullur, eða þeir eru arfblendnir (heterozygotic) og geta þá eignast krullhært barn að því gefnu að hitt foreldrið sé einnig arfblendið hvað þennan eiginleika varðar. Ef báðir foreldrar eru með krullað hár (arfhreinir) er ómögulegt að barnið fái erfðaupplýsingar um slétt hár og því verður það með krullur.

Sjá einnig:



Mynd: HB

Höfundur

Útgáfudagur

13.6.2002

Spyrjandi

Anna Jónsdóttir

Tilvísun

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Hvort er krullað hár ríkjandi eða víkjandi?“ Vísindavefurinn, 13. júní 2002, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2488.

Þuríður Þorbjarnardóttir. (2002, 13. júní). Hvort er krullað hár ríkjandi eða víkjandi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2488

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Hvort er krullað hár ríkjandi eða víkjandi?“ Vísindavefurinn. 13. jún. 2002. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2488>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvort er krullað hár ríkjandi eða víkjandi?
Krullað hár er víkjandi. Það þýðir að sá sem er með krullað hár hefur erft það frá báðum foreldrum sínum og er arfhreinn (homozygotic) hvað þennan eiginleika varðar. Einstaklingar með slétt hár eru annað hvort arfhreinir hvað slétt hár varðar og geta þá ekki eignast barn með krullur, eða þeir eru arfblendnir (heterozygotic) og geta þá eignast krullhært barn að því gefnu að hitt foreldrið sé einnig arfblendið hvað þennan eiginleika varðar. Ef báðir foreldrar eru með krullað hár (arfhreinir) er ómögulegt að barnið fái erfðaupplýsingar um slétt hár og því verður það með krullur.

Sjá einnig:



Mynd: HB...