Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað hefur vísindamaðurinn Jón Hallsteinn Hallsson rannsakað?

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands

Vísindafélag Íslendinga - 100 ára
Jón Hallsteinn Hallsson er dósent í erfðafræði við Landbúnaðarháskóla Íslands og aðjúnkt við Læknadeild Háskóla Íslands. Rannsóknir Jóns snúa að því að auka skilning okkar á aðlögun landbúnaðar að norðurslóðum með rannsóknum á bæði nytjaplöntum og -dýrum auk sjúkdómsvalda sem kunna að hafa áhrif í landbúnaði. Hefðbundnum aðferðum sameindaerfðfræði er beitt ásamt rannsóknum á svipgerðum plantna og dýra. DNA úr núlifandi einstaklingum er greint og einnig svonefnt fornDNA. Með greiningum á fornDNA er markmiðið að öðlast innsýn inn í upphaf landbúnaðar á eyjunum í Norður-Atlantshafinu.

Jón er virkur í alþjóðlegu samstarfi og tekur þátt í fjölbreytilegum rannsóknarverkefnum, allt frá rannsóknum á plöntusjúkdómum yfir í hross og sauðfé. Hægt er að lesa meira um rannsóknir Jóns og félaga á heimasíðu rannsóknarhópsins ACANA.

Rannsóknir Jóns snúa að því að auka skilning okkar á aðlögun landbúnaðar að norðurslóðum með rannsóknum á bæði nytjaplöntum og -dýrum auk sjúkdómsvalda sem kunna að hafa áhrif í landbúnaði.

Jón lauk B.Sc.-prófi í sameindalíffræði frá Háskóla Íslands vorið 1999 og doktorsprófi frá Læknadeild árið 2006. Leiðbeinendur Jóns í doktorsverkefninu voru þeir Eriríkur Steingrímsson, prófessor við Læknadeild Háskóla Íslands, og Heinz Arnheiter, vísindamaður við National Institute of Neurological Disorders and Stroke, National Institutes of Health.

Doktorsverkefni Jóns fjallaði um stjórn á umritunarþáttum með eftirbreytni, þar sem tilraunlífverum og erfðabreytingum var beitt til að skilja betur þróun umræddra gena og stjórn þeirra í þroska lífvera. Að loknu doktorsnámi hóf Jón störf við þá nýstofnaðan Landbúnaðarháskóla Íslands og hefur starfað þar síðan. Samhliða störfum sínum við Landbúnaðarháskóla Íslands hefur Jón kennt allnokkuð, meðal annars við Háskóla Íslands og Listaháskóla Íslands, ásamt því að halda einstaka fyrirlestra hér og þar.

Mynd:
  • Úr safni JHH.

Útgáfudagur

6.1.2019

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Jón Hallsteinn Hallsson rannsakað?“ Vísindavefurinn, 6. janúar 2019, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=76945.

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2019, 6. janúar). Hvað hefur vísindamaðurinn Jón Hallsteinn Hallsson rannsakað? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=76945

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Jón Hallsteinn Hallsson rannsakað?“ Vísindavefurinn. 6. jan. 2019. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=76945>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað hefur vísindamaðurinn Jón Hallsteinn Hallsson rannsakað?
Jón Hallsteinn Hallsson er dósent í erfðafræði við Landbúnaðarháskóla Íslands og aðjúnkt við Læknadeild Háskóla Íslands. Rannsóknir Jóns snúa að því að auka skilning okkar á aðlögun landbúnaðar að norðurslóðum með rannsóknum á bæði nytjaplöntum og -dýrum auk sjúkdómsvalda sem kunna að hafa áhrif í landbúnaði. Hefðbundnum aðferðum sameindaerfðfræði er beitt ásamt rannsóknum á svipgerðum plantna og dýra. DNA úr núlifandi einstaklingum er greint og einnig svonefnt fornDNA. Með greiningum á fornDNA er markmiðið að öðlast innsýn inn í upphaf landbúnaðar á eyjunum í Norður-Atlantshafinu.

Jón er virkur í alþjóðlegu samstarfi og tekur þátt í fjölbreytilegum rannsóknarverkefnum, allt frá rannsóknum á plöntusjúkdómum yfir í hross og sauðfé. Hægt er að lesa meira um rannsóknir Jóns og félaga á heimasíðu rannsóknarhópsins ACANA.

Rannsóknir Jóns snúa að því að auka skilning okkar á aðlögun landbúnaðar að norðurslóðum með rannsóknum á bæði nytjaplöntum og -dýrum auk sjúkdómsvalda sem kunna að hafa áhrif í landbúnaði.

Jón lauk B.Sc.-prófi í sameindalíffræði frá Háskóla Íslands vorið 1999 og doktorsprófi frá Læknadeild árið 2006. Leiðbeinendur Jóns í doktorsverkefninu voru þeir Eriríkur Steingrímsson, prófessor við Læknadeild Háskóla Íslands, og Heinz Arnheiter, vísindamaður við National Institute of Neurological Disorders and Stroke, National Institutes of Health.

Doktorsverkefni Jóns fjallaði um stjórn á umritunarþáttum með eftirbreytni, þar sem tilraunlífverum og erfðabreytingum var beitt til að skilja betur þróun umræddra gena og stjórn þeirra í þroska lífvera. Að loknu doktorsnámi hóf Jón störf við þá nýstofnaðan Landbúnaðarháskóla Íslands og hefur starfað þar síðan. Samhliða störfum sínum við Landbúnaðarháskóla Íslands hefur Jón kennt allnokkuð, meðal annars við Háskóla Íslands og Listaháskóla Íslands, ásamt því að halda einstaka fyrirlestra hér og þar.

Mynd:
  • Úr safni JHH.

...