Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 233 svör fundust
Er það satt að maður komist í samband við anda í andaglasi?
Hugmyndin um andaglas er yfirnáttúrleg. Meginstef vísinda er hins vegar lögmál náttúru og samfélags og þess vegna geta vísindin lítið sagt um það sem sem er handan þeirra lögmála. Um þetta má lesa meira í svari við spurningunni Hvað segja vísindin um yfirnáttúrleg fyrirbæri? eftir Eyju Margréti Brynjarsdóttur og Þ...
Af hverju er svona mikill munur á útliti og persónuleika fólks?
Hægt er að skilja þessa spurningu þannig að lesandi vilji vita hvers vegna tiltekið útlit og persónuleiki fari ekki saman. Hér verður aftur á móti gert ráð fyrir að spurt sé um hvers vegna munur sé á milli manna í útliti og persónueinkennum, það er af hverju það eru ekki allir eins. Spurningin um hvað ráði því ...
Hvers vegna er latneski texti jólaguðspjallsins stundum "sem hann hefur velþóknun á" en annars "sem hafa góðan vilja"?
Í latnesku biblíuþýðingunni Vulgata, sem er meðal elstu og frægustu biblíuþýðinga, er síðari hluti englasöngsins á jólanóttina samkvæmt Lúkasarguðspjalli (2.14) svona: et in terra pax hominibus bonae voluntatis, sem þýðir orðrétt „og friður á jörðu til handa mönnum góðs vilja.“ Latneska textann hafa menn gjarna sk...
Er hægt að stýra myndun koltvísýrings með því að velja rétt eldsneyti?
Spyrjandi bætir líka við:Er eldsneyti jarðarbúa eins slæmt að þessu leyti nú og fyrir hálfri öld?Svarið við fyrri spurningunni er að sannarlega er unnt að stýra myndun koltvísýrings, eða CO2, með vali eldsneytis. Þá er hlutfall kolefnis og vetnis mikilvægt og æskilegt að velja það eldsneyti þar sem þetta hlutfall ...
Er til íslensk hjátrú um norðurljós?
Ekki er mikið um íslenska hjátrú sem tengist norðurljósum. Þó eru einstaka dæmi um slíkt. Sagt er að mikil hreyfing norðurljósa og litbrigði viti á hvassviðri en liggi þau kyrr sé von á stillum. Einnig telja sumir að þegar norðurljós sjáist seint á vetri sé enn að vænta snjókomu. Rauð norðurljós eru ófriðarboð...
Hvað dreymir þá sem fæðast blindir? Þarf maður ekki að hafa séð hlutina til að geta dreymt þá?
Margir hafa spurt um svipað efni. Aðrir spyrjendur eru: Eyrún Sævarsdóttir, f. 1988, Daði, Kristín Ólafsdóttir, f. 1989, Davíð Hrafnsson, Marinó M. Magnússon, Gunnar Pálmason, Ási, f. 1987, Helga Einarsdóttir, Nicholas O'Keeffe, Ragnar Jón Hrólfsson, Steinar Ólafsson, f. 1988, Oddný Rósa, f. 1987, Eydís Arna Sig...
Hvað getið þið sagt mér um drauginn Kampholtsmóra?
Kampholtsmóri hét upphaflega Skerflóðsmóri. Sagt er að nokkru eftir Skaftárelda hafi Eiríkur bóndi á Borg í Hraunshverfi á Eyrarbakka úthýst dreng nokkrum austan úr Skaftafellssýslu. Hann fannst svo drukknaður í tjörn þeirri skammt frá Borg sem heitir Skerflóð. Drengurinn fylgdi síðan Eiríki bónda og sonardætrum h...
Eru til kvenkyns raðmorðingjar?
Afbrotafræðingar skilgreina raðmorðinga (e. serial killer) sem einstakling sem framið hefur þrjú manndráp eða fleiri í þremur eða fleiri aðgreindum skiptum. Til eru ólíkar tegundir raðmorðingja. Algengasta tegundin er sá sem haldinn er kvalalosta eða ofríki á háu stigi. Aileen Wuornos myrti sjö karla og hlaut da...
Af hverju virðast æðarnar á okkur bláar þótt blóðið sé rautt?
Blóðið í æðum okkar er yfirleitt rautt að lit. Þetta vita flestir sem hafa fengið sár sem blæðir úr. Rauði liturinn stafar af svokölluðu hemóglóbíni (e. hemoglobin), eða blóðrauða. Hemóglóbín sér um að flytja súrefni um líkamann með því að binda súrefnið við járn. Við þessa bindingu verður blóðið ljósrautt, en í s...
Er plokkfiskur séríslenskur réttur og hvað er þetta plokk í heitinu?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Ég er með spurningu um hvort að plokkfiskur sé séríslenskur eða hvort við urðum fyrir áhrifum frá öðrum þjóðum? Stutta svarið við spurningunni er að plokkfiskur berst væntanlega til okkar frá Danmörku, enda er orðið sjálft tökuorð úr dönsku. Þar er heitið plukfisk nota...
Er það rétt í Da Vinci lyklinum að á kirkjuþingi hafi verið kosið um hvort Jesús væri dauðlegur maður eða heilagur?
Það er rétt að árið 325 var haldið kirkjuþing í bænum Níkeu í Litlu-Asíu sem kallað var saman til þess að kveða niður deilur í kirkjunni um samband Jesú og Guðs. Hins vegar er það ekki rétt sem fram kemur í bókinni um Da Vinci lykilinn að fram að þeim tíma hafi „fylgismenn Jesú litið svo á að hann væri dauðlegur s...
Hvernig lýsir félagsfælni sér og er hún algengt vandamál?
Á sumrin fer fólk að sækja meira í það að vera sem mest úti að njóta veðurblíðunnar. Miðbærinn fyllist af fólki og um hverja helgi býr fólk til ástæðu að fara úr bænum og njóta sveitasælunnar í góða veðrinu. Fyrir flestum er þetta því indæll tími, fullur af skemmtilegum stundum með vinum og vandamönnum, en fyrir ö...
Hvernig virkar hugræn atferlismeðferð og hvernig framkvæmir maður hana?
Í þessu svari er leitast við að útskýra hugræna atferlismeðferð sem meðferð við ofsakvíða. Hugræn atferlimeðferð er hins vegar gagnlegt meðferðarúrræði við hinum ýmsu kvillum svo sem almennum kvíða, þunglyndi og fælni. Hugræn atferlismeðferð er tvíþætt. Annars vegar er leitast við að breyta hugarfari sem stuðla...
Geta hljóð eins og I-Doser valdið vímu eða öðrum jafnvel skaðlegum áhrifum á hugarstarf og líðan?
Undanfarið hefur svokallaður I-Doser verið nokkuð í fréttum, en um er að ræða hljóðskrár sem sagðar eru geta haft veruleg áhrif á hugarástand fólks. Framleiðandi hljóðskránna heldur því fram að þær „samstilli heilabylgjurnar“ með „tvíhlustarslætti“ (e. binaural beats). Þannig geti þær haft sefandi áhrif og jaf...
Hví eru sumir geðveikir? Hvað gerir fólk geðveikt?
Fjallað er um geðveiki í svari Heiðdísar Valdimarsdóttur við spurningunni Hvað er geðveiki? Þar kemur fram að þegar talað er um geðveiki er oftast átt við geðklofa og geðhvarfasýki. Einkenni geðveiki eru alvarlegar andlegar truflanir, svo sem ranghugmyndir eða ofskynjanir og skert raunveruleikaskyn. Um ástæður ...