Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 177 svör fundust

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Getið þið sagt mér eitthvað um eyðimerkurref?

Eyðimerkurrefur (Vulpes zerda), sem stundum er kallaður fennec-refur, er smávaxinn refur sem finnst á eyðimerkursvæðum norður Afríku (Sahara) og á Arabíuskaga. Hann lifir víðsvegar í Norður-Afríku og í miðri Sahara-eyðimörkinni og virðist dafna vel á þurrustu og verstu eyðimerkursvæðunum í Norður-Sahara. Útbreiðs...

category-iconJarðvísindi

Hvernig er hægt að vita að eldgos sé yfirvofandi?

Upprunalegu spurningarnar hljóðuðu svona: Hvaða ár kemur næst eldgos? Eru væntanleg eldgos á Íslandi? Eldgos gera oft og tíðum boð á undan sér. Aukin jarðskjálftavirkni, landris og breytingar á jarðhita og gasútstreymi eru alltíðir fyrirboðar eldgosa. Ekkert er þó algilt í því efni. Sum eldfjöll gjósa á...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Er ekki til vindhitun þegar lofthiti fer yfir 37 stig, líkt og vindkæling annars?

Upphafleg spurning var svona: Fyrst vindkæling er til þegar vindurinn tekur burt loft sem líkaminn hitar þannig að líkaminn verður að hita upp nýtt loft (ef þetta er rangt verðið þið að leiðrétta það líka!), ætti þá ekki að vera „vindhitun“ þegar lofthiti fer yfir 37 gráður?Svarið er í stuttu máli jú; slík hitun e...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvers vegna eru pöndur í útrýmingarhættu?

Hér er einnig svarað spurningunum:Hvað lifa pöndur lengi?Í hvaða löndum lifa pöndur?Hvað heita karldýr, kvendýr og afkvæmi panda? Fornleifarannsóknir hafa leitt í ljós að á ísaldartímabili jarðar (pleistósen), fyrir um 2,6 milljónum til 10.000 árum, lifði risapandan (Ailuropoda melanoleuca) á nokkuð víðáttumiklu ...

category-iconLæknisfræði

Hvernig kyngjum við og af hverju eigum við stundum erfitt með að kyngja?

Á hverjum degi kyngir maður um 1500 ml af mat og drykk auk munnvatns, sem er mælt á annan lítra á sólarhring. Fjöldi kynginga á dag er talinn vera um 600; 200 kyngingar fara fram við neyslu matar og drykkjar, og um 400 án þess að einhvers sé neytt samhliða, þar af 350 á daginn og 50 á nóttunni. Eðlileg kyngin...

category-iconHagfræði

Hver er lægsta upphæð sem dugir til framfærslu á mánuði á Íslandi?

Upphaflega spurningin var í tvennu lagi. Hér er síðari hlutanum svarað. Öll spurningin var þessi: Hver eru lágmarkslaun á Íslandi? Hver er talin lágmarks upphæð í krónum til framfærslu einstaklings? Eins og fram kemur í svari við spurningunni Hver eru lágmarkslaun á Íslandi? er óheimilt að greiða lægri lau...

category-iconStjarnvísindi: almennt

Af hverju heitir árið ekki sólarhringur og sólarhringur ekki jarðarhringur?

Þetta er ágætis spurning og væntanlega finnst spyrjendum að orðin tvö sem þeir leggja til nái betur utan um fyrirbærin sem þau eiga að lýsa. Að sólarhringur í merkingunni sá tími sem það tekur jörðina að ganga umhverfis sólina og jarðarhringur í merkingunni sá tími sem það tekur jörðina að snúast um möndul sinn, s...

category-iconTrúarbrögð

Hvað gerist ef vísindin sanna að Guð er ekki til og var aldrei til?

Ólíklegt er að nokkuð muni gerast eða að einhver „sönnun" af því tagi sem spyrjandi gerir ráð fyrir muni hafa eitthvert raunverulegt gildi. Sannast sagna hafa vísindamenn og heimspekingar oft talið sig hafa lagt fram fullgild rök og jafnvel sannanir fyrir annað tveggja tilveru Guðs eða hinu að hann hafi aldrei ver...

category-iconHeimspeki

Er hægt að segja að talan 0 sé eining, öllu heldur sem eitthvað, jafnvel áþreifanlegt?

Elstu menningarþjóðirnar, Forn-Egyptar, Majar, Kínverjar og Súmerar, virðast hafa haft hugtakið "núll", en sérstakt tákn var þó ekki notað fyrir það nema stundum til að gefa til kynna eyðu á milli annarra tölustafa. Fyrsta notkun á tölustafnum "0" (það er samsvarandi tákni) á sama hátt og hann er notaður í dag kem...

category-iconFélagsvísindi almennt

Ef samkynhneigður maður í sambandi með öðrum karlmanni breytir um kyn, hættir þá hinn aðilinn að vera hommi?

Það að beina sjónum að maka, og nánar tiltekið kynhneigð maka, þeirra sem fara í kynskiptaaðgerð, er satt að segja harla einkennileg og gátukennd aðferð. Sannarlega eru dæmi um að fólk sem fer í kynskiptaaðgerð eigi sambönd eða hjónabönd að baki og því má alveg eins spyrja hvort kona sem gift er karlmanni sem síða...

category-iconHeimspeki

Hvenær verður teinn að öxli?

Þessa spurningu má skilja á mismunandi vegu. Til dæmis ræðst það af því hvernig orðin teinn og öxull eru túlkuð. Sumir telja til dæmis að sverleiki ráði því hvort sívalningur kallast öxull eða teinn. Spurningunni um hvernig greina skuli öxla frá teinum með tilliti til sverleika hefur verið svarað hér af Ólafi Páli...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Af hverju eru bara tólf mánuðir í árinu?

Hér er einnig svarað eftirfarandi spurningum:Hvaða ár er í Kína og af hverju eru þeir ekki með sama tímatal og við? Garðar JónssonAf hverju er ekki 13 mánuðir í ári, það myndi passa akkúrat? Ingibjörg SigfúsdóttirAf hverju eru í árinu 12 mánuðir, 56 vikur og 356 dagar? Víkingur FjalarHvenær eru áramót hjá þeim se...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig er hægt að verjast tölvuveirum og öðrum hættum á netinu?

Hér verður eftirfarandi spurningum svarað: Hvernig er hægt að verjast tölvuveirum og öðrum hættum á netinu? Hvers vegna sleppa veirur stundum í gegnum veiruvarnir? Hvers vegna eru til tölvuveirur, er ekki hægt að útrýma þeim? Hvað er trójuhestur í tölvum og af hverju sleppur hann oft í gegnum e...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvað er lyfleysa og lyfleysuáhrif og geta þau hjálpað sjúklingum?

Við klínískar rannsóknir á virkni lyfjaefna er rannsóknin oft gerð með notkun lyfjaefnis og lyfleysu (e. placebo) eða sýndarlyfs sem er eins að útliti og bragði og lyfjaefnið. Rannsóknin er oft tvíblind þar sem hvorki sjúklingar né rannsakendur vita hver fær hið virka efni og hver fær lyfleysuna. Við mat á niðurst...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Væri hægt að búa til norðurljós á himninum með leysigeislum?

Þegar stjörnufræðingar skoða og taka myndir af stjörnuhimninum í gegnum sjónauka, nota þeir fjarhrif leysigeisla til að leiðrétta fyrir tifi á ljósi á leið sinni gegnum andrúmsloftið. Þetta gera þeir með manngerðri grænni leysistjörnu. Hún er mynduð í háloftunum með stöðugum geisla leysis. Leysirinn varpar grænu l...

Fleiri niðurstöður