Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 608 svör fundust
Er hægt að senda fólk á milli staða með teleport-tækni? - Myndband
Engin þekkt tækni eða eðlisfræðileg lögmál leyfa slíkan flutning á efni milli staða þannig að svarið við spurningunni er ótvírætt nei! Hins vegar hefur hugtakið "quantum teleportation" verið notað fyrir flutning á ástandi skammtafræðilegs kerfis. Slíkan „ástandsflutning“ má til dæmis framkvæma með því að senda ...
Hver var Björn Sigurðsson og hvert var hans framlag til vísinda?
Björn Sigurðsson (1913-1959) læknir var fyrsti forstöðumaður Tilraunastöðvar Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum. Björn lést um aldur fram og hafði þá aðeins verið rúman áratug í starfi forstöðumanns að Keldum. Á stuttri ævi náði hann ótrúlegum árangri í rannsóknum á sviði meinafræði, bakteríufræði, veirufræði,...
Af hverju eru ráðherrar hæstvirtir en þingmenn háttvirtir?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Hví eru á alþingi ráðherrar hæstvirtir en þingmenn háttvirtir? Þingið er æðst. Ráðherrar án þingsætis ættu að vera háttvirtir en þingmenn hæstvirtir. Ráðherrar standa hærra í metorðastiga Alþingis en almennir þingmenn og er hæstvirtur því áskilið kurteisisorð um þá og um fo...
Hver er munurinn á ísjaka og borgarísjaka?
Með borgarís eða borgarísjaka er einvörðungu átt við ís sem á uppruna sinn að rekja til jökuls á þurru landi. Þegar skriðjökull nær í sjó fram brotnar smám saman framan af jöklinum. Háreistur borgarís myndast þá og tekur að reka á haf út. Fyrr eða síðar brotnar borgarísinn og úr verða borgarbrot sem bráðna síðan í...
Hvernig stendur á því að við segjum Sigurðardóttir en Sigurðsson, þ.e. höfum tvær mismunandi eignarfallsendingar?
Eignarfall nafnsins Sigurður var í elsta máli nær alltaf Sigurðar. Sama gilti um nafnið Guðmundur, í eignarfalli Guðmundar. Nafnið Magnús var einnig í eignarfalli Magnúsar en sem föðurnafn Magnússon, Magnúsdóttir, þ.e. -son/dóttir er skeytt aftan við stofn nafnsins og virðist það hafa verið ríkjandi venja fram til...
Af hverju heitir brekkan sem er skammt austan Litlu-Kaffistofunnar Draugahlíðarbrekka?
Samkvæmt Árbók Ferðafélags Íslands 2003 mun nafnið Draugahlíðarbrekka ekki vera mjög gamalt. Þór Vigfússon höfundur bókarinnar segir að á þessum slóðum kunni að vera beinaleifar. Sagnir séu um að Margrét, bóndadóttir úr Flóa, hafi lagst út laust eftir 1800 nálægt gömlu þjóðleiðinni og rænt ferðamenn. Guðmundur bón...
Mætti nota erlenda bókstafi eða tölustafi sem listabókstafi í íslenskum kosningum?
Í 38. grein laga um kosningar til Alþingis segir meðal annars:Dómsmálaráðuneytið skal þegar tilkynna stjórnmálasamtökum, sem eru á skrá, um ný stjórnmálasamtök sem tilkynnt eru og um ósk þeirra um listabókstaf. Ákveður ráðuneytið bókstaf nýrra samtaka að fengnum óskum þeirra og með hliðsjón af listabókstöfum annar...
Hvernig myndaðist Kerið í Grímsnesi og hvers vegna er vatn í því?
Ef gengið er kringum Kerið sést að það er einfaldlega stór gjallgígur — einn af mörgum gígum sem gusu þarna fyrir 5000-6000 árum og mynduðu Grímsneshraunin. Innan á gígveggjum Kersins, þar sem rautt gjall er áberandi, má einnig víða sjá hraunslettur sem runnið hafa saman í lög og linsur. Fyrrum töldu sumir að Keri...
Af hverju eru trýni á hundum alltaf blaut?
Nef hunda er venjulega rakt. Á trýni hunda eru frumur sem seyta vökva (e. mucus) og þannig helst trýnið rakt og hundarnir viðhalda sínu gríðarlega næma þefskyni, en nefið er sjálfsagt það skynfæri sem hundar styðjast helst við. Hundaeigendur kannast vel við að hundar sleiki á sér trýnið. Vökvinn sem frumurnar ...
Hvaðan fær Hvammstangi nafn sitt?
Hvammstangi. Hvammstangi er kauptún við austanverðan Miðfjörð í V-Húnavatnssýslu. Það er byggt við samnefndan tanga úr Hvammslandi, landi jarðanna Kirkjuhvamms og Syðsta-Hvamms, en stórir hvammar eru í hlíðum Vatnsnesfjalls ofan kaupstaðarins. Tanginn er rétt norðan við Hvammsána og er eini eiginlegi tanginn...
Hvað gera ráðherrar?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Hverjir eru ráðherrarnir og hvað gera þeir (starfslýsing)? Ráðherrarnir fara með framkvæmdavald ríkisins, ásamt forseta Íslands, og hafa yfirumsjón með málum sem heyra undir þeirra ráðuneyti. Þannig er það í þeirra verkahring að setja í framkvæmd ýmis mál sem þarf að vinna...
Hver skrifaði Njálu og hvenær var hún skrifuð?
Höfundur Njálu er óþekktur. Hvergi í handritum sögunnar né í neinum fornum heimildum er þess getið hver hafi skrifað hana. Sagan sjálf gefur heldur engar upplýsingar sem geti leyft ótvíræða ályktun um þetta. Á síðari tímum hafa margar tilraunir verið gerðar til að leiða líkur að því hver höfundurinn sé. Í formá...
Hvaða rannsóknir hafa verið stundaðar á lífríki Surtseyjar?
Surtsey myndaðist í eldgosi sem hófst á sjávarbotni 1963 og stóð yfir með hléum til 1967. Vísindamönnum varð snemma ljóst að myndun eyjunnar gaf ekki aðeins einstakt tækifæri til að rannsaka virka jarðfræðilega ferla heldur einnig landnám lífríkis á nýju landi. Grannt hefur verið fylgst með landnámi tegunda all...
Af hverju svitnar maður?
Við svitnum ef okkur verður of heitt. Þegar okkur hitnar beinum við heitu blóðinu út í æðakerfi svonefndrar leðurhúðar sem er undir þynnri yfirhúð, en það er ytra lag húðarinnar. Samtímis eykst framleiðni svitakirtla og húðin á okkur verður rök. Svitinn gufar upp af húðinni og við það kólnar hún og kælir blóði...
Fer sýra, til dæmis úr sítrónu, illa með tennur?
Í sítrónum er sítrónusýru sem er glerungseyðandi og getur farið mjög illa með tennurnar. Það sama gildir því um neyslu sítrónunnar og annarra glerungseyðandi matvæla, að það á að gæta þess að neyta þeirra í hófi. Drykkir sem innihalda sítrónusýru eru allir glerungseyðandi en sítrónusýru er að finna í flestum svala...