Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Ef gengið er kringum Kerið sést að það er einfaldlega stór gjallgígur — einn af mörgum gígum sem gusu þarna fyrir 5000-6000 árum og mynduðu Grímsneshraunin. Innan á gígveggjum Kersins, þar sem rautt gjall er áberandi, má einnig víða sjá hraunslettur sem runnið hafa saman í lög og linsur. Fyrrum töldu sumir að Kerið væri sprengigígur, líkt og Grænavatn hjá Krísuvík, sem myndast hefði í einni sprengingu. En svo var ekki og gosið sem myndaði Kerið hefur tekið nokkurn tíma. Rauði liturinn á gjallinu stafar af oxun járnsins í kvikunni (hematít), sem sennilega hefur orðið fyrir áhrif grunnvatns.
Kerið í Grímsnesi.
Vatnið í Kerinu er einnig grunnvatn. Í formála (Prologus) Gylfaginningar lýsir Snorri Sturluson hugmyndum fornmanna um jörðina. Þar segir:
Það hugsuðu þeir og undruðust, hví það myndi gegna, er jörðin og dýrin og fuglarnir höfðu saman eðli í sumum hlutum og þó ólík að hætti. Það var eitt eðli að jörðin var grafin í hám fjalltindum og spratt þar vatn upp, og þurfti þar eigi lengra að grafa til vatns en í djúpum dölum. Svo eru og dýr og fuglar, að jafnlangt er til blóðs í höfði og fótum.
Sigurður Steinþórsson. „Hvernig myndaðist Kerið í Grímsnesi og hvers vegna er vatn í því?“ Vísindavefurinn, 2. mars 2006, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=5681.
Sigurður Steinþórsson. (2006, 2. mars). Hvernig myndaðist Kerið í Grímsnesi og hvers vegna er vatn í því? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=5681
Sigurður Steinþórsson. „Hvernig myndaðist Kerið í Grímsnesi og hvers vegna er vatn í því?“ Vísindavefurinn. 2. mar. 2006. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=5681>.