Hví eru á alþingi ráðherrar hæstvirtir en þingmenn háttvirtir? Þingið er æðst. Ráðherrar án þingsætis ættu að vera háttvirtir en þingmenn hæstvirtir.Ráðherrar standa hærra í metorðastiga Alþingis en almennir þingmenn og er hæstvirtur því áskilið kurteisisorð um þá og um forseta Alþingis. Þingmenn eru aftur á móti í ávarpi á þingi háttvirtir, stigi neðar, samanber stigbreytingu lýsingarorðsins hár (hár-hærri-hæstur). Þannig ávarpaði Jón Sigurðsson þingmenn 1849:
Hátt virtu alþíngismenn og meðbræður.Hæstvirtur virðist hafa verið notað á 19. öld og eitthvað fram eftir þeirri tuttugustu sem kurteisisorð í ávarpi samanber:
Ég þakka yður […] fyrir yðar hæstvirta bréf.
Hæstvirti ástkæri vinur minn.
- Dæmin eru úr seðlasafni Orðabókar Háskólans: Ritmálssafn Orðabókar Háskólans. Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. (7.4.2023).
- Althingi.png - Wikimedia Commons. Höfundur myndar: Bragi Thór Josefsson,