Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaða rannsóknir hafa verið stundaðar á lífríki Surtseyjar?

Olga Kolbrún Vilmundardóttir og Lovísa Ásbjörnsdóttir

Surtsey myndaðist í eldgosi sem hófst á sjávarbotni 1963 og stóð yfir með hléum til 1967. Vísindamönnum varð snemma ljóst að myndun eyjunnar gaf ekki aðeins einstakt tækifæri til að rannsaka virka jarðfræðilega ferla heldur einnig landnám lífríkis á nýju landi.

Grannt hefur verið fylgst með landnámi tegunda allt frá myndun eyjarinnar og má segja að vöktun landnáms og útbreiðslu tegunda, hvort sem er á landi, í fjörum eða á grunnsævi, sé grunnur rannsókna á lífríki Surtseyjar.

Landnám æðplantna hefur verið vaktað óslitið ár hvert frá 1965. Í upphafi var hver planta merkt, skráð inn á kort af eynni og vöxtur hennar, blómgun og fræmyndun skráð. Þegar plöntur tóku að fella fræ fjölgaði þeim ört og annarra leiða til vöktunar varð þörf. Árið 1967 var útbúið reitakerfi með 100x100 m (1 ha) reitum um alla eyna. Byggja skráningar á fundarstöðum æðplantna, mosa, fléttna og sveppa meðal annars á þessu reitakerfi. Fundarstaðir æðplantna voru í fyrstu skráðir ár hvert í reitakerfinu en hin síðari ár hefur mat á útbreiðslu æðplantna fyrir eyna í heild farið fram á um það bil tíu ára fresti. Í árlegum leiðöngrum í eyna er kannað hvort nýjar tegundir hafi numið land og staðsetning þeirra skráð með GPS-tækjum og jafnframt skoðað hvernig þeim sjaldgæfustu reiðir af. Á svipaðan máta er fylgst með landnámi fléttutegunda og mat á útbreiðslu þeirra framkvæmt reglulega sem og landnámi mosa og sveppa þótt þar hafi lengra liðið á milli matsára.

Árið 1990 voru settir niður fastir vöktunarreitir við mismunandi aðstæður í eynni í því skyni að mæla breytingar á gróðurþekju og tegundasamsetningu plantna. Í þessum reitum eru jafnframt gerðar mælingar á þróun landvistkerfa, svo sem mælingar á lífmassa gróðurs, jarðvegseiginleikum, smádýrum og vistkerfisvirkni, til dæmis öndun og niðurbrotshraða. Þá er þéttleiki hreiðra sjófugla metinn ár hvert við reitina til leggja mat á aðflutning næringarefna með sjófuglum.

Sílamáfar hófu varp í hrauninu á suðurhluta Surtseyjar 1985. Varpið hefur stækkað ár frá ári og telur nú hundruð varppara. Með tilkomu varpsins urðu þáttaskil í landnámi plantna vegna aðflutnings næringarefna. Ljósm. Borgþór Magnússon.

Sjófuglar tóku fljótlega að venja komur sínar í Surtsey og var hver tegund sem sást í eða við eyna skráð niður. Bjargfuglar, það er teista og fýll, verptu fyrst í Surtsey 1970 og hefur staðfest varp fuglategunda verið metið í árlegum leiðöngrum. Þétt máfavarp, aðallega sílamáfur en einnig svartbakur, tók að myndast í eynni um 1985 og hefur vaxið upp frá því. Lengi vel var fjöldi fugla í máfavarpinu og umfang þess metið árlega en vegna mikillar fjölgunar fugla hin síðari ár hefur lengra liðið á milli heildartalninga varpfugla í Surtsey.

Smádýr fóru snemma að berast til Surtseyjar en í fyrstu var útbreiðsla þeirra einkum bundin við ströndina þar sem plöntur höfðu helst numið land og reki barst inn á tangann. Landnám smádýra hefur verið þétt vaktað frá upphafi en smádýrum er safnað um alla eyna í árlegum rannsóknaleiðöngrum og þeirra leitað undir steinum í hraunum og rekaviði á tanganum. Þá er þeim safnað með háfun og í ýmsar gildrur sem settar eru upp í máfavarpi og föstum vöktunarreitum.

Smádýrum er safnað með ýmsum hætti í Surtsey. Hér sést tjaldgildra sem staðsett er í miðju máfavarpsins á suðurhluta eyjunnar en smádýrum er einnig safnað með háfun og í fallgildrur. Ljósm. Borgþór Magnússon.

Fylgst hefur verið með landnámi lífvera í fjörum og á grunnsævi í kringum eyjuna frá því að gos hófst og strax árið 1964 fundust sjávarkísilþörungar á nýmynduðu hrauninu á grunnsævi eyjunnar. Í upphafi fóru rannsóknir á landnámi fram árlega en hin síðari ár hefur lengra liðið á milli úttekta. Í fjörum hefur fjöldi þörungategunda verið skráður sem og fjöldi þarategunda neðan stórstreymisfjöru. Þá hafa tegundir botndýra og dreifing þeirra verið skráðar í fjörum og neðan fjöru niður á 30 m dýpi.

Norðurtangi Surtseyjar er eini hluti fjörunnar á eyjunni sem nýtur nokkurs skjóls fyrir úthafsöldunni en hann er samsettur af lábörðum hnullungum og sandi. Tanginn liggur lágt yfir sjávarmáli sem, ásamt lítilli truflun manna og nálægð við fengsæl fiskimið, gerir hann ákjósanlegan fyrir seli til hvíldar og kæpingar. Fjöldi sela í Surtsey er metinn reglulega eftir tegundum og aldri um leið og talningar fara fram á landsvísu.

Útselir að hausti á norðurtanga Surtseyjar. Ljósm. Erling Ólafsson.

Í Surtsey er sjálfvirk veðurstöð sem safnað hefur gögnum um hitafar og úrkomu frá 2009. Í veðurstöðinni er jafnframt vefmyndavél. Gögn úr veðurstöðinni veita mikilvægar bakgrunnsupplýsingar um veðurfar og önnur tíðindi frá eynni.

Niðurstöður rannsókna sem gerðar hafa verið í Surtsey hafa birst á ýmsum vettvangi, meðal annars í fræðiritinu Surtsey Research sem Surtseyjarfélagið gefur út.

Heimildir:

Höfundar

Olga Kolbrún Vilmundardóttir

landfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands

Lovísa Ásbjörnsdóttir

jarðfræðingur við Náttúrfræðistofnun Íslands

Útgáfudagur

20.11.2023

Spyrjandi

Einar Sindri

Tilvísun

Olga Kolbrún Vilmundardóttir og Lovísa Ásbjörnsdóttir. „Hvaða rannsóknir hafa verið stundaðar á lífríki Surtseyjar?“ Vísindavefurinn, 20. nóvember 2023, sótt 24. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=85775.

Olga Kolbrún Vilmundardóttir og Lovísa Ásbjörnsdóttir. (2023, 20. nóvember). Hvaða rannsóknir hafa verið stundaðar á lífríki Surtseyjar? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=85775

Olga Kolbrún Vilmundardóttir og Lovísa Ásbjörnsdóttir. „Hvaða rannsóknir hafa verið stundaðar á lífríki Surtseyjar?“ Vísindavefurinn. 20. nóv. 2023. Vefsíða. 24. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=85775>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaða rannsóknir hafa verið stundaðar á lífríki Surtseyjar?
Surtsey myndaðist í eldgosi sem hófst á sjávarbotni 1963 og stóð yfir með hléum til 1967. Vísindamönnum varð snemma ljóst að myndun eyjunnar gaf ekki aðeins einstakt tækifæri til að rannsaka virka jarðfræðilega ferla heldur einnig landnám lífríkis á nýju landi.

Grannt hefur verið fylgst með landnámi tegunda allt frá myndun eyjarinnar og má segja að vöktun landnáms og útbreiðslu tegunda, hvort sem er á landi, í fjörum eða á grunnsævi, sé grunnur rannsókna á lífríki Surtseyjar.

Landnám æðplantna hefur verið vaktað óslitið ár hvert frá 1965. Í upphafi var hver planta merkt, skráð inn á kort af eynni og vöxtur hennar, blómgun og fræmyndun skráð. Þegar plöntur tóku að fella fræ fjölgaði þeim ört og annarra leiða til vöktunar varð þörf. Árið 1967 var útbúið reitakerfi með 100x100 m (1 ha) reitum um alla eyna. Byggja skráningar á fundarstöðum æðplantna, mosa, fléttna og sveppa meðal annars á þessu reitakerfi. Fundarstaðir æðplantna voru í fyrstu skráðir ár hvert í reitakerfinu en hin síðari ár hefur mat á útbreiðslu æðplantna fyrir eyna í heild farið fram á um það bil tíu ára fresti. Í árlegum leiðöngrum í eyna er kannað hvort nýjar tegundir hafi numið land og staðsetning þeirra skráð með GPS-tækjum og jafnframt skoðað hvernig þeim sjaldgæfustu reiðir af. Á svipaðan máta er fylgst með landnámi fléttutegunda og mat á útbreiðslu þeirra framkvæmt reglulega sem og landnámi mosa og sveppa þótt þar hafi lengra liðið á milli matsára.

Árið 1990 voru settir niður fastir vöktunarreitir við mismunandi aðstæður í eynni í því skyni að mæla breytingar á gróðurþekju og tegundasamsetningu plantna. Í þessum reitum eru jafnframt gerðar mælingar á þróun landvistkerfa, svo sem mælingar á lífmassa gróðurs, jarðvegseiginleikum, smádýrum og vistkerfisvirkni, til dæmis öndun og niðurbrotshraða. Þá er þéttleiki hreiðra sjófugla metinn ár hvert við reitina til leggja mat á aðflutning næringarefna með sjófuglum.

Sílamáfar hófu varp í hrauninu á suðurhluta Surtseyjar 1985. Varpið hefur stækkað ár frá ári og telur nú hundruð varppara. Með tilkomu varpsins urðu þáttaskil í landnámi plantna vegna aðflutnings næringarefna. Ljósm. Borgþór Magnússon.

Sjófuglar tóku fljótlega að venja komur sínar í Surtsey og var hver tegund sem sást í eða við eyna skráð niður. Bjargfuglar, það er teista og fýll, verptu fyrst í Surtsey 1970 og hefur staðfest varp fuglategunda verið metið í árlegum leiðöngrum. Þétt máfavarp, aðallega sílamáfur en einnig svartbakur, tók að myndast í eynni um 1985 og hefur vaxið upp frá því. Lengi vel var fjöldi fugla í máfavarpinu og umfang þess metið árlega en vegna mikillar fjölgunar fugla hin síðari ár hefur lengra liðið á milli heildartalninga varpfugla í Surtsey.

Smádýr fóru snemma að berast til Surtseyjar en í fyrstu var útbreiðsla þeirra einkum bundin við ströndina þar sem plöntur höfðu helst numið land og reki barst inn á tangann. Landnám smádýra hefur verið þétt vaktað frá upphafi en smádýrum er safnað um alla eyna í árlegum rannsóknaleiðöngrum og þeirra leitað undir steinum í hraunum og rekaviði á tanganum. Þá er þeim safnað með háfun og í ýmsar gildrur sem settar eru upp í máfavarpi og föstum vöktunarreitum.

Smádýrum er safnað með ýmsum hætti í Surtsey. Hér sést tjaldgildra sem staðsett er í miðju máfavarpsins á suðurhluta eyjunnar en smádýrum er einnig safnað með háfun og í fallgildrur. Ljósm. Borgþór Magnússon.

Fylgst hefur verið með landnámi lífvera í fjörum og á grunnsævi í kringum eyjuna frá því að gos hófst og strax árið 1964 fundust sjávarkísilþörungar á nýmynduðu hrauninu á grunnsævi eyjunnar. Í upphafi fóru rannsóknir á landnámi fram árlega en hin síðari ár hefur lengra liðið á milli úttekta. Í fjörum hefur fjöldi þörungategunda verið skráður sem og fjöldi þarategunda neðan stórstreymisfjöru. Þá hafa tegundir botndýra og dreifing þeirra verið skráðar í fjörum og neðan fjöru niður á 30 m dýpi.

Norðurtangi Surtseyjar er eini hluti fjörunnar á eyjunni sem nýtur nokkurs skjóls fyrir úthafsöldunni en hann er samsettur af lábörðum hnullungum og sandi. Tanginn liggur lágt yfir sjávarmáli sem, ásamt lítilli truflun manna og nálægð við fengsæl fiskimið, gerir hann ákjósanlegan fyrir seli til hvíldar og kæpingar. Fjöldi sela í Surtsey er metinn reglulega eftir tegundum og aldri um leið og talningar fara fram á landsvísu.

Útselir að hausti á norðurtanga Surtseyjar. Ljósm. Erling Ólafsson.

Í Surtsey er sjálfvirk veðurstöð sem safnað hefur gögnum um hitafar og úrkomu frá 2009. Í veðurstöðinni er jafnframt vefmyndavél. Gögn úr veðurstöðinni veita mikilvægar bakgrunnsupplýsingar um veðurfar og önnur tíðindi frá eynni.

Niðurstöður rannsókna sem gerðar hafa verið í Surtsey hafa birst á ýmsum vettvangi, meðal annars í fræðiritinu Surtsey Research sem Surtseyjarfélagið gefur út.

Heimildir:...