Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 653 svör fundust

category-iconHugvísindi

Er hægt að flokka íþróttir undir menningu eða listir?

Já og nei. Orðin íþrótt og þó enn fremur menning og list hafa hvert um sig nokkrar merkingar. Orðabók Menningarsjóðs veitir þessa skýringu meðal annarra á list: 'sú íþrótt að búa til e-ð fagurt eða eftirtektarvert' og flokkar þannig list undir íþróttir í einum skilningi. Væntanlega hefur spyrjandi þó í huga ...

category-iconLæknisfræði

Hvað lifa moskítóflugur lengi og af hverju klæjar mann af bitum þeirra?

Moskítóflugur eru skordýr sem tilheyra ættinni Culicidae. Um 2.700 mismunandi tegundir moskítóflugna eru þekktar og þær finnast um nær allan heim. Moskítóflugur lifa hins vegar ekki á Íslandi þrátt fyrir að þrífast bæði á Grænlandi og á Norðurlöndunum. Þær eru álitnar mikil meindýr þar sem þær finnast en þær bíta ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Er jafnrétt að nota orðið tölva og talva?

Þegar búa þurfti til íslenskt orð yfir enska heitið 'computer' varð orðið tölva fyrir valinu. Í desember árið 1964 eignaðist Háskóli Íslands fyrstu tölvu sína, IBM 1620. Orð þótti vanta yfir gripinn og er Sigurði Nordal prófessor eignað orðið tölva sem hann setti fram 1965. Áður höfðu menn notast eitthvað við orði...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Líkist Öræfasveit Pompeii á Ítalíu?

Litlahérað er nafn sem utanhéraðsmenn gáfu sveitinni sem nú kallast Öræfi, milli Skeiðarársands og Breiðamerkursands. Það gerðu þeir til að aðgreina hana frá Fljótsdalshéraði, en í munni heimamanna hét hún einfaldlega Hérað. Annað og enn eldra nafn á þessari sveit er Ingólfshöfðahverfi. Í byrjun 14. aldar vor...

category-iconJarðvísindi

Hvað er leirgos?

Leirhverir myndast á háhitasvæðum: brennisteinsrík gufa frá glóandi bergkviku í neðra binst jarðvatni í brennisteinssýru sem leysir upp bergið og úr verður „leirgrautur“. Ef „grauturinn“ hvellsýður verður leirgos. Dæmi um leirgos og tilurð þeirra má lesa í bók Sigurðar Þórarinssonar, Eldur í Öskju,[1] þar sem ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvort er betra að „berast í bökkum“ eða „berjast í bökkum“?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Á sínum tíma var mér kennt (af Jóni Guðmundssyni íslenskukennara í MR) að segja ætti „að berast í bökkum.“ Máltækið sé þannig tilkomið að maður fellur í straumvatn og reynir að koma sér upp á bakkann. Hann „berst í bökkum.“ Þetta sé það rétta, en flestir noti þetta á rangan hátt...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvernig er orðatiltækið að 'berja í brestina' tilkomið og hvað merkir það.

Orðasambandið að berja í brestina er notað um tvennt. Í fyrsta lagi er merkingin 'afsaka eða breiða yfir galla einhvers', til dæmis „Móðirin reyndi alltaf að berja í brestina þegar sonur hennar átti í hlut.” Í öðru lagi er merkingin 'reyna að gera gott úr einhverju', til dæmis „Stjórn félagsins reyndi að berja í b...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hverjar eru höfuðborgir Suður-Afríku?

Langflest ríki heimsins hafa einungis eina höfuðborg en einhver, líkt og Suður-Afríka, hafa fleiri en eina. Suður-Afríka er, eins og nafnið gefur til kynna, syðst í Afríku. Landið er 1.219.090 km2 eða um tólf sinnum stærra en Ísland. Áætlaður mannfjöldi í júlí árið 2010 er rétt rúmlega 49 milljónir. Í Suð...

category-iconJarðvísindi

Í hvaða gosi myndaðist hraunið hjá Landmannalaugum og hvaða ár?

Laugahraun er eitt af meira en 10 hrafntinnu- og líparíthraunum sem runnið hafa eftir ísöld á Torfajökulssvæðinu. Þorvaldur Thoroddsen „fann“ þrjú þeirra seint á 19. öld og lýsti í ferðabók sinni og víðar — það voru Laugahraun, Námshraun og Dómadalshraun — en síðan hafa margir skrifað um þessi hraun og almennt um ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig mynduðust Rauðhólar?

Rauðhólar eru þyrping af gervigígum — fyrirbæri sem sagt er að ekki hafi fundist annars staðar en á Íslandi og reikistjörnunni Mars. Önnur dæmi hér á landi eru Álftavershólar og Landbrotshólar í Skaftafellssýslu (hvoru tveggja taldir vera í Eldgjárhrauni frá 934) og gígarnir við Mývatn, til dæmis Skútustaðagígar. ...

category-iconFélagsvísindi

Hvað getir þið sagt mér um nykur?

Nykur er þjóðsagnaskepna sem á að líkjast gráum hesti en þekkist á því að hófar hennar snúa aftur. Samkvæmt norrænni þjóðtrú lifur nykurinn í vötnum. Hann gengur á land og reynir að tæla fólk á bak sér og hleypur þá með knapann út í vötn. Orðið nykrað er notað í bragfræði og vísar til ósamstæðra líkinga líkt og...

category-iconBókmenntir og listir

Hvað merkir Catch-22?

„Catch-22” er orðatiltæki sem merkir ástand sem er ómögulegt að vinna sig út úr, hve mikið sem maður reynir; svipað íslenska orðinu 'sjálfhelda'. Orðatiltækið dregur nafn sitt af samnefndri bók, eftir bandaríska rithöfundinn Joseph Heller (1923-1999). Bókin vakti athygli hjá ungu fólki sem dýrkaði umdeilt og undar...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Af hverju verður fólk feitt?

Eins og með margt annað ákvarðast holdafar fólks af umhverfisþáttum og erfðum. Í grunninn er tvennt sem ræður því hversu feitur einstaklingur er. Annars vegar fer það eftir fjölda fitufrumna og hins vegar eftir stærð þeirra. Líkaminn er þannig úr garði gerður að hann leitast við að halda þyngdinni stöðugri. Ef við...

category-iconJarðvísindi

Hvers konar gosefni komu úr gosunum 1362 og 1727 í Öræfajökli?

Tore Prestvik[1] hefur kannað jarðlagaskipan í Öræfajökli og bergfræði gosefnanna. Samsetning þeirra er frábrugðin þeim efnum sem verða til í fráreksbeltunum. Bergtegundir sem finnast í Öræfajökli, spanna allt samsetningarsviðið frá basískum og frumstæðum til súrra og háþróaðra. Þetta er í fullu samræmi við breyti...

category-iconJarðvísindi

Hvað er vitað um eldstöðina í Öræfajökli?

Vísindavefnum hafa borist tvær fyrirspurnir um eldstöðina Öræfajökul og voru þær báðar í nokkrum liðum. Spurt var um eftirfarandi:Er Öræfajökull virk eldstöð?Hvenær gaus síðast í Öræfajökli?Er Öræfajökull deyjandi eldstöð?Má búast við gosi í Öræfajökli og hvernig er reiknað með að afleiðingarnar yrðu í dag? Er sér...

Fleiri niðurstöður