Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er leirgos?

Sigurður Steinþórsson

Leirhverir myndast á háhitasvæðum: brennisteinsrík gufa frá glóandi bergkviku í neðra binst jarðvatni í brennisteinssýru sem leysir upp bergið og úr verður „leirgrautur“. Ef „grauturinn“ hvellsýður verður leirgos.

Dæmi um leirgos og tilurð þeirra má lesa í bók Sigurðar Þórarinssonar, Eldur í Öskju,[1] þar sem hann lýsir aðdraganda Öskjugossins 1961:

Í ágústlok 1961 var Askja og sérstaklega Öskjuop[2] skoðuð rækilega úr loft því fyrirhugað var að koma báti á Öskjuvatn til dýptarmælinga – „enga missmíði var þar að sjá“ skrifar Sigurður.

Snemma í október 1961 sýndu skjálftamælar Veðurstofunnar jarðhræringar með upptök í Dyngjufjöllum og 10. október sáust úr flugvél þrír gufustrókar á N–S línu inni í öskjunni rétt suður af Öskjuopi, frá þeim öllum runnu leirbornir lækir norður í Öskjuop. Ekki var vitað um jarðhita áður á þessum slóðum.

Öskjuvatn, Víti í forgrunni.

Enn var flogið yfir Öskju 12. október, þá hafði það eitt breyst að sljákkað hafði í miðhvernum. Daginn eftir var 10-manna jeppaleiðangur kominn á staðinn – miðhverinn var kulnaður en nyrsti og syðsti hverinn höfðu brætt sig upp gegnum þykka hjarnskafla og í þeim kraumaði leirgrautur suðuheitur og spýttist stundum 1–2 m í loft upp. Um 30 sekúndulítrar runnu úr hvorum hver en sýnilegt var að rennslið hafði sjatnað síðan mest var.

Hinn 19. október voru tveir jarðfræðingar enn á ferð í Öskju að skoða hverina. Þá var nyrsti hverinn einn virkur en sunnan við hveraröðina hafði myndast mikill leirhver sem þeytt hafði grjóti um 300 m og leirslettum suður undir Víti. Hver þessi hafði fremur hægt um sig er þeir félagar sáu hann fyrst, en sem þeir ætluðu að skoða hann nánar gaus hann fyrirvaralaust gosi, um 100 m háu, og þeytti höfuðstórum steinum langar leiðir. Áttu þeir félagar fótum fjör að launa, en hverinn hlaut nafnið Hrekkur „og mun hann um nokkurra daga skeið hafa verið mestur goshvera á jörðinni. Eftir sprengigosið þann 19. ældi hverinn upp svo mikilli leðju að kalla mátti leðjuá sem frá honum rann stutta stund.“

Hinn 24. október var enn flogið yfir svæðið og var þá svo að sjá að rennsli frá hverunum væri hætt eða sem næst, og þótti það benda til þess að bergkvika nálgaðist nú yfirborð Öskju og grunnvatn væri að þverra. Öskjugosið 1961 hófst 26. október sem næst þar sem hverirnir höfðu verið.

Tilvísanir:
  1. ^ Sigurður Þórarinsson. Eldur í Öskju. Almenna bókafélagið, Reykjavík 1963.
  2. ^ Breitt hlið inn í öskjuna að NA-verðu.

Mynd:

Höfundur

Sigurður Steinþórsson

prófessor emeritus

Útgáfudagur

14.10.2024

Spyrjandi

Lilja Dögg

Tilvísun

Sigurður Steinþórsson. „Hvað er leirgos?“ Vísindavefurinn, 14. október 2024, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=86207.

Sigurður Steinþórsson. (2024, 14. október). Hvað er leirgos? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=86207

Sigurður Steinþórsson. „Hvað er leirgos?“ Vísindavefurinn. 14. okt. 2024. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=86207>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er leirgos?
Leirhverir myndast á háhitasvæðum: brennisteinsrík gufa frá glóandi bergkviku í neðra binst jarðvatni í brennisteinssýru sem leysir upp bergið og úr verður „leirgrautur“. Ef „grauturinn“ hvellsýður verður leirgos.

Dæmi um leirgos og tilurð þeirra má lesa í bók Sigurðar Þórarinssonar, Eldur í Öskju,[1] þar sem hann lýsir aðdraganda Öskjugossins 1961:

Í ágústlok 1961 var Askja og sérstaklega Öskjuop[2] skoðuð rækilega úr loft því fyrirhugað var að koma báti á Öskjuvatn til dýptarmælinga – „enga missmíði var þar að sjá“ skrifar Sigurður.

Snemma í október 1961 sýndu skjálftamælar Veðurstofunnar jarðhræringar með upptök í Dyngjufjöllum og 10. október sáust úr flugvél þrír gufustrókar á N–S línu inni í öskjunni rétt suður af Öskjuopi, frá þeim öllum runnu leirbornir lækir norður í Öskjuop. Ekki var vitað um jarðhita áður á þessum slóðum.

Öskjuvatn, Víti í forgrunni.

Enn var flogið yfir Öskju 12. október, þá hafði það eitt breyst að sljákkað hafði í miðhvernum. Daginn eftir var 10-manna jeppaleiðangur kominn á staðinn – miðhverinn var kulnaður en nyrsti og syðsti hverinn höfðu brætt sig upp gegnum þykka hjarnskafla og í þeim kraumaði leirgrautur suðuheitur og spýttist stundum 1–2 m í loft upp. Um 30 sekúndulítrar runnu úr hvorum hver en sýnilegt var að rennslið hafði sjatnað síðan mest var.

Hinn 19. október voru tveir jarðfræðingar enn á ferð í Öskju að skoða hverina. Þá var nyrsti hverinn einn virkur en sunnan við hveraröðina hafði myndast mikill leirhver sem þeytt hafði grjóti um 300 m og leirslettum suður undir Víti. Hver þessi hafði fremur hægt um sig er þeir félagar sáu hann fyrst, en sem þeir ætluðu að skoða hann nánar gaus hann fyrirvaralaust gosi, um 100 m háu, og þeytti höfuðstórum steinum langar leiðir. Áttu þeir félagar fótum fjör að launa, en hverinn hlaut nafnið Hrekkur „og mun hann um nokkurra daga skeið hafa verið mestur goshvera á jörðinni. Eftir sprengigosið þann 19. ældi hverinn upp svo mikilli leðju að kalla mátti leðjuá sem frá honum rann stutta stund.“

Hinn 24. október var enn flogið yfir svæðið og var þá svo að sjá að rennsli frá hverunum væri hætt eða sem næst, og þótti það benda til þess að bergkvika nálgaðist nú yfirborð Öskju og grunnvatn væri að þverra. Öskjugosið 1961 hófst 26. október sem næst þar sem hverirnir höfðu verið.

Tilvísanir:
  1. ^ Sigurður Þórarinsson. Eldur í Öskju. Almenna bókafélagið, Reykjavík 1963.
  2. ^ Breitt hlið inn í öskjuna að NA-verðu.

Mynd:...