Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1527 svör fundust
Hverjar eru elstu þekktu leifar um ketti á Norðurlöndum?
Upprunalega spurningin var: Hverjar eru elstu kattvistarleifar á Norðurlöndum? Kettir voru fyrst tamdir í Austurlöndum nær og Egyptalandi fyrir um 9-10.000 árum, en villti forveri heimiliskattarins er afríski villikötturinn (Felis silvestris lybica) sem enn finnst á þeim slóðum.[1] Elsta beinagrind af heimi...
Telja vísindamenn að það sé gagnlegt að „rúlla“ vöðva eftir æfingar?
Upphaflega spurningin hljóðaði svo:Telja vísindamenn að það geri eitthvað gagn að „rúlla“ vöðva eftir æfingar? Ef svo er, hvenær er þá best að „rúlla“? Á síðustu árum hefur það að „rúlla“ vöðva átt verulegum vinsældum að fagna meðal almennings og þá sérstaklega íþróttamanna sem lýsa því að aðferðin minnki þreyt...
Hve langt er milli jarðarinnar og Merkúríusar?
Meðalfjarlægð Merkúríusar frá sólu er 57.900.000 km og meðalfjarlægð jarðar frá sólu er 149.503.000 km. Minnsta fjarlægð Merkúríusar frá jörðu er 91.603.000 km en mesta fjarlægðin er 207.403.000 km. Minnsta fjarlægð fæst þegar maður dregur 57.900.00 km (fjarlægð Merkúríusar frá sólu) frá 149.503.000 km (fjarlæ...
Eru puntsvín og broddgöltur sama tegund?
Dýrafræðin svarar þessari spurningu neitandi. Í reynd koma hér við sögu þrjár ættir spendýra. Tvær þeirra tilheyra ættbálki nagdýra (Rodentia), önnur nefnist á ensku 'old world porcupine' og á latínu Hystricidae. Réttast er að kalla þá ætt puntsvín á íslensku. Hin nagdýraættin nefnist á ensku 'new world porcupine'...
Hverjir byrjuðu að temja hesta og hvenær var það? Voru það Súmerar?
Nær víst er talið að menn hafi veitt sér villihesta til matar á síðustu skeiðum ísaldar áður en farið var að temja þá. Hesturinn var svo að öllum líkindum fyrst taminn í Evrasíu við lok nýsteinaldar, eða fyrir 5-6000 árum síðan, af arískum hirðingum sem bjuggu á steppum við Kaspíahaf og Svartahaf. Einnig bendir þó...
Hvenær varð heimurinn til?
Því miður er svarið við þessari spurningu ekki einfalt, því að ekki hefur tekist að ákvarða aldur alheimsins með fullri vissu. Þó má segja að allt bendi til að hann sé á bilinu 10-20 milljarðar ára, það er tvisvar til fjórum sinnum meiri en aldur sólkerfis okkar. Hér á eftir er fjallað nánar um hvernig aldur alhei...
Hvað voru Ný félagsrit?
Tímaritið Ný félagsrit hóf göngu sína í Kaupmannahöfn árið 1841 og var gefið út af „nokkrum Íslendingum“. Í fyrstu forstöðunefnd félagsritanna voru Bjarni Sívertsen (1817-1844), Jón Hjaltalín (1807-1882), Jón Sigurðsson (1811-1879), Oddgeirr Stephensen (1812-1885) og Ólafur Pálsson (1814-1876), en í rauninni bar J...
Af hverju er svona mikill munur á útliti og persónuleika fólks?
Hægt er að skilja þessa spurningu þannig að lesandi vilji vita hvers vegna tiltekið útlit og persónuleiki fari ekki saman. Hér verður aftur á móti gert ráð fyrir að spurt sé um hvers vegna munur sé á milli manna í útliti og persónueinkennum, það er af hverju það eru ekki allir eins. Spurningin um hvað ráði því ...
Hvað er Morse-kóði og hvernig verkar hann?
Morse-kóði er gamalt samskiptaform þar sem hver bókstafur er táknaður með ákveðnum fjölda punkta og strika. Sem dæmi er bókstafurinn A í Morse-kóðanum táknaður með punkti og bandstriki eins og hér er sýnt: A = .- Þetta táknkerfi var notað í svokölluðum ritsíma (e. telegraph), til dæmis á skipum og í lestum til ...
What is the shortest sentence in Icelandic to contain all the letters of the Icelandic alphabet?
Despite searching, I have not found a sentence that is said to be the shortest containing all the letters of the alphabet. It would need to have:aá b d ð eé f g h ií j k l m n oó p r s t uú v x yý þ æ ö = 32 letters.It is a good party game to try to make such a sentence but not an easy one. One would usually have ...
Hverjir eru helstu áhættuþættir lungnakrabbameins?
Reykingar eru taldar valda að minnsta kosti um 85% tilfella lungnakrabbameins og þannig er meira vitað um orsakir þess en nokkurs annars krabbameins. Tengslin eru sterkust við flöguþekjukrabbamein og smáfrumukrabbamein, en heldur veikari fyrir kirtilmyndandi krabbamein.[1][2] Í íslenskri rannsókn á 105 sjúkling...
Eru vötn á tunglinu?
Nei, það eru ekki vötn á tunglinu. Tunglið hefur engan lofthjúp og vegna lofttæmisins sjóða vökvar þar samstundis og "gufa upp" og gösin rjúka út í geiminn. Nýlega hefur þó, að sumra áliti, fundist vatnsís í djúpum gígum nálægt norður- og suðurpól tunglsins.Yfirborði tunglsins má skipta í tvennt. Annars vegar eru...
Út á hvað gekk „hvíta stríðið“ í Reykjavík?
„Hvíta stríðið“ er nafn sem notað er yfir óeirðir sem áttu sér stað í Reykjavík í nóvember árið 1921 fyrir framan hús jafnaðarmannsins Ólafs Friðrikssonar. Forsaga málsins er að þegar Ólafur kom heim af alþjóðaþingi kommúnista, Komintern, árið 1921 hafði hann með sér 14 ára dreng að nafni Natan Friedman. Drengurin...
Hvernig eru hraun flokkuð eftir efnasamsetningu?
Hefðbundið er að flokka hraun eftir efnasamsetningu í basísk, ísúr og súr hraun (sjá mynd). Hraun af basískri samsetningu eru langalgengust. Þau þekja meira en 70% af yfirborði jarðar og mynda stærsta hluta hafsbotnsins, meirihluta úthafseyja og flæðibasaltfláka meginlandanna.[1] Þó að ísúr og súr hraun séu til st...
Hvar er hægt að finna lesefni um Einstein og myndir af honum?
Mynd fengin af áhugaverðu vefsetri, Albert Einstein Online Handa þeim sem lesa ensku er auðvitað mýgrútur af vefsetrum með gögnum um Einstein. Auk þess eru til nokkrar nýlega ævisögur sem verða nefndar hér á eftir. Það nýjasta og besta sem er að finna á íslensku um Einstein og verk hans er í þýddri bók eft...