Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Eru vötn á tunglinu?

Sævar Helgi Bragason og Tryggvi Þorgeirsson

Nei, það eru ekki vötn á tunglinu. Tunglið hefur engan lofthjúp og vegna lofttæmisins sjóða vökvar þar samstundis og "gufa upp" og gösin rjúka út í geiminn. Nýlega hefur þó, að sumra áliti, fundist vatnsís í djúpum gígum nálægt norður- og suðurpól tunglsins.
Yfirborði tunglsins má skipta í tvennt. Annars vegar eru gömul, ljósleit hálendissvæði, alsett gígum. Inni á milli þeirra eru yngri, dekkri svæði sem kallast tunglhöf (enska 'mare' í eintölu, 'maria' í fleirtölu). Þessi nafngift á rætur að rekja til sautjándu aldar, þegar stjarnvísindamenn töldu að þarna væri um að ræða höf sem líktust höfum jarðar. Nú er vitað að efnið í höfunum er ekki vatn heldur miklar hraunbreiður.

Tunglhöfin þekja um 16% af yfirborði tunglsins. Þau urðu til við geysimikla árekstra geimgrýtis eða smástirna við tunglið. Við árekstrana mynduðust stórar dældir, sem síðar fylltust af blágrýtishrauni meðan tunglið var enn eldvirkt. Aldursgreiningar sýna að berg tunglhafanna er yngra en berg hálendisins og er talið að höfin séu 3,8-3,1 milljarða ára gömul. Dökkleitt bergið í höfunum endurkastar ekki eins miklu sólarljósi og bergið á hálendissvæðunum og virðast því höfin dekkri. Í árekstrunum sem mynduðu höfin þrýstist mikið efni upp við gígbarmana og er því oft að finna fjallgarða í útjöðrum hafanna, eins og sést á myndinni hér að neðan.



Á höfunum eru allmargir loftsteinagígar en þó er þéttleiki þeirra mun minni en á hálendissvæðunum. Þar sem loftsteinar ættu að lenda nokkuð jafndreift á tunglinu er það önnur vísbending um að höfin séu yngri. Hraunið í höfunum rann yfir eldri gíga og nú sjást aðeins þeir sem mynduðust eftir það.

Stærst tunglhafanna er Mare Imbrium eða Regnhafið og er það um 1100 km í þvermál. Vísindamenn hafa komist að því, sér til furðu, að höfin eru nánast eingöngu á þeirri hlið tunglsins sem snýr að jörðu. Ástæður þess eru enn ókunnar.

Þrátt fyrir að ekkert fljótandi vatn sé á tunglinu eru nýlegar niðurstöður frá Lunar Prospector, geimfari Bandarísku geimvísindastofnunarinnar, NASA, taldar staðfesta að vatnsís sé þar að finna. Það leynist þá í djúpum gígum við norður- og suðurpól tunglsins sem sólin nær aldrei að skína ofan í.

Heimildir:

Ágúst Guðmundsson, 1981. Stjörnufræði (fyrra hefti). Reykjavík: Offsetfjölritun hf.

J. K. Beatty - A. Chaikin (ritstj.): The New Solar System. Sky Publishing House, Bandaríkin/England 1990.

Vefsíða Bandarísku geimvísindastofnunarinnar, NASA, um geimfarið Lunar Prospector.

Myndir:

Freedman, R. A. og Kaufmann, W. J. 1998. Universe, 5. útgáfa. New York, W. H. Reeman and Company.

Höfundar

Sævar Helgi Bragason

stjörnufræðikennari

Tryggvi Þorgeirsson

læknir og fyrrverandi starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

18.8.2000

Spyrjandi

Tinna Rut Traustadóttir, f. 1987

Efnisorð

Tilvísun

Sævar Helgi Bragason og Tryggvi Þorgeirsson. „Eru vötn á tunglinu?“ Vísindavefurinn, 18. ágúst 2000, sótt 23. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=835.

Sævar Helgi Bragason og Tryggvi Þorgeirsson. (2000, 18. ágúst). Eru vötn á tunglinu? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=835

Sævar Helgi Bragason og Tryggvi Þorgeirsson. „Eru vötn á tunglinu?“ Vísindavefurinn. 18. ágú. 2000. Vefsíða. 23. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=835>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Eru vötn á tunglinu?
Nei, það eru ekki vötn á tunglinu. Tunglið hefur engan lofthjúp og vegna lofttæmisins sjóða vökvar þar samstundis og "gufa upp" og gösin rjúka út í geiminn. Nýlega hefur þó, að sumra áliti, fundist vatnsís í djúpum gígum nálægt norður- og suðurpól tunglsins.


Yfirborði tunglsins má skipta í tvennt. Annars vegar eru gömul, ljósleit hálendissvæði, alsett gígum. Inni á milli þeirra eru yngri, dekkri svæði sem kallast tunglhöf (enska 'mare' í eintölu, 'maria' í fleirtölu). Þessi nafngift á rætur að rekja til sautjándu aldar, þegar stjarnvísindamenn töldu að þarna væri um að ræða höf sem líktust höfum jarðar. Nú er vitað að efnið í höfunum er ekki vatn heldur miklar hraunbreiður.

Tunglhöfin þekja um 16% af yfirborði tunglsins. Þau urðu til við geysimikla árekstra geimgrýtis eða smástirna við tunglið. Við árekstrana mynduðust stórar dældir, sem síðar fylltust af blágrýtishrauni meðan tunglið var enn eldvirkt. Aldursgreiningar sýna að berg tunglhafanna er yngra en berg hálendisins og er talið að höfin séu 3,8-3,1 milljarða ára gömul. Dökkleitt bergið í höfunum endurkastar ekki eins miklu sólarljósi og bergið á hálendissvæðunum og virðast því höfin dekkri. Í árekstrunum sem mynduðu höfin þrýstist mikið efni upp við gígbarmana og er því oft að finna fjallgarða í útjöðrum hafanna, eins og sést á myndinni hér að neðan.



Á höfunum eru allmargir loftsteinagígar en þó er þéttleiki þeirra mun minni en á hálendissvæðunum. Þar sem loftsteinar ættu að lenda nokkuð jafndreift á tunglinu er það önnur vísbending um að höfin séu yngri. Hraunið í höfunum rann yfir eldri gíga og nú sjást aðeins þeir sem mynduðust eftir það.

Stærst tunglhafanna er Mare Imbrium eða Regnhafið og er það um 1100 km í þvermál. Vísindamenn hafa komist að því, sér til furðu, að höfin eru nánast eingöngu á þeirri hlið tunglsins sem snýr að jörðu. Ástæður þess eru enn ókunnar.

Þrátt fyrir að ekkert fljótandi vatn sé á tunglinu eru nýlegar niðurstöður frá Lunar Prospector, geimfari Bandarísku geimvísindastofnunarinnar, NASA, taldar staðfesta að vatnsís sé þar að finna. Það leynist þá í djúpum gígum við norður- og suðurpól tunglsins sem sólin nær aldrei að skína ofan í.

Heimildir:

Ágúst Guðmundsson, 1981. Stjörnufræði (fyrra hefti). Reykjavík: Offsetfjölritun hf.

J. K. Beatty - A. Chaikin (ritstj.): The New Solar System. Sky Publishing House, Bandaríkin/England 1990.

Vefsíða Bandarísku geimvísindastofnunarinnar, NASA, um geimfarið Lunar Prospector.

Myndir:

Freedman, R. A. og Kaufmann, W. J. 1998. Universe, 5. útgáfa. New York, W. H. Reeman and Company....