Sólin Sólin Rís 05:48 • sest 21:09 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:37 • Síðdegis: 20:54 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:39 • Síðdegis: 14:39 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 05:48 • sest 21:09 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:37 • Síðdegis: 20:54 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:39 • Síðdegis: 14:39 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er það rétt að rúmmál hafsins vaxi vegna hnattrænnar hlýnunar?

Jón Ólafsson

Almennt þekkjum við úr efnisheiminum að rúmmál efna vex með hækkandi hitastigi. Til dæmis kvikasilfrið í hitamælum. Þetta er nefnt varmaþensla.

Varmaþensla vatnsmassa eykur rúmmál hans og því lækkar eðlismassinn, massi á rúmmálseiningu. Eðlismassi sjávar breytist með hitastigi, seltu og þrýstingi (dýpi) og við reiknum eðlismassa út frá þessum eiginleikum og getum þannig lagt mat á varmaþenslu á grundvelli mælinga.

Mynd 1. Graf sem sýnir aukningu varmamagns sjávar. Aukningin er langmest í efri lögum hafsins.

Heimshöfin þekja 71% jarðar og meira en 90% hnattrænnar hlýnunar frá 1955 er bundin í höfunum.[1] Með samanburði á gömlum og nýrri hitamælingum í höfunum hefur það komið fram að hlýnun, aukning varmamagns sjávarins, er langmest í efri lögum hafsins, frá yfirborði niður á 700 m dýpi, og nær niður á um 2000 m (sjá mynd 1). Sjávarborð hafsins rís um 3 mm/ár og hlýnun hafsins veldur sem nemur um 40% af hækkuninni (sjá mynd 2).

Mynd 2. Graf sem sýnir hækkun sjávarborðs frá 1993-2015. Hækkunin stafar bæði af bráðnun jökla og hlýnun hafsins. Hún veldur sem nemur um 40% af hækkuninni.

Tilvísun:
  1. ^ Levitus, S., J. Antonov, T. Boyer, O. Baranova, H. Garcia, R. Locarnini, A. Mishonov, J. Reagan, D. Seidov, E. Yarosh and M. Zweng (2012). "World ocean heat content and thermosteric sea level change (0–2000 m), 1955–2010." Geophysical Research Letters 39: 1-5.

Myndir:

Höfundur

Jón Ólafsson

prófessor emeritus í haffræði við HÍ

Útgáfudagur

8.4.2025

Spyrjandi

Árni S.

Tilvísun

Jón Ólafsson. „Er það rétt að rúmmál hafsins vaxi vegna hnattrænnar hlýnunar?“ Vísindavefurinn, 8. apríl 2025, sótt 17. apríl 2025, https://visindavefur.is/svar.php?id=87711.

Jón Ólafsson. (2025, 8. apríl). Er það rétt að rúmmál hafsins vaxi vegna hnattrænnar hlýnunar? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=87711

Jón Ólafsson. „Er það rétt að rúmmál hafsins vaxi vegna hnattrænnar hlýnunar?“ Vísindavefurinn. 8. apr. 2025. Vefsíða. 17. apr. 2025. <https://visindavefur.is/svar.php?id=87711>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er það rétt að rúmmál hafsins vaxi vegna hnattrænnar hlýnunar?
Almennt þekkjum við úr efnisheiminum að rúmmál efna vex með hækkandi hitastigi. Til dæmis kvikasilfrið í hitamælum. Þetta er nefnt varmaþensla.

Varmaþensla vatnsmassa eykur rúmmál hans og því lækkar eðlismassinn, massi á rúmmálseiningu. Eðlismassi sjávar breytist með hitastigi, seltu og þrýstingi (dýpi) og við reiknum eðlismassa út frá þessum eiginleikum og getum þannig lagt mat á varmaþenslu á grundvelli mælinga.

Mynd 1. Graf sem sýnir aukningu varmamagns sjávar. Aukningin er langmest í efri lögum hafsins.

Heimshöfin þekja 71% jarðar og meira en 90% hnattrænnar hlýnunar frá 1955 er bundin í höfunum.[1] Með samanburði á gömlum og nýrri hitamælingum í höfunum hefur það komið fram að hlýnun, aukning varmamagns sjávarins, er langmest í efri lögum hafsins, frá yfirborði niður á 700 m dýpi, og nær niður á um 2000 m (sjá mynd 1). Sjávarborð hafsins rís um 3 mm/ár og hlýnun hafsins veldur sem nemur um 40% af hækkuninni (sjá mynd 2).

Mynd 2. Graf sem sýnir hækkun sjávarborðs frá 1993-2015. Hækkunin stafar bæði af bráðnun jökla og hlýnun hafsins. Hún veldur sem nemur um 40% af hækkuninni.

Tilvísun:
  1. ^ Levitus, S., J. Antonov, T. Boyer, O. Baranova, H. Garcia, R. Locarnini, A. Mishonov, J. Reagan, D. Seidov, E. Yarosh and M. Zweng (2012). "World ocean heat content and thermosteric sea level change (0–2000 m), 1955–2010." Geophysical Research Letters 39: 1-5.

Myndir:...