Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Út á hvað gekk „hvíta stríðið“ í Reykjavík?

Vignir Már Lýðsson

„Hvíta stríðið“ er nafn sem notað er yfir óeirðir sem áttu sér stað í Reykjavík í nóvember árið 1921 fyrir framan hús jafnaðarmannsins Ólafs Friðrikssonar. Forsaga málsins er að þegar Ólafur kom heim af alþjóðaþingi kommúnista, Komintern, árið 1921 hafði hann með sér 14 ára dreng að nafni Natan Friedman. Drengurinn var haldinn egypsku augnkvefi (e. trachoma), sem er smitandi augnsjúkdómur, og þáverandi landlæknir mælti með að honum yrði vísað úr landi. Ólafur leit á þetta sem pólitíska aðför að sér og neitaði að afhenda drenginn. Ólafur lokaði hann því inni á heimili sínu að Suðurgötu 14 og safnaði liði honum til varnar.

Þann 18. nóvember ákvað lögreglan undir forystu Jóns Hermannssonar lögreglustjóra að gera atlögu að mönnum Ólafs og frelsa Natan. Þrátt fyrir að lögreglumennirnir væru vopnaðir stálkylfum þá mistókst aðgerðin, því eftir að hafa náð drengnum endurheimtu fylgismenn Ólafs drenginn strax aftur. Stríðsástand hafði skapast og nokkrum dögum síðar, eða þann 22. nóvember, var að skipan ríkisstjórnarinnar sent af stað fjölmennt hjálparlið undir forystu Jóhanns P. Jónssonar, setts lögreglustjóra. Menn hans báru hvíta borða og voru þeir nefndir „hvítliðar“ af mönnum Ólafs. Þessi seinni aðgerð heppnaðist og var Natan Friedman sendur utan með Gullfossi sex dögum síðar, þann 28. nóvember. Ólafur var hnepptur í gæsluvarðhald ásamt fleirum, meðal annars Hendriki Ottóssyni félaga hans úr Alþýðuflokknum. Þeir voru dæmdir í fangelsi en náðaðir fimm árum síðar.



Mynd frá lokum átakanna 22. nóvember þegar menn Ólafs Friðrikssonar voru handteknir.

Ólafur Friðriksson og Hendrik Ottósson litu á málið sem svívirðingu af hálfu Alþýðuflokksins og töldu að flokkurinn hefði átt að koma þeim til hjálpar í „stríðinu“. Þetta var kannski til marks um þau átök sem geisuðu innan flokksins á þessum tíma milli forystuarms flokksins og róttækari vinstrimanna, sem Ólafur og Hendrik voru hluti af. Alþýðuflokkurinn sá ekki annan kost í stöðunni en að víkja honum frá störfum hjá Alþýðublaðinu.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir og mynd:

  • Einar Laxness: „Íslandssaga a-h“ 1995. „hvíta stríð“. Reykjavík, Vaka-Helgafell.
  • „Íslandsmetabók Arnar og Örlygs“ 1983. Óeirðir á síðustu áratugum, bls. 56. Ritstj.: Steinar J. Lúðvíksson. Örn og Örlygur, Reykjavík.
  • Mynd: „Íslandsmetabók Arnar og Örlygs“ 1983. Óeirðir á síðustu áratugum, bls. 56. Ritstj.: Steinar J. Lúðvíksson. Örn og Örlygur, Reykjavík.

Höfundur

Útgáfudagur

29.7.2008

Spyrjandi

Maria Finnsdóttir

Tilvísun

Vignir Már Lýðsson. „Út á hvað gekk „hvíta stríðið“ í Reykjavík?“ Vísindavefurinn, 29. júlí 2008, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=15626.

Vignir Már Lýðsson. (2008, 29. júlí). Út á hvað gekk „hvíta stríðið“ í Reykjavík? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=15626

Vignir Már Lýðsson. „Út á hvað gekk „hvíta stríðið“ í Reykjavík?“ Vísindavefurinn. 29. júl. 2008. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=15626>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Út á hvað gekk „hvíta stríðið“ í Reykjavík?
„Hvíta stríðið“ er nafn sem notað er yfir óeirðir sem áttu sér stað í Reykjavík í nóvember árið 1921 fyrir framan hús jafnaðarmannsins Ólafs Friðrikssonar. Forsaga málsins er að þegar Ólafur kom heim af alþjóðaþingi kommúnista, Komintern, árið 1921 hafði hann með sér 14 ára dreng að nafni Natan Friedman. Drengurinn var haldinn egypsku augnkvefi (e. trachoma), sem er smitandi augnsjúkdómur, og þáverandi landlæknir mælti með að honum yrði vísað úr landi. Ólafur leit á þetta sem pólitíska aðför að sér og neitaði að afhenda drenginn. Ólafur lokaði hann því inni á heimili sínu að Suðurgötu 14 og safnaði liði honum til varnar.

Þann 18. nóvember ákvað lögreglan undir forystu Jóns Hermannssonar lögreglustjóra að gera atlögu að mönnum Ólafs og frelsa Natan. Þrátt fyrir að lögreglumennirnir væru vopnaðir stálkylfum þá mistókst aðgerðin, því eftir að hafa náð drengnum endurheimtu fylgismenn Ólafs drenginn strax aftur. Stríðsástand hafði skapast og nokkrum dögum síðar, eða þann 22. nóvember, var að skipan ríkisstjórnarinnar sent af stað fjölmennt hjálparlið undir forystu Jóhanns P. Jónssonar, setts lögreglustjóra. Menn hans báru hvíta borða og voru þeir nefndir „hvítliðar“ af mönnum Ólafs. Þessi seinni aðgerð heppnaðist og var Natan Friedman sendur utan með Gullfossi sex dögum síðar, þann 28. nóvember. Ólafur var hnepptur í gæsluvarðhald ásamt fleirum, meðal annars Hendriki Ottóssyni félaga hans úr Alþýðuflokknum. Þeir voru dæmdir í fangelsi en náðaðir fimm árum síðar.



Mynd frá lokum átakanna 22. nóvember þegar menn Ólafs Friðrikssonar voru handteknir.

Ólafur Friðriksson og Hendrik Ottósson litu á málið sem svívirðingu af hálfu Alþýðuflokksins og töldu að flokkurinn hefði átt að koma þeim til hjálpar í „stríðinu“. Þetta var kannski til marks um þau átök sem geisuðu innan flokksins á þessum tíma milli forystuarms flokksins og róttækari vinstrimanna, sem Ólafur og Hendrik voru hluti af. Alþýðuflokkurinn sá ekki annan kost í stöðunni en að víkja honum frá störfum hjá Alþýðublaðinu.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir og mynd:

  • Einar Laxness: „Íslandssaga a-h“ 1995. „hvíta stríð“. Reykjavík, Vaka-Helgafell.
  • „Íslandsmetabók Arnar og Örlygs“ 1983. Óeirðir á síðustu áratugum, bls. 56. Ritstj.: Steinar J. Lúðvíksson. Örn og Örlygur, Reykjavík.
  • Mynd: „Íslandsmetabók Arnar og Örlygs“ 1983. Óeirðir á síðustu áratugum, bls. 56. Ritstj.: Steinar J. Lúðvíksson. Örn og Örlygur, Reykjavík.
...