Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 647 svör fundust

category-iconFélagsvísindi

Hverjar eru heildartekjur allra Íslendinga á hverjum degi?

Á vef Hagstofu Íslands má nálgast öll þau gögn sem þarf til að reikna út svar við þessari spurningu og reyndar fjölmörgum öðrum. Nýjustu tölur um tekjur og atvinnuþátttöku Íslendinga eru frá árinu 2008. Þar kemur meðal annars fram að fjöldi starfandi einstaklinga var 178.600, þar af voru 140.600 í fullu starfi ...

category-iconVísindi almennt

Hvernig get ég breytt nafninu mínu?

Samkvæmt 17. grein laga um mannanöfn nr. 45/1996 er heimild fyrir því að fá nafni sínu breytt í Þjóðskrá einu sinni nema sérstaklega standi á. Hvernig ferlið er og hvort nafnbreytingin er gjaldskyld eða ekki fer eftir því hvort aðeins er um að ræða breytingu á ritun nafns eða hvort um eiginlega nafnbreytingu er að...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvað notuðu konur í staðinn fyrir dömubindi til dæmis fyrir 1000 árum?

Heimildir um þetta virðast ekki á hverju strái en samkvæmt þeim upplýsingum sem við höfum fundið er nokkuð mismunandi hvað konur með blæðingar hafa notað eða tekið til bragðs í tímans rás. Talið er að nokkuð hafi verið um að þær notuðu ekkert sérstakt og hafi einfaldlega látið blóðið leka í fötin sín. Þetta ge...

category-iconMálvísindi: íslensk

Er hægt að nota töluorð um fólk og segja t.d. 1000 starfsfólk?

Öll spurningin hljóðaði svona: Telst eftirfarandi setning rétt samkvæmt íslenskri málfræði? Hvernig er hægt að orða þetta svo það falli að íslenskri málfræði? Setning: Fyrirtækið er með skrifstofur í 19 löndum, yfir 1000 starfsfólk í 19 löndum. Orðið fólk er í hópi svokallaðra safnheita, en með því er átt v...

category-iconStærðfræði

Eru líkur óháðar kastfjölda þegar peningi er kastað?

Upphafleg spurning var í heild sem hér segir: Ef ég kasta krónupeningi einu sinni upp þá eru 50% líkur á því að ég fái bergrisann. Ef ég kasta krónupeningnum upp 1000 sinnum hljóta að vera 100% líkindi fyrir því að ég fái bergrisann upp að minnsta kosti einu sinni. Af hverju er þá alltaf talað um að líkur séu ...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Voru til strigaskór 1918?

Svarið er að það voru til strigaskór árið 1918 en þeir voru ekki endilega eins og strigaskórnir sem við þekkjum í dag. Ef marka má auglýsingar í íslenskum blöðum er ljóst að sumir Íslendingar höfðu haft kynni af strigaskóm, vel fyrir árið 1918. Í auglýsingu Andr. Rasmussen á Seyðisfirði í blaðinu Austra í júní ...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hvers vegna sýnast sól og máni stærri lágt á himni?

Hér er einnig svarað spurningunum:Hvers vegna er tunglið stærra við sjóndeildarhringinn en hátt á lofti? (Ragnar Sverrisson)Ég hef tekið eftir því að tunglið sýnist mun stærra þegar það er við sjóndeildarhring en þegar það er í hvirfilstöðu. Eru þetta sjónhverfingar eða er firð tunglsins svo mismunandi að fjarlægð...

category-iconHugvísindi

Hversu langt aftur er hægt að rekja sögu kirkjubygginga á Íslandi?

Svarið við spurningunni veltur á túlkun manna á fyrsta skeiði kristni í landinu sem og í hvaða merkingu orðið kirkja er notað. Ef við notum hugtakið kirkja um byggingu sem einkum er notuð til helgihalds burtséð frá stærð, gerð, eignarhaldi, vígslu og kirkjuréttarlegri stöðu má geta sér þess til að „kirkjur“ hafi r...

category-iconBókmenntir og listir

Er eitthvert sannleikskorn í grísku goðsögunum?

Hér er svarað eftirtöldum spurningum: Getur verið að eitthvert sannleikskorn sé í grísku goðsögunum? Ef já, hverjum og hvers vegna? (Kristinn Hróbjartsson) Af hverju voru Grikkir svo uppteknir af hetjusögum? Var stuðst við einhverjar heimildir um það að hetjurnar hafi verið til? (Kristinn Hróbjartsson) Voru Her...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvert er sambandið milli lítra og rúmsentímetra, nákvæmlega? Er þetta ekki það sama?

Lítri (l) og rúmsentímetri (cm3) eru hvor tveggja einingar um rúmmál (e. volume), byggðar á sömu undirstöðum. Að því leyti er þetta "það sama". Þó að rúmmálið í lítranum sé þúsund sinnum meira en í rúmsentímetranum þá er hlutfallið alltaf hið sama og auk þess raunar einföld tala í talnakerfi okkar (1000). Rúmmá...

category-iconHagfræði

Af hverju fær starfsfólk desemberuppbót?

Desemberuppbót er sérstök launauppbót sem samið hefur verið um í kjarasamningum og greiðist með launum í desember ár hvert. Í kjarasamningum starfsmanna ríkis- og sveitarfélaga er gjarnan talað um persónuuppbót og þar sem greiðslan kemur í desember hefur nafnið „desemberuppbót“ fest sig í sessi. Í kjarasamningum f...

category-iconFornfræði

Hver stjórnaði morðinu á Júlíusi Sesari? Hver drap hann?

Spurningar og spyrjendur: Hver stjórnaði morðinu á Sesari? (Brynjar Björnsson, f. 1987) Hvenær var Sesar drepinn og hvað var hann gamall? (Andrés Gunnarsson) Hver var það sem drap Sesar? (Guðjón Magnússon) Hver drap Júlíus Sesar? (Arnór Kristmundsson) Hér er einnig svarað eftirfarandi spurningum: H...

category-iconHeimspeki

Hver var hugsuðurinn Demókrítos og hvað gerði hann?

Vísindavefnum hafa borist margar fyrirspurnir um Demókrítos og hér verður því reynt að svara einnig eftirfarandi spurningum: Hver er hluti Demókrítosar í sögu eðlisfræðinnar? (Valgerður Kristmannsdóttir, f. 1988) Mig vantar eitthvað um Demókrítos og ekki væri verra að fá mynd. (Valgerður Jóhannesdóttir, f. 19...

category-iconHeimspeki

Hvenær varð grísk heimspeki til?

Fyrsti gríski heimspekingurinn sem sögur fara af var Þales frá Míletos sem sést hér til vinstri. Míletos var grísk borg á svæði sem nefndist Jónía í Litlu Asíu, þar sem nú er Tyrkland. Þales fæddist að öllum líkindum í kringum árið 625 f. Kr. en lítið er vitað um ævi hans og engin rit eru varðveitt eftir hann....

category-iconUnga fólkið svarar

Hvernig dó Alexander mikli?

Alexander III (356-323 f.Kr.), eða Alexander mikli, er af mörgum talinn einn farsælasti leiðtogi mannkynssögunnar. Hann tók við konungsembætti af föður sínum, Filippusi II, árið 336 f. Kr. og ríkti yfir Makedóníu allt til dauðadags í júní árið 323 f. Kr, þá aðeins á 33. aldursári. Alexander mikli varð að eins kona...

Fleiri niðurstöður