V = a * a * a = a3Ef við beitum þessari jöfnu á teninginn sem er einn lítri fáum við:
V = 1 l = 10 cm * 10 cm * 10 cm = 1000 cm3Rúmmetri (m3) er einnig eðlileg eining um rúmmál í metrakerfinu. Teningur sem er einn rúmmetri er 1 m = 100 cm á kant, þannig að kantur hans er 10 sinnum lengri en kantur lítrateningsins. Um þetta gildir því:
1 m3 = 1000 l = 1.000.000 cm3 = 106 cm3Því er enn við að bæta að stundum er rangt farið með orðið lítri og hið sama gildir um metrann. Menn segja þá til dæmis "líter" og "meter" í stað "lítri" og "metri", og er hér sennilega um einhvers konar erlend áhrif að ræða. Rétt beyging þessara orða er sem hér segir: lítri - lítra - lítra - lítra -- lítrar - lítra - lítrum - lítra metri - metra - metra - metra -- metrar - metra - metrum - metra Frekara lesefni á Vísindavefnum:
- Hversu margir km3 eru 29,8 milljarðar m3? eftir Ívar Daða Þorvaldsson
- Hvernig reikna ég hvað fer mikið vatn í baðkar og hvað er mikið vatn í sundlaug og hver er formúlan? eftir Þorstein Vilhjálmsson