Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 3287 svör fundust

category-iconHugvísindi

Hver var Geronimo?

Geronimo (1829-1909) var frumbyggi í Norður-Ameríku af ættbálkinum Chiricahua Apache. Á máli Chiricahua var nafn hans Goyathlay, sem merkir „sá sem geispar“. Hann fæddist 16. júní 1829 við Turkey Creek sem þá tilheyrði Mexíkó. Í dag telst þetta svæði til Arizona-ríkis í Bandaríkjunum. Geronimo varð þekktur þeg...

category-iconStærðfræði

Hvers vegna notum við sætiskerfi og hvaða kosti hefur það umfram önnur talnakerfi?

Einfaldasta leiðin til að rita tölur er að skrá strik fyrir hverja einingu. Betri yfirsýn fæst yfir talninguna ef strikunum er raðað í hneppi, til dæmis fimm strik saman eins og oft er gert í spilamennsku. Rómverskur talnaritháttur er skyldur þessum rithætti, en ef til vill þrepi ofar í þróuninni. Þá táknar b...

category-iconMálvísindi: almennt

Eru önnur lönd í heiminum, fyrir utan Ísland, sem raða nöfnum eftir eiginnafni?

Erfitt er að svara þessari spurningu þar sem upplýsingar virðast ekki liggja frammi um röðun í símaskrá um allan heim. Athugun á Norðurlöndum sýnir að þar er raðað eftir kenninafni (ættarnafni). Annars staðar í Evrópu gildir hið sama. Í Bandaríkjunum og Ástralíu er raðað eftir kenninafni. Um Afríku og Asíu mun...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Má fella hlébarða eða önnur vernduð dýr til þess að stoppa þau upp?

Hlébarðinn (Panthera pardus) er eina kattardýrið af hinu svokallaða stórkattakyni sem er ekki í útrýmingarhættu. Eyðing búsvæða og veiðiþjófnaður hefur höggvið stór skörð í stofna annarra stórra kattadýra sem flest teljast nú í útrýmingarhættu eða bráðri útrýmingarhættu. Talið er að heildarstofnstærð hlébarða s...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaða orð önnur en „norðurljós“ hafa verið notuð um þetta fyrirbæri á íslensku?

Orðið norðurljós kemur fyrst fyrir í hinni norsku Konungs skuggsjá sem var skrifuð á bilinu 1250–60, en að auki er þar talað um „svipandi loga“, „eld“ og „geisla“: En sá hlutur er þú hefir oft eftir spurt, hvað vera mun það er Grænlendingar kalla norðurljós ... En þessi verður natúra og skipan á norðurljósi, að...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvað er að segja um Oddaverja á Sturlungaöld?

Óljóst er hvenær Oddaverjar í Rangárþingi urðu höfðingjaætt. En í Landnámabók (Hauksbókargerð) er rakin ætt frá Hrafni Valgarðssyni heimska, landnámsmanni á Raufarfelli undir Eyjafjöllum: Hans börn voru þau Helgi bláfauskur og Freygerður og Jörundur goði, faðir Svarts, föður Loðmundar, föður Sigfúss, föður Sæmunda...

category-iconSálfræði

Ná auglýsingar frekar til fólks ef frægt fólk leikur í þeim?

Samkvæmt Levine (2006) hafa meðmæli ánægðra viðskiptavina í auglýsingum tíðkast um langt skeið. Telur hann að þannig verði auglýsingarnar trúverðugri; viðtakandi (sá sem verður auglýsingarinnar var) sér að óhætt er að nota vöruna þar sem aðrir hafa gert slíkt hið sama og líkað vel. Ýmis dæmi eru svo um að þekk...

category-iconBókmenntir og listir

Hver var Hannibal Lecter?

Hannibal Lecter hefur aldrei verið til í raun og veru en hann er persóna í þekktum skáldsögum eftir ameríska rithöfundinn Thomas Harris. Eftir skáldsögunum hafa verið gerðar kvikmyndir og er Lömbin þagna væntanlega sú sem flestir þekkja. Nafnið Hannibal Lecter er eflaust það fyrsta sem kemur upp í huga margra þ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvort er réttara að segja "góðan dag" eða "góðan daginn"? Er önnur notkunin röng?

Í sambandinu ,,góðan dag" beygjast saman lýsingarorð í sterkri beygingu og nafnorð án greinis: Nf. góður dagur Þf. góðan dag Þgf. góðum degi Ef. góðs dags Ef nafnorðið er með viðskeyttum greini beygist lýsingarorðið samkvæmt veikri beygingu: Nf. góði dagurinn Þf. góða daginn Þgf. góða deginum Ef. góða dag...

category-iconLögfræði

Ef einstaklingur er gerður gjaldþrota á Íslandi gildir það þá um önnur lönd líka?

Hafi bú einstaklings verið tekið til gjaldþrotaskipta kallast sá einstaklingur þrotamaður samkvæmt lögum nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl. Íslenskur úrskurður um gjaldþrotaskipti gildir almennt ekki í öðrum löndum með sama hætti og hér á landi, sbr. 1. mgr. 6. gr. nefndra laga. Þar kemur fram að heimilt s...

category-iconMálvísindi: íslensk

Við hvaða krosstré er átt þegar menn segja 'svo bregðast krosstré sem önnur tré'?

Krosstré er tré sem notað er til að búa til krossa. Orðið er gamalt í málinu og í Postulasögum og Heilagra manna sögum er til dæmis talað um að „hengja e-n á krosstré“, það er krossfesta hann. Í yngra máli virðist orðið einnig notað um smíði sem myndar kross, til dæmis krosstré í glugga. Þegar menn eru krossfes...

category-iconLæknisfræði

Hver er dánartíðni vegna hjarta- og æðasjúkdóma á Íslandi í samanburði við önnur lönd?

Upprunalega var spurningin: Eru Íslendingar hátt á heimslista yfir tíðni hjarta- og æðasjúkdóma? Kransæðasjúkdómar sem valda blóðþurrð eru algeng birtingarmynd hjarta- og æðasjúkdóma. Nýgengi kransæðasjúkdóma á Íslandi hefur farið stöðugt lækkandi undanfarna þrjá áratugi. Samkvæmt gögnum úr Hjartaáfallaskrá...

category-iconLæknisfræði

Af hverju tók ómíkron yfir önnur afbrigði veirunnar og hætta þau þá að smita?

Öll spurningin hljóðaði svona: Hvað verður til þess að ein veira yfirtekur aðra eins og núna þegar talað er um að ómíkron sé að taka yfir delta? Af hverju hættir veira allt í einu að smitast þegar annað afbrigði hennar kemur fram? Veirur geta ekki fjölgað sér sjálfar heldur á fjölgun þeirra sér stað innan f...

category-iconTrúarbrögð

Hver er uppruni hugtaksins heilagur andi?

Að kristnum skilningi er heilagur andi andi Guðs og er uppruna hugtaksins heilagur andi að finna í Biblíunni. Í Gamla testamentinu er litið á anda Guðs eða heilagan anda sem mátt eða kraft frá Guði. Hann er nefndur í sköpunarsögunni: “Andi Guðs sveif yfir vötnunum" (1. Mósebók 1.2) og í einum Davíðssálmi segir: “F...

category-iconHeimspeki

Af hverju þurfa menn að heita eitthvað? Af hverju ekki bara þú, hún eða hann?

Þegar við tölum um hluti og segjum eitthvað um þá, til dæmis „þessi bíll þarna er Volvo“, þurfum við að vísa til þeirra. Þannig tengjum við orð okkar og hugsanir við raunveruleikann, og tryggjum að það sé þessi hlutur en ekki einhver annar sem verið er að tala um. Tungumálið hefur yfir ýmiss konar orðum að ráða...

Fleiri niðurstöður