Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 6968 svör fundust

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Ef eitthvað væri sent inn í svarthol, væri hægt að koma því til baka til jarðarinnar?

Við höfum áður fjallað nokkuð um svarthol á Vísindavefnum. Í svari við spurningunni Kemur maður inn í aðra veröld ef maður færi í gegnum svartholið? segir meðal annars þetta um hugsanleg ferðalög í gegnum ormagöng, en svo nefnast svarthol sem gætu fræðilega séð tengt saman tvo staði í sama alheimi eða tvo ólíka al...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig verka litínjónarafhlöður og hvernig er hægt að hlaða þær aftur?

Um virkni rafhlaðna er fjallað í svari við spurningunni Hvernig verka rafhlöður í farsímum? og bendum við lesendum á að lesa það fyrst. Við forskaut í litínjónarafhlöðu eru litínfrumeindir (Li) milli laga af kolefnisfjölliðum (Cn) (mynd 1a). Við bakskautið eru hins vegar litínjónir (Li+) í kristallsgrind sem g...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvaða sníkjudýr er þetta sem finnst í síldinni núna?

Sníkjudýrið Ichthyophonus hoferi er svipudýr (Choanoflagellata) í fiskum. Alls hefur þetta sníkjudýr fundist í meira en 70 fisktegundum, aðallega kaldsjávartegundum. Ichthyophonus hoferi hefur meðal annars fundist í laxi, síld og ýmsum tegundum flatfiska. Sníkillinn hefur valdið talsverðum skaða í lax- og silungse...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað eru oturgjöld?

Oturgjöld eru í skáldskap kenning fyrir gull. Að baki er sögn í Snorra-Eddu er segir frá því að Óðinn, Loki og Hænir hafi farið í ferð til að skoða heiminn allan. Á ferð sinni komu þeir að á þar sem otur var að gæða sér á laxi. Loki drap oturinn með því að kasta í hann steini. Þeir héldu ferðinni áfram og tóku nú ...

category-iconJarðvísindi

Hvað er hraunið sem kom upp í Geldingadölum gamalt?

Aldur hrauna miðast við þann tíma sem liðinn er frá því hraunin runnu á yfirborði jarðar.[1] Gosið í Geldingadölum hófst 19. mars 2021 og því lauk um sex mánuðum síðar. Hraunið er því aðeins um eins árs gamalt þegar þetta svar er skrifað. Ekki þarf að beita neinum sérstökum aðferðum til að aldursgreina hraun se...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Er hægt að hægja á taugaboðum milli heilans og skynfæranna þannig að maður skynji tímann hægar?

Ef ekkert annað mundi breytast en það að taugaboðin væru lengur á leiðinni frá skynfærum til heila en áður, þá mundum við ekki skynja tímann hægar. Taugaboðin yrðu að meðaltali jafnmörg á hverri sekúndu og áður; þau hefðu bara verið lengur á leiðinni. Þetta er einna líkast því að við værum að horfa á bílalest ...

category-iconStærðfræði

Hvernig er hægt að draga ferningsrót af línustriki með hringfara einum?

Allt frá tímum Forn-Grikkja hafa stærðfræðingar velt mikið fyrir sér þeirri list að framkvæma ýmiss konar útreikninga með því að nota einungis reglustiku og hringfara (sirkil). Frægt verkefni er að skipta horni í þrjú jafnstór horn með þessum tækjum. Nú á dögum er vitað að slíkt er ómögulegt. Hins vegar er auðveld...

category-iconHeimspeki

Hafa menn samvisku?

Oftast er orðið samviska notað um tilhneigingu til geðshræringa af vissu tagi sem menn finna fyrir ef þeir brjóta af sér eða gjöra eitthvað sem talið er ámælisvert. Þessar geðshræringar fela jafnan í sér sjálfsásökun vegna einhvers athæfis og í flestum tilvikum líka eftirsjá eða ósk um að hafa látið það ógert....

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Endar geimurinn eða er hann alveg endalaus?

Í þessari spurningu felast nokkrar aðrar, til dæmis þessar: ef geimurinn endar, hvað er þá þar fyrir utan og ef geimurinn er endalaus merkir það þá að hann hafi átt sér upphaf og hvað gerðist þá fyrir upphaf alheimsins? Í svari við spurningunni Mig langar að vita hvort geimurinn er endalaus eða er eitthvað á bak v...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Af hverju eru skjaldbökur með skjöld?

Skjaldbökur hafa skjöld til að verjast hugsanlegum afræningjum, eða dýrum sem ætla að éta þær. Skjaldbökur eru hægfara og geta ekki hlaupið undan rándýrum og því hafa þær þróað með sér skjöld sem rándýr eiga afar erfitt með að vinna á. Skjöldurinn er í reynd hluti af beinagrind skjaldbökunnar og samanstend...

category-iconMálvísindi: íslensk

Voru biskupar barðir fyrr á öldum?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Hvaðan kemur orðatiltækið 'enginn verður óbarinn biskup'? Voru biskupar lamdir í gamla daga?Engin sérstök saga virðist tengd við máltækið enginn verður óbarinn biskup. Með því er átt við að enginn nái langt án þess að hafa lagt hart að sér, ekki einu sinni biskupar. Í sögunn...

category-iconFélagsvísindi

Til hvers fara unglingar eiginlega á gelgjuskeiðið?

Sigurlína Davíðsdóttir hefur skrifað tvör svör á Vísindavefnum um unglinga og gelgjuskeið. Hún segir að aðalviðfangsefni unglingsáranna sé að skapa sér sjálfsmynd og átta sig á því hver maður sé. Í upphafi unglingsáranna er gildismat unglingsins byggt að mestu á gildimati foreldranna, eins og eðlilegt er. Þegar ha...

category-iconMálvísindi: íslensk

Er munur á því að segjast slátra dýri eða lóga því?

Spurningin hljóðaði upprunalega svona:Er munur á því að segjast slátra dýri eða lóga því? Með öðrum orðum nýtir maður dýr til matar sem hefur verið "lógað"?Sögnin slátra er einkum notuð um að fella dýr sem hafa á til matar. Dýrin eru þá aflífuð og hlutuð sundur í hæfilega skammta og seld í matvöruverslunum. Slátr...

category-iconLífvísindi: almennt

Af hverju þurfum við vatn til að lifa?

Lífið á jörðinni þróaðist í vatni og allar lífverur nýta sér sérstaka eiginleika vatnsins. Vatnið, ásamt vetnis- og hydroxyljónum sem myndast við sundrun þess, ræður að miklu leyti byggingu og líffræðilegurm eiginleikum prótína, kjarnsýra, fitusameinda og ýmissa annarra sameinda í lifandi frumu. Vatnið er þess ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hver var Pálína sem hin svokölluðu Pálínuboð eru kennd við?

Pálínuboð er sams konar boð og það sem á ensku er kallað potluck party. Kemur þá hver og einn með eitthvað og leggur til með sér á matar- eða kaffiborðið. Allsendis er óvíst að einhver sérstök Pálína eigi heiðurinn að nafninu. Líklegra er að hún Pálína með prikið hafi orðið kveikjan að nafninu. Flestir kannast við...

Fleiri niðurstöður