Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Við höfum áður fjallað nokkuð um svarthol á Vísindavefnum. Í svari við spurningunni Kemur maður inn í aðra veröld ef maður færi í gegnum svartholið? segir meðal annars þetta um hugsanleg ferðalög í gegnum ormagöng, en svo nefnast svarthol sem gætu fræðilega séð tengt saman tvo staði í sama alheimi eða tvo ólíka alheima:
Ekki er hins vegar víst að ferðalag í gegnum ormagöng væri ákjósanlegt. Gríðarlegt þyngdarsvið svarthola mundi nefnilega rífa í sundur allt það efni sem félli inn í það. Sá sem færi inn í svarthol kæmi þess vegna býsna ólíkur sjálfum sér út úr því.
Teikning listamanns af svartholi og efni umhverfis það.
Hér er hins vegar ekki verið að spyrja beint um ferðalög heldur í raun hvort hægt sé að fá það sem sent er inn í svarthol aftur til baka á einhvern hátt. Um þetta er fjallað í svari Kristjáns Rúnars Kristjánssonar við spurningunni Hverfur allt sem fer inn í svarthol eða kemur eitthvað út úr þeim aftur? og þar segir meðal annars:
Ef eingöngu er stuðst við sígilda eðlisfræði og almennu afstæðiskenninguna kemur ekkert út úr svartholum. Ef skammtaáhrif eru hins vegar tekin með í reikninginn eins og Stephen Hawking gerði árið 1975 kemur í ljós að svarthol senda frá sér varmageislun sem nefnd hefur verið Hawking-geislun.
Þá gæti líklega einhverjum dottið í hug að hægt væri að mæla þessa Hawking-geislun og lesa úr henni upplýsingar um þá hluti sem hafa fallið inn í svartholið og með þeim hætti endurheimt þá. Hér flækjast málin töluvert en til að gefa einfalt svar er hægt að segja að reglur skammtafræðinnar um tímaþróun koma í veg fyrir slíkar endurheimtur. Við bendum fróðleiksfúsum lesendum á að kynna sér málið frekar í fyrrnefndu svari Kristjáns Rúnars.
Mynd:Imagine the Universe!
Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.
JGÞ. „Ef eitthvað væri sent inn í svarthol, væri hægt að koma því til baka til jarðarinnar?“ Vísindavefurinn, 3. október 2008, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=49408.
JGÞ. (2008, 3. október). Ef eitthvað væri sent inn í svarthol, væri hægt að koma því til baka til jarðarinnar? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=49408
JGÞ. „Ef eitthvað væri sent inn í svarthol, væri hægt að koma því til baka til jarðarinnar?“ Vísindavefurinn. 3. okt. 2008. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=49408>.