Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hafa menn samvisku?

Atli Harðarson



Oftast er orðið samviska notað um tilhneigingu til geðshræringa af vissu tagi sem menn finna fyrir ef þeir brjóta af sér eða gjöra eitthvað sem talið er ámælisvert. Þessar geðshræringar fela jafnan í sér sjálfsásökun vegna einhvers athæfis og í flestum tilvikum líka eftirsjá eða ósk um að hafa látið það ógert.

Stundum er orðið samviska líka notað um nokkurn veginn það sama og „betri vitund” eða „siðferðileg sannfæring”. Þegar menn segja til dæmis að þeir geti ekki gert þetta eða hitt samvisku sinnar vegna meina þeir oftast að þeir álíti það verk sem um ræðir ranglátt, ósiðlegt eða svívirðilegt.

Í ljósi þessara stuttlegu athugasemda um merkingu orðsins „samviska” má svara spurningunni svo að maður hafi samvisku ef maður trúir því að sum verk séu siðferðilega röng eða einhver afbrot eða brot á siðareglum mundu valda manni geðshræringum af því tagi sem nefndar voru.



Mynd: Faith, Trust, & Fairy Dust ANIMATION ART and COLLECTIBLES

Höfundur

heimspekingur og kennari við Fjölbrautaskóla Vesturlands

Útgáfudagur

23.7.2001

Spyrjandi

Björgvin Ingi Ólafsson

Efnisorð

Tilvísun

Atli Harðarson. „Hafa menn samvisku?“ Vísindavefurinn, 23. júlí 2001, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=1812.

Atli Harðarson. (2001, 23. júlí). Hafa menn samvisku? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=1812

Atli Harðarson. „Hafa menn samvisku?“ Vísindavefurinn. 23. júl. 2001. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=1812>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hafa menn samvisku?


Oftast er orðið samviska notað um tilhneigingu til geðshræringa af vissu tagi sem menn finna fyrir ef þeir brjóta af sér eða gjöra eitthvað sem talið er ámælisvert. Þessar geðshræringar fela jafnan í sér sjálfsásökun vegna einhvers athæfis og í flestum tilvikum líka eftirsjá eða ósk um að hafa látið það ógert.

Stundum er orðið samviska líka notað um nokkurn veginn það sama og „betri vitund” eða „siðferðileg sannfæring”. Þegar menn segja til dæmis að þeir geti ekki gert þetta eða hitt samvisku sinnar vegna meina þeir oftast að þeir álíti það verk sem um ræðir ranglátt, ósiðlegt eða svívirðilegt.

Í ljósi þessara stuttlegu athugasemda um merkingu orðsins „samviska” má svara spurningunni svo að maður hafi samvisku ef maður trúir því að sum verk séu siðferðilega röng eða einhver afbrot eða brot á siðareglum mundu valda manni geðshræringum af því tagi sem nefndar voru.



Mynd: Faith, Trust, & Fairy Dust ANIMATION ART and COLLECTIBLES

...