Svörin við þessum spurningum eru ekki eins flókin og ætla mætti: EF heimurinn er í raun og veru endanlegur að stærð, þá er ekkert þar fyrir utan, EKKERT, og þá merkja hástafirnir að við munum aldrei geta sagt neitt um það. Eins er hitt, EF aldur heimsins er í raun og veru endanlegur, þá var EKKERT áður en hann varð til, það er að segja ekkert sem við munum nokkurn tímann geta sagt neitt um.Þeir sem vilja svo halda áfram að velta þessu fyrir sér geta lesið meira í spurningunni Þegar þið segið að "ekkert" sé fyrir utan heiminn ef hann er endanlegur, hvað er þá "ekkert"? Einnig bendum við lesendum á að setja leitarorðið alheimur inn í leitarvél Vísindavefsins. Spurning Birnu hljóðaði svona:
Mig langar að vita eitt sem enginn hefur geta svarað mér þá sem ég hef spurt. Hvað er fyrir utan geiminn?