Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 2157 svör fundust
Hvernig kviknaði líf á jörðinni?
Hvernig líf kviknaði á jörðinni er ein stærsta gáta sem vísindamenn standa frammi fyrir. Þrátt fyrir að ýmsar ótrúlegar uppgötvanir hafi verið gerðar á lífrænum ferlum undanfarna áratugi getum við enn þann dag í dag ekki sagt til um það hvernig líf kviknaði upphaflega. Til eru ýmsar kenningar um hvernig fyrstu líf...
Getur bláeygt par eignast græneygt barn?
Augnlitur okkar stafar af litarefninu melaníni í lithimnu augans. Ef lítið sem ekkert er af melaníni í ysta hluta lithimnunnar fáum við blá augu en annars græn eða brún og auðvitað ýmsa tóna þar á milli. Það sem ræður augnlit okkar (magni af melaníni í lithimnunni) eru þau gen sem við erfum frá foreldrum okkar...
Hvernig fær maður sveppasýkingu á fót?
Fótsveppur er tilkominn vegna sýkingar af völdum örvera sem nefnast sveppir. Þeir sveppir sem algengast er að valdi fótsveppasýkingum kallast dermatophytes en einnig sjást sýkingar af völdum candidasveppsins. Læknisfræðileg heiti yfir fótsveppi eru tinea pedis, dermatophytosis eða athlete's foot. Undir venjuleg...
Hvað geturðu sagt mér um Belgíu, svo sem helstu borgir, trúarbrögð og stjórnarfar?
Belgía er ríki í Vestur-Evrópu. Landið á landamæri að Þýskalandi í vestri, Frakklandi í suðri, Hollandi í norðri og Lúxemborg í vestri en tvö síðastnefndu eru hluti Niðurlanda sem Belgía er einnig hluti af. Dökki bletturinn á myndinni sýnir legu Belgíu í Evrópu. Í Belgíu er þingbundin konungsstjórn og heitir...
Eru til hvítir hrafnar eða albínóahrafnar?
Þegar fjallað er um hvít litaform í dýraríkinu þá er nauðsynlegt að fjalla um eðli slíkra forma. Hvítingjar hjá fjölda tegunda eru vel þekktir. Meðal annars er þetta þekkt hjá hrossum (Equus caballus), hröfnungum (Corvidae), kattardýrum (Felidae), hundum (Canis familiaris) og nautgripum (Bos sppl.). Orsökin fyr...
Hvaða áhrif hefur Facebook haft á samskipti fólks?
Haustið 2012 var talið að um einn milljarður manna væri með síðu á samskiptavefnum Facebook, og þar af voru Íslendingar tæplega 220.000. Hafa ber í huga að meðtalin eru félagasamtök, fyrirtæki og stofnanir sem hafa sett upp persónusíður þó slíkt sé brot á reglum vefjarins. Fremur lítið er vitað um notkun Íslend...
Hvað éta höfrungar?
Til ættar höfrunga teljast um 40 tegundir í 17 ættkvíslum. Höfrungar eru mjög breytilegir að stærð eða frá 1,2 metra löngum og 40 kg þungum maui-höfrungi (Cephalorhynchus hectori maui) upp í risann meðal höfrunga, háhyrninginn (Orcinus orcas), sem getur orðið rúmlega 9 metra langur og vegið allt að 10 tonn. H...
Hvað er einelti?
Hér er einnig svarað spurningunni:Hver er munurinn á einelti og stríðni? Einelti er ofbeldi þar sem einn eða fleiri ráðast að einum og beita hann ofbeldi yfir lengri tíma. Rannsóknir á einelti hófust að einhverju ráði fyrir rúmlega 30 árum og hafa fjölmargar skilgreiningar á einelti komið fram síðan. Allar eiga...
Hvað éta pokadýr?
Það er erfitt að gefa tæmandi úttekt á fæðu pokadýra þar sem pokadýr eru nokkuð fjölbreyttur hópur. Hér verður þess vegna fjallað um ættbálka pokadýra og sagt frá helstu einkennum og fæðu dýranna. Ránpokadýr (Dasyuromorphia) Þessi ættbálkur skiptist í þrjár ættir; maurapokaætt (Myrmecobiidae), pokaúlfaætt (T...
Hver var Wilhelm Wundt og hvernig lagði hann grunninn að sálfræði sem vísindagrein?
Í sálfræði, ekki síður en öðrum greinum, hefur orðið vinsælt, í anda Tómasar Kuhn, að segja söguna með áherslu á byltingar. Sumir sjá þá byltingu við hvert fótmál, atferlisbyltingu á fyrri hluta 20. aldar og hugræna tölvubyltingu á síðari hluta aldarinnar. Sumir sjá jafnvel enn fleiri, en aðrir eru sparari á bylti...
Hvað hefur vísindamaðurinn Emma Eyþórsdóttir rannsakað?
Emma Eyþórsdóttir er dósent í búfjárerfðafræði og kynbótum við Landbúnaðarháskóla Íslands. Hún hefur fengist við rannsóknir á íslensku búfé, aðallega sauðfé. Meðal helstu viðfangsefna hafa verið ullar- og gærueiginleikar hjá íslensku sauðfé og einnig ræktun kjöteiginleika og kjötgæði. Gæði afurða eru lykilatriði í...
Getur vetnisperoxíð og C-vítamín losað líkamann við veiruna sem veldur COVID-19?
Upprunalega spurningin var: Ef einstaklingi er gefið vetnisperoxíð (H2O2) og C-vítamín hverjar eru líkurnar á því að manneskjan losni við veiru úr líkamanum eins og t.d. COVID-19? Stutta svarið við spurningunni er að samkvæmt núverandi þekkingu eru líkurnar engar á því að vetnisperoxíð eða C-vítamín gagnist...
Hvernig er skógur skilgreindur?
Upprunalega spurningin var:Hvað telst skógur? Hæð trjáa, hversu þétt á milli trjáa, stærð á skóginum? Og hversu há er prósentutalan af heildarstærð landsins sem er þakin skógi nú? Ég var að velta fyrir mér eftir að víkingarnir eyddu skógum hérna var 1% eftir. Nú til dags höfum við gróðursett nokkuð. Á Íslandi e...
Var Ingólfur Arnarson með skegg og var hann skipaður amtmaður?
Hér er spurt um tvennt: Annars vegar skeggvöxt Ingólfs Arnarsonar og hins vegar hvort hann hafi gegnt embætti amtmanns. Það er auðvelt að afgreiða seinni hluta spurningarinnar fyrst, enda er svarið býsna afdráttarlaust: Landnámsmenn Íslands voru ekki amtmenn og ástæðan fyrir því er einföld: Embætti amtmanns kom ek...
Hvað er expressjónismi í tónlist?
Hugtakið expressjónismi kom fyrst fram í myndlist en var síðar tengt við stefnu í tónlist. Stefnan spratt fram við upphaf 20. aldar, meðal annars sem andóf gegn impressjónisma, enda hugtökin andstæð. Impression merkir áhrif og er þar átt við áhrif hins ytri veruleika á listamanninn. Expression merkir hins vegar tj...