Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað éta höfrungar?

Jón Már Halldórsson

Til ættar höfrunga teljast um 40 tegundir í 17 ættkvíslum. Höfrungar eru mjög breytilegir að stærð eða frá 1,2 metra löngum og 40 kg þungum maui-höfrungi (Cephalorhynchus hectori maui) upp í risann meðal höfrunga, háhyrninginn (Orcinus orcas), sem getur orðið rúmlega 9 metra langur og vegið allt að 10 tonn.

Höfrungar finnast á öllum hafsvæðum heims, í ósum stórfljóta og jafnvel í ám. Þeir eru afar hraðsynd rándýr og geta því elt uppi hraðfara sjávarlífverur eins og fiska og smokkfiska. Fæðuval þeirra er þó vissulega háð hvaða tegund um ræðir og hvar hún lifir, auk þess sem fæðan getur verið mjög árstíðarbundin. Fæðuþörfin er einnig mjög breytileg því eins og áður sagði þá er mjög mikill stærðarmunur innan ættar höfrunga.

Háhyrningar lifa til dæmis á ýmiss konar fisktegundum, bæði torfufiskum á borð við síld (Clupea harengus) og bolfiskum svo sem þorski. Einnig éta þeir ýmiss konar sjávarspendýr, svo sem seli og aðra hvali, til dæmis aðra höfrunga. Svo má jafnvel finna sjófugla á matseðli þeirra. Rannsóknir hafa sýnt að háhyrningar þurfa daglega að éta sem samsvarar frá 2,5 til 5% af eigin líkamsþyngd. Það þýðir að ef dýrið er um sjö tonn þarf það frá 175 til 350 kg af fæðu á dag.

Margar höfrungategundir sækja í torfufiska.

Rannsóknir á fæðuvali leifturhnýðis (Lagenorhynchus acutus) sem er algengur höfrungur í norðanverðu Atlantshafi og finnst meðal annars í hafinu umhverfis Ísland, sýna að fæða hans er mjög árstíðarbundin eftir framboði og hafsvæði. Hann étur mikið torfufisk, svo sem síld og makríl (Scomber scombrus) en einnig smokkfisk. Í Norðursjó eru höfuðfætlingar (Cephalopoda) og þá aðallega tegundir af ættkvíslinni Gonadus sp. stærstur hluti fæðu hans stóran hluta ársins. Sunnar á útbreiðslusvæði hans finnst meira af lýsu (Merlangius merlangus) og silfurkóði (Gadiculus argenteus) í fæðu hans. Við Ísland er síld og smokkfiskur hans helsta fæða.

Þriðja dæmið sem hér er tekið er hnýðingur eða blettahnýðir (Lagenorbynchus albirostris). Hann er fremur stór höfrungur, nær mest rúmlega 3 metra lengd og allt að 350 kíló að þyngd. Hann er langalgengasta tegund höfrunga við strendur Íslands en rannsóknir á honum hafa verið takmarkaðar. Rannsóknir á fæðuvali hans við Bretlandseyjar sýna að fiskur er meginfæða hans þar. Vísindamenn rannsökuðu magainnihald úr strönduðum hnýðingum og uppreiknuðu lífmassa þess sem þar var að finna. Niðurstöðurnar benda til þess að ýsa (Melanogrammus aeglefinus) sé mikilvægasta fæðan þar sem hún var tæplega 44% lífmassans en næst kemur lýsa með um 23%. Fiskur var alls 96% af öllum lífmassa úr mögum þessara strönduðu höfrunga. Talið er að fullorðinn blettahnýðir þurfi að éta um 4-5% af líkamsþyngd sinni á dag en mjólkandi kýr þarf talsvert meira eða um 8%.

Heimildir og mynd:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

13.3.2013

Spyrjandi

Angela Björg, f. 2000

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvað éta höfrungar?“ Vísindavefurinn, 13. mars 2013, sótt 23. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=64363.

Jón Már Halldórsson. (2013, 13. mars). Hvað éta höfrungar? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=64363

Jón Már Halldórsson. „Hvað éta höfrungar?“ Vísindavefurinn. 13. mar. 2013. Vefsíða. 23. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=64363>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað éta höfrungar?
Til ættar höfrunga teljast um 40 tegundir í 17 ættkvíslum. Höfrungar eru mjög breytilegir að stærð eða frá 1,2 metra löngum og 40 kg þungum maui-höfrungi (Cephalorhynchus hectori maui) upp í risann meðal höfrunga, háhyrninginn (Orcinus orcas), sem getur orðið rúmlega 9 metra langur og vegið allt að 10 tonn.

Höfrungar finnast á öllum hafsvæðum heims, í ósum stórfljóta og jafnvel í ám. Þeir eru afar hraðsynd rándýr og geta því elt uppi hraðfara sjávarlífverur eins og fiska og smokkfiska. Fæðuval þeirra er þó vissulega háð hvaða tegund um ræðir og hvar hún lifir, auk þess sem fæðan getur verið mjög árstíðarbundin. Fæðuþörfin er einnig mjög breytileg því eins og áður sagði þá er mjög mikill stærðarmunur innan ættar höfrunga.

Háhyrningar lifa til dæmis á ýmiss konar fisktegundum, bæði torfufiskum á borð við síld (Clupea harengus) og bolfiskum svo sem þorski. Einnig éta þeir ýmiss konar sjávarspendýr, svo sem seli og aðra hvali, til dæmis aðra höfrunga. Svo má jafnvel finna sjófugla á matseðli þeirra. Rannsóknir hafa sýnt að háhyrningar þurfa daglega að éta sem samsvarar frá 2,5 til 5% af eigin líkamsþyngd. Það þýðir að ef dýrið er um sjö tonn þarf það frá 175 til 350 kg af fæðu á dag.

Margar höfrungategundir sækja í torfufiska.

Rannsóknir á fæðuvali leifturhnýðis (Lagenorhynchus acutus) sem er algengur höfrungur í norðanverðu Atlantshafi og finnst meðal annars í hafinu umhverfis Ísland, sýna að fæða hans er mjög árstíðarbundin eftir framboði og hafsvæði. Hann étur mikið torfufisk, svo sem síld og makríl (Scomber scombrus) en einnig smokkfisk. Í Norðursjó eru höfuðfætlingar (Cephalopoda) og þá aðallega tegundir af ættkvíslinni Gonadus sp. stærstur hluti fæðu hans stóran hluta ársins. Sunnar á útbreiðslusvæði hans finnst meira af lýsu (Merlangius merlangus) og silfurkóði (Gadiculus argenteus) í fæðu hans. Við Ísland er síld og smokkfiskur hans helsta fæða.

Þriðja dæmið sem hér er tekið er hnýðingur eða blettahnýðir (Lagenorbynchus albirostris). Hann er fremur stór höfrungur, nær mest rúmlega 3 metra lengd og allt að 350 kíló að þyngd. Hann er langalgengasta tegund höfrunga við strendur Íslands en rannsóknir á honum hafa verið takmarkaðar. Rannsóknir á fæðuvali hans við Bretlandseyjar sýna að fiskur er meginfæða hans þar. Vísindamenn rannsökuðu magainnihald úr strönduðum hnýðingum og uppreiknuðu lífmassa þess sem þar var að finna. Niðurstöðurnar benda til þess að ýsa (Melanogrammus aeglefinus) sé mikilvægasta fæðan þar sem hún var tæplega 44% lífmassans en næst kemur lýsa með um 23%. Fiskur var alls 96% af öllum lífmassa úr mögum þessara strönduðu höfrunga. Talið er að fullorðinn blettahnýðir þurfi að éta um 4-5% af líkamsþyngd sinni á dag en mjólkandi kýr þarf talsvert meira eða um 8%.

Heimildir og mynd:...