Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað éta smokkfiskar?

Jón Már Halldórsson

Smokkfiskar (Teuthida) tilheyra flokki höfuðfætlinga (Cephalopoda) líkt og kolkrabbar (Octopoda) og nokkrir smærri hópar dýra. Um 300 smokkfiskategundir eru þekktar. Flestar eru tæplega stærri en 60 cm á lengd en sú stærsta, risasmokkfiskar (Architeuthis spp.), getur orðið allt að 13 metra löng.

Smokkfiskar eru góð sunddýr enda er líkami þeirra straumlínulaga. Þeir fara oftast um í miklum torfum og halda meðal annars til á djúp- og miðsævi og eiga það til að koma upp í efri lög sjávar á næturnar til hrygningar og í leit að æti. Sumar tegundir stökkva meira að segja upp úr sjónum, líkt og flugfiskar.

Smokkfiskur af tegundinni Loligo vulgaris.

Smokkfiskar eru mjög flóknar lífverur, líkt og kolkrabbar. Þeir hafa vel þróuð líffærakerfi og meltingarfæri þeirra eru flókin og minna nokkuð á meltingarfæri hryggdýra. Einstakir hlutar þeirra eru aðskildir frá öðrum og hlutarnir eru sérhæfðir, eins og til að mynda maginn sem er staðsettur í miðhluta meltingavegarins og endar svo í endaþarmi þar sem fullmelt fæða er losuð út.

Smokkfiskar eru afar kvik dýr og framkalla vatnsþrýsting með því að þrýsta sjó úr möttulholinu til að koma sér hratt hratt yfir. Það gagnast þeim bæði við fæðuöflun og til að forðast afræningja. Smokkfiskar eru mikilvæg fæða fyrir ótal tegundir dýra en þeir eru einnig skæðir afræningjar.

Þar sem tegundir smokkfiska eru mjög margar og lifa um öll heimsins höf þá yrði listi yfir fæðu þeirra afar langur. Ótal tegundir smárra fiska, krabbadýra, til dæmis rækjur og jafnvel aðrir smokkfiskar eru fæða þeirra.

Smokkfiskar eru útbúnir litlum goggi í kjaftinum. Með honum rífa þeir fæðuna í sundur og gleypa hana en þeir góma bráðina með örmunum.

Mynd:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

20.2.2012

Síðast uppfært

25.5.2022

Spyrjandi

Arna Marín Thorarensen

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvað éta smokkfiskar?“ Vísindavefurinn, 20. febrúar 2012, sótt 3. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=60830.

Jón Már Halldórsson. (2012, 20. febrúar). Hvað éta smokkfiskar? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=60830

Jón Már Halldórsson. „Hvað éta smokkfiskar?“ Vísindavefurinn. 20. feb. 2012. Vefsíða. 3. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=60830>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað éta smokkfiskar?
Smokkfiskar (Teuthida) tilheyra flokki höfuðfætlinga (Cephalopoda) líkt og kolkrabbar (Octopoda) og nokkrir smærri hópar dýra. Um 300 smokkfiskategundir eru þekktar. Flestar eru tæplega stærri en 60 cm á lengd en sú stærsta, risasmokkfiskar (Architeuthis spp.), getur orðið allt að 13 metra löng.

Smokkfiskar eru góð sunddýr enda er líkami þeirra straumlínulaga. Þeir fara oftast um í miklum torfum og halda meðal annars til á djúp- og miðsævi og eiga það til að koma upp í efri lög sjávar á næturnar til hrygningar og í leit að æti. Sumar tegundir stökkva meira að segja upp úr sjónum, líkt og flugfiskar.

Smokkfiskur af tegundinni Loligo vulgaris.

Smokkfiskar eru mjög flóknar lífverur, líkt og kolkrabbar. Þeir hafa vel þróuð líffærakerfi og meltingarfæri þeirra eru flókin og minna nokkuð á meltingarfæri hryggdýra. Einstakir hlutar þeirra eru aðskildir frá öðrum og hlutarnir eru sérhæfðir, eins og til að mynda maginn sem er staðsettur í miðhluta meltingavegarins og endar svo í endaþarmi þar sem fullmelt fæða er losuð út.

Smokkfiskar eru afar kvik dýr og framkalla vatnsþrýsting með því að þrýsta sjó úr möttulholinu til að koma sér hratt hratt yfir. Það gagnast þeim bæði við fæðuöflun og til að forðast afræningja. Smokkfiskar eru mikilvæg fæða fyrir ótal tegundir dýra en þeir eru einnig skæðir afræningjar.

Þar sem tegundir smokkfiska eru mjög margar og lifa um öll heimsins höf þá yrði listi yfir fæðu þeirra afar langur. Ótal tegundir smárra fiska, krabbadýra, til dæmis rækjur og jafnvel aðrir smokkfiskar eru fæða þeirra.

Smokkfiskar eru útbúnir litlum goggi í kjaftinum. Með honum rífa þeir fæðuna í sundur og gleypa hana en þeir góma bráðina með örmunum.

Mynd:...