Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað hefur vísindamaðurinn Emma Eyþórsdóttir rannsakað?

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands

Vísindafélag Íslendinga - 100 ára
Emma Eyþórsdóttir er dósent í búfjárerfðafræði og kynbótum við Landbúnaðarháskóla Íslands. Hún hefur fengist við rannsóknir á íslensku búfé, aðallega sauðfé. Meðal helstu viðfangsefna hafa verið ullar- og gærueiginleikar hjá íslensku sauðfé og einnig ræktun kjöteiginleika og kjötgæði. Gæði afurða eru lykilatriði í allri búfjárrækt og þar hefur náðst mikill árangur í ræktun íslenska sauðfjárins sem endurspeglast ekki síst í auknum gæðum lambakjöts. Tilrauna- og kennslubú landbúnaðarháskólans að Hesti í Borgarfirði hefur verið miðstöð sauðfjárkynbóta í landinu í áratugi og þar eru einnig gerðar margvíslegar rannsóknir á sauðfé sem Emma hefur tekið virkan þátt í.

Emma er meðal örfárra vísindamanna sem hafa stundað rannsóknir á gærueiginleikum sauðfjár. Þær staðfestu að íslenskar lambagærur eru mjög hentugar í mokkavinnslu og að ýmsir gæðaeiginleikar eru háðir erfðum. Skinnavörur eru hins vegar háðar tískusveiflum og lúta því ekki sömu lögmálum um ræktun og kynbætur og matvæli. Emma hefur einnig unnið að rannsóknum á ull og hefur meðal annars sinnt gæðamati á ull sem formaður Ullarmatsnefndar um árabil og staðið fyrir fræðslu um ullargæði og ullarmeðferð. Einnig má nefna rannsóknir á íslenskri bleikju við upphaf bleikjueldis þar sem bornir voru saman stofnar af mismunandi uppruna með það að markmiði að finna hentugan efnivið til kynbóta fyrir eldi. Þessi rannsókn varð grundvöllur að kynbótum á bleikju og bleikjueldi hefur stöðugt farið vaxandi síðan.

Emma hefur unnið að rannsóknum á ull og hefur meðal annars sinnt gæðamati á ull sem formaður Ullarmatsnefndar um árabil og staðið fyrir fræðslu um ullargæði og ullarmeðferð. Hér er hún í hvíta gallanum með ullarmatsnámskeið.

Emma hefur verið virk í norrænu samstarfi, hún hefur meðal annars tekið þátt í rannsóknum á skyldleika og erfðabreytileika norrænna búfjárkynja og stýrt slíku verkefni um sauðfé. Þær rannsóknir hafa staðfest sérstöðu íslensku búfjárkynjanna sem eru enn undirstaða búfjárframleiðslu hér á landi ólíkt því sem yfirleitt gerist með gömul kyn í Evrópu. Nautgripir og sauðfé á Íslandi sýna skyldleika við kyn í Norður- og Vestur-Noregi en jafnframt er ljóst að blöndun er mjög lítil við önnur kyn allt frá landnámi. Íslenska forystuféð er einstakt á heimsvísu og er nú skilgreint sem sérstakt sauðfjárkyn.

Emma hefur setið í Erfðanefnd landbúnaðarins frá stofnun nefndarinnar árið 2003 og sem formaður frá 2015. Áður var hún formaður erfðanefndar búfjár. Enn fremur hefur hún setið í stjórn Norræna genabankans fyrir húsdýr og síðar í húsdýraráði NordGen sem sinnir norrænu samstarfi um erfðaauðlindir í landbúnaði. Frá 2017 hefur hún verið í stjórn NordGen.

Emma fæddist 1953 í Skipholti í Hrunamannahreppi og lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð 1973. Hún lauk BSA-prófi í landbúnaðarfræðum með áherslu á búfé frá Manitoba-háskóla í Winnipeg í Kanada 1977. Hún stundaði framhaldsnám í búfjárkynbótum við landbúnaðarháskólann í Ási í Noregi 1986 – 1993. Hún hóf starfsferill sinn hjá Rannsóknastofnun landbúnaðarins sem starfsmaður við tilraunabúið á Hesti 1973 og síðar sem aðstoðarmaður við beitartilraunir 1976 og 1977. Hún starfaði sem sérfræðingur við Rannsóknastofnun landbúnaðarins frá 1983 og sem deildarstjóri búfjárdeildar 1998-2004. Við stofnun Landbúnaðarháskóla Íslands 2005 var hún skipuð dósent við skólann.

Mynd:
  • Guðjón Kristinsson.

Útgáfudagur

15.6.2018

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Emma Eyþórsdóttir rannsakað?“ Vísindavefurinn, 15. júní 2018, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=75999.

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2018, 15. júní). Hvað hefur vísindamaðurinn Emma Eyþórsdóttir rannsakað? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=75999

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Emma Eyþórsdóttir rannsakað?“ Vísindavefurinn. 15. jún. 2018. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=75999>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað hefur vísindamaðurinn Emma Eyþórsdóttir rannsakað?
Emma Eyþórsdóttir er dósent í búfjárerfðafræði og kynbótum við Landbúnaðarháskóla Íslands. Hún hefur fengist við rannsóknir á íslensku búfé, aðallega sauðfé. Meðal helstu viðfangsefna hafa verið ullar- og gærueiginleikar hjá íslensku sauðfé og einnig ræktun kjöteiginleika og kjötgæði. Gæði afurða eru lykilatriði í allri búfjárrækt og þar hefur náðst mikill árangur í ræktun íslenska sauðfjárins sem endurspeglast ekki síst í auknum gæðum lambakjöts. Tilrauna- og kennslubú landbúnaðarháskólans að Hesti í Borgarfirði hefur verið miðstöð sauðfjárkynbóta í landinu í áratugi og þar eru einnig gerðar margvíslegar rannsóknir á sauðfé sem Emma hefur tekið virkan þátt í.

Emma er meðal örfárra vísindamanna sem hafa stundað rannsóknir á gærueiginleikum sauðfjár. Þær staðfestu að íslenskar lambagærur eru mjög hentugar í mokkavinnslu og að ýmsir gæðaeiginleikar eru háðir erfðum. Skinnavörur eru hins vegar háðar tískusveiflum og lúta því ekki sömu lögmálum um ræktun og kynbætur og matvæli. Emma hefur einnig unnið að rannsóknum á ull og hefur meðal annars sinnt gæðamati á ull sem formaður Ullarmatsnefndar um árabil og staðið fyrir fræðslu um ullargæði og ullarmeðferð. Einnig má nefna rannsóknir á íslenskri bleikju við upphaf bleikjueldis þar sem bornir voru saman stofnar af mismunandi uppruna með það að markmiði að finna hentugan efnivið til kynbóta fyrir eldi. Þessi rannsókn varð grundvöllur að kynbótum á bleikju og bleikjueldi hefur stöðugt farið vaxandi síðan.

Emma hefur unnið að rannsóknum á ull og hefur meðal annars sinnt gæðamati á ull sem formaður Ullarmatsnefndar um árabil og staðið fyrir fræðslu um ullargæði og ullarmeðferð. Hér er hún í hvíta gallanum með ullarmatsnámskeið.

Emma hefur verið virk í norrænu samstarfi, hún hefur meðal annars tekið þátt í rannsóknum á skyldleika og erfðabreytileika norrænna búfjárkynja og stýrt slíku verkefni um sauðfé. Þær rannsóknir hafa staðfest sérstöðu íslensku búfjárkynjanna sem eru enn undirstaða búfjárframleiðslu hér á landi ólíkt því sem yfirleitt gerist með gömul kyn í Evrópu. Nautgripir og sauðfé á Íslandi sýna skyldleika við kyn í Norður- og Vestur-Noregi en jafnframt er ljóst að blöndun er mjög lítil við önnur kyn allt frá landnámi. Íslenska forystuféð er einstakt á heimsvísu og er nú skilgreint sem sérstakt sauðfjárkyn.

Emma hefur setið í Erfðanefnd landbúnaðarins frá stofnun nefndarinnar árið 2003 og sem formaður frá 2015. Áður var hún formaður erfðanefndar búfjár. Enn fremur hefur hún setið í stjórn Norræna genabankans fyrir húsdýr og síðar í húsdýraráði NordGen sem sinnir norrænu samstarfi um erfðaauðlindir í landbúnaði. Frá 2017 hefur hún verið í stjórn NordGen.

Emma fæddist 1953 í Skipholti í Hrunamannahreppi og lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð 1973. Hún lauk BSA-prófi í landbúnaðarfræðum með áherslu á búfé frá Manitoba-háskóla í Winnipeg í Kanada 1977. Hún stundaði framhaldsnám í búfjárkynbótum við landbúnaðarháskólann í Ási í Noregi 1986 – 1993. Hún hóf starfsferill sinn hjá Rannsóknastofnun landbúnaðarins sem starfsmaður við tilraunabúið á Hesti 1973 og síðar sem aðstoðarmaður við beitartilraunir 1976 og 1977. Hún starfaði sem sérfræðingur við Rannsóknastofnun landbúnaðarins frá 1983 og sem deildarstjóri búfjárdeildar 1998-2004. Við stofnun Landbúnaðarháskóla Íslands 2005 var hún skipuð dósent við skólann.

Mynd:
  • Guðjón Kristinsson.

...