Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Murta er afbrigði af bleikju. Murtan lifir í Þingvallavatni en það er eina stöðuvatnið í heiminum sem hefur fjögur afbrigði af bleikju. Þau heita: murta, kuðungableikja, dvergbleikja og sílableikja.
Murtan er jafnmynnt og lifir aðallega á smákröbbum, mýflugum og lirfum. Hún hefur oddmjótt höfuð og jafnlanga skolta.
Þetta er mynd af bleikju. Bleikja heitir á latínu Salvelinus alpinus og er beinfiskur af laxaætt. Bleikjan nærist einkum á vatnakröbbum og mýlirfum.
Bleikja er tegundarheiti en murta er heiti á afbrigði eins og við sögðum áðan. Einstaklingar af sömu tegund geta átt frjó afkvæmi. Þannig getur kvenkyns murta til dæmis átt frjó afkvæmi með karlkyns bleikju af öðru afbrigði tegundarinnar.
Þetta svar er eftir grunnskólanemanda á námskeiði Vísindavefsins sem haldið er í samvinnu við samtökin Heimili og skóla og Fræðslumiðstöð Reykjavíkurborgar vegna bráðgerra barna.
HeimildirHafrannsóknarstofnun
Reynir Bjarnason, Lífríkið í fersku vatni. Stefán Bergmann endursamdi. 2. útg. 1999
Íslenska alfræðiorðabókin. Örn og Örlygur. 1990
Myndin var á vefsetrinu www.fauna.is