Pokamoldvörpur (Notoryctemorphia) Í þessum ættbálki eru einungis tvær tegundir sem éta aðallega skordýralirfur. Pokamoldvörpur eru um 14-15 cm og vega um 40 grömm. Þær eru algjörlega blindar og treysta því alfarið á önnur skynfæri. Það er mjög erfitt er að rannsaka þessi dýr og þess vegna lítið vitað um þau. Pokagrasbítar (Diprotodontia) Þessi ættbálkur skiptist í þrjár ættir; vombatiformes (kóalabirnir og vambar), phalangeriformes (meðal annars posur, kúskús og pokasvifíkornar) og macropodiformes (meðal annars kengúrur og vallabíur). Þessi dýr eru af öllum stærðum og gerðum en eiga það sameiginlegt í dag að vera jurtaætur. Á forsögulegum tíma voru þó til ránkengúrur sem voru kjötætur. Einnig voru til risavambar (Diprodoton), risakóalabirnir (Phascolarctos stirtoni) og risakengúrur (Procoptodon) sem dóu út eftir að maðurinn kom til Ástralíu fyrir um 40-50 þúsund árum. Pokarottur (Didelphimorphia), pokasnjáldrur (Paucituberculata) og sílópokarottur (Microbiotheria) Í þessum ættbálkum eru fjölmargar tegundir, um 92 tegundir finnast í Suður-Ameríku en einungis ein pokarottutegund, virginíuposan (Didelphis virginiana), finnst í Norður-Ameríku. Ef virginíuposunni finnst hún vera í hættu tekur hún til þess ráðs að þykjast vera dauð þangað til hættan líður hjá. Pokarottur og sílópokarottur (ein tegund Dromiciops gliroides) eru alætur en pokasnjáldrur rándýr. Nálægt mannabyggðum finnst sumum pokarottum sérstaklega gott að gramsa í ruslatunnum fólks. Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:
- Búa pokadýr aðeins í Ástralíu?
- Hvaðan komu pokadýrin?
- Til hvers nota pokadýr pokann sinn?
- Gætir þú sagt mér eitthvað um tasmaníudjöfulinn?
- Getur þú sagt mér allt um tasmaníutígurinn og sýnt mér mynd af honum og afkvæmi?
- Hvað getið þið sagt mér um kengúrur?
- Getið þið sagt mér allt um kóalabirni?
- Frith, H.J. & J.H. Calby. 1969. Kangaroos. Cheshire F.W. (ritstj.). Melbourne.
- Luo, Z.X., Ji, Q., Wible, J.R. & Yuan, C.X. 2003. An early Cretaceous tribosphenic mammal and metatherian evolution. Science 302. 1934–1940.
- Macdonald, D. (ritstj.). 2001. The Encyclopedia of Mammals. Oxford, Oxford University Press.
- Rannveig Magnúsdóttir. 2009. Ránpokadýr í Ástralíu - uppruni og örlög. Náttúrufræðingurinn 78 (3-4): 139-146.
- Australian megafauna á Wikipedia.
- Virginia Opossum á Wikipedia.
- Mynd af kínaposu: Sinodelphys á Wikipedia.
- Mynd af fenjapokamús á spena: Rannveig Magnúsdóttir.
- Mynd af pokakanínu: It's Nature
Hér er einnig svarað spurningunni:
Getur þú sagt mér eitthvað um pokadýr, til dæmis einkenni, æxlun, fæðu o.s.frv?