Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 951 svör fundust

category-iconBókmenntir og listir

Hvaðan er leikurinn 'Fram, fram fylking' upprunninn og hvaðan kemur textinn sem sunginn er í honum?

“Fram, fram fylking” hefur verið vinsæll leikur meðal íslenskra barna í meir en 100 ár. Vitað er að höfundur textans var Ari Jónsson (1833-1907), bóndi á Þverá í Eyjafirði. Nafn hans kemur fram í bókinni Kvæði og leikir handa börnum eftir Halldóru Bjarnadóttur (1873-1981) en sú bók kom út árið 1917 og var ein fyrs...

category-iconLæknisfræði

Hvers vegna fær maður þvagfærasýkingu?

Þvagfærasýkingar eru sýkingar í þvagrás, þvagblöðru, þvagpípum eða nýrum en þessi líffæri kallast einu nafni þvagfæri. Flestar þvagfærasýkingar (um 80%) eru af völdum bakteríunnar E. coli sem er þarmabaktería, en aðrar bakteríur, sveppir og sníkjudýr geta einnig verið orsök þvagfærasýkinga. Konur fá frekar þva...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Voru lögréttumenn á miðöldum þingmenn þess tíma eða hver var embættisskylda þeirra?

Stöður lögréttumanna urðu til eftir að Ísland komst undir konungsvald, fyrst með lögbókinni Járnsíðu 1271, síðan með Jónsbók sem tók gildi 1281. Þessar stöður voru til uns Alþingi var lagt niður um aldamótin 1800. Lögréttumenn voru bændur, karlmenn sem ráku bú, tilnefndir af sýslumönnum og lögmönnum. Það gerðist þ...

category-iconTrúarbrögð

Hvað er wahhabismi sem er ríkjandi í Sádi-Arabíu?

Íslam skiptist í tvær greinar, súnníta og sjíta. Flestir Sádi-Arabar eru súnnítar. Wahhabismi er nafnið á hugmyndafræði sem er ríkjandi í Sádi-Arabíu. Hugmyndafræðin á upphaflega rætur sínar að rekja til fræðimanns að nafni Múhammeð ibn Abd Wahhab (1703-1792) sem var uppi á 18. öld. Wahhab var frá Najd, sem er...

category-iconBókmenntir og listir

Hver var Jane Austen og hvaða bækur skrifaði hún?

Enska skáldkonan Jane Austen fæddist 16. desember 1775 í smábænum Steventon í norðurhluta Hampshire. Hún var dóttir prestsins George Austen og konu hans Cassöndru sem eignuðust 8 börn. Eina systir Jane, Cassandra, var hennar besti vinur og lífsförunautur en hvorug þeirra giftist. Austen byrjaði 11 ára gömul að skr...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Af hverju finna bara sumir vont bragð af gúrku?

Það er rétt sem spyrjandi bendir á að sumum finnast gúrkur mjög vondar. Við þekkjum það öll að smekkur er afar mismunandi og á það við um mat eins og flest annað. Sumir elska sjávarrétti á meðan aðrir geta ekki hugsað sér neitt betra en blóðuga nautasteik. Fyrir þessum skoðunum okkar geta legið ýmsar ástæður og í...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hver var Alessandro Volta og hvert var hans framlag til vísindanna?

Eðlis- og efnafræðingurinn Alessandro Volta fæddist í borginni Como á Langbarðalandi á Norður-Ítalíu árið 1745 og lést í bænum Camnago árið 1827. Hann er þekktur sem einn af brautryðjendum rafsegulfræðinnar og því til áréttingar er einingin um rafspennu, volt, einmitt kennd við hann. Árið 1774 var hann ráðinn s...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað eru sykrur?

Sykrur eru lífræn efni sem einnig kallast kolvetni. Efnafræðilega eru sykrur hýdröt kolefnis (hýdrat er efnasamband orðið til við samruna tiltekins efnis og vatns) með almennu formúluna (CH2O)n þar sem \(n\geq 3\). Ef sykrusameind er gerð úr einni slíkri einingu telst sykran til einsykra, ef hún er gerð úr tveimur...

category-iconStjórnmálafræði

Hverjir fundu upp lýðræðið og af hverju?

Eins og fram kemur í svari sama höfundar við spurningunni Hvað fundu Forngrikkir upp? er lýðræðið meðal uppfinninga Forngrikkja. Aþena varð einmitt heimsins fyrsta lýðræðisríki árið 508 f.Kr. og síðan fylgdu önnur forngrísk borgríki í kjölfarið. Forngrískt lýðræði var frábrugðið nútímalýðræði á ýmsan hátt. Í Aþenu...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hver var Jón Árnason og hvað gerði hann merkilegt?

Jón Árnason er eflaust þekktastur fyrir að vera frumkvöðull í söfnun þjóðsagna á 19. öld. Segja má að þjóðsagnasöfnunin hafi þó aðeins verið hluti af stærri heild, sjálfstæðisbaráttu og hreyfingu sem miðaði að því að skapa grundvöll þjóðmenningar og endurspeglast meðal annars í baráttu Jóns, vinar hans Sigurðar Gu...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Af hverju haldast hlutir eins og atóm og sameindir saman í heilu lagi?

Í þessu samhengi ber fyrst að nefna rafstöðukrafta. Flestir hafa séð hvað gerist ef blöðru er nuddað upp við hár manns. Þá er hægt að festa blöðruna upp í loft og hárin sem blöðrunni var nuddað upp að standa upp í loft og hvert út frá öðru. Núningurinn hefur þá framkallað krafta sem láta hárin fjarlægjast hvert an...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hversu sjaldgæfur er margfaldur persónuleiki?

Margfaldur persónuleiki hefur löngum verið álitinn afar sjaldgæfur og talið var að einn af hverjum hundrað þúsund einstaklingum hefði hann. Margfaldur persónuleiki hefur greinst mun oftar hjá konum en körlum. Geðlæknar og sálfræðingar hafa þó á síðustu árum sýnt fram á að margfaldur persónuleiki er í rauninni mun ...

category-iconLandafræði

Eru Pitcairn-eyjar í Kyrrahafi sjálfstætt ríki?

Eins og fram kemur í svari sama höfundar við spurningunni Hvaða lönd tilheyra Bretlandi? er Pitcairn-eyja í Suður-Kyrrahafi meðal þeirra örfáu eyja og svæða utan Bretlandseyja sem enn lúta yfirráðum Breta. Formlega fer samveldissendiherra Breta (British High Commissioner) á Nýja Sjálandi með málefni Pitcairn-...

category-iconHugvísindi

Var Billi barnungi til? Er til einhver ljósmynd af honum?

Billi barnungi er líklega þekktastur hér á landi sem persóna í Lukku-Lákabókunum Billi barnungi og Heiðursvörður Billa barnunga. Eins og margar aðrar persónur í bókunum á Billi sér raunverulega fyrirmynd sem er „byssubófinn“ Billy the Kid. Til er ein mynd sem örugglega er af Billa og önnur er líklega af honum. ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Eru lundahundar til á Íslandi?

Samkvæmt upplýsingum Hundaræktarfélags Íslands eru engir lundahundar (no. Lundehunde, e. Norwegian Lundehunds eða Puffin dogs) á Íslandi og hafa þeir sennilega aldrei verið fluttir til landsins. Lundahundur. Lundahundar eru ættaðir frá Noregi og þar er að finna flesta einstaklinga af þessari tegund. Talið er að ...

Fleiri niðurstöður