Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver var Jane Austen og hvaða bækur skrifaði hún?

Alda Björk Valdimarsdóttir

Enska skáldkonan Jane Austen fæddist 16. desember 1775 í smábænum Steventon í norðurhluta Hampshire. Hún var dóttir prestsins George Austen og konu hans Cassöndru sem eignuðust 8 börn. Eina systir Jane, Cassandra, var hennar besti vinur og lífsförunautur en hvorug þeirra giftist. Austen byrjaði 11 ára gömul að skrifa, jafnt leikrit, ritgerðir og stuttar sögur. Fyrir 25 ára aldur hafði hún skrifað drög að skáldsögunum Sense and Sensibility, Northanger Abbey og Pride and Prejudice. Auk þess skrifaði hún stuttu bréfaskáldsöguna Lady Susan á nítjánda ári, 1794, en sagan kom nýlega út sem kvikmynd undir heitinu Love and Friendship (2016).

Jane Austen (1775-1817).

Í desember 1800 ákvað George Austen að setjast í helgan stein og flutti ásamt konu sinni og tveimur dætrum til Bath, sem var vinsæll dvalarstaður efri stéttarinnar á þessum árum. Jane virðist hafa liðið illa í Bath og skrifaði ekki neitt í 8 ár, en bróðursonur hennar sagði síðar að Hampshire sveitin hafi verið „vagga snilligáfu hennar“. Talið er að foreldrar systranna hafi meðal annars valið bæinn þar sem það var góður staður til þess að finna eiginmenn fyrir ógiftar dæturnar.

Staðsetning Bath gerði fjölskyldunni kleift að fara í sumarleyfi á ýmsa staði við sjávarsíðuna á suðurströnd Englands, eins og til Lyme Regis, þar sem Persuasion gerist að hluta til. Mikið hefur verið fjallað um mögulegt ástarævintýri Austen og „mannsins við hafið“ á þessum stað í sumarleyfi árið 1801. Þessi ónafngreindi maður hafði hug á að biðja um hönd hennar, en lést stuttu síðar. Haustið 1802 bar góður vinur Austen systranna, bróðir vinkvenna þeirra, upp bónorð. Hann hét Harris Bigg–Wither og var erfingi talsverðra eigna. Í fyrstu játaðist Jane honum en dró svo samþykki sitt til baka næsta morgun eftir svefnlausa nótt.

Í upphafi árs 1805 lést faðir hennar og voru mæðgurnar þá í lausu lofti án húsnæðis og peninga, háðar góðmennsku og stuðningi bræðra Jane og Cassöndru. Loks árið 1809 lét Edward Austen Knight, en hann hafði verið ættleiddur 12 ára gamall af vel efnuðum og barnlausum hjónum, móður sína og systur fá hús til afnota í Chawton í Hampshire.

Síðustu átta ár ævi sinnar bjó Jane Austen í Chawton í Hampshire. Þar er nú safn tileinkað skáldkonunni - Jane Austen's House Museum.

Jane Austen fann aftur innblásturinn í Chawton og hóf skriftir af fullum krafti. Hún fullvann gömlu handritin auk þess sem hún skrifaði frá grunni skáldsögurnar Mansfield Park, Emmu og Persuasion. Jane var umhugað að hvorki þjónarnir né aðrir sem heimsóttu fjölskylduna yrðu varir við skriftirnar. Hún bannaði því að hurð sem lá að herberginu yrði smurð því marrið í lömunum gaf skáldkonunni tækifæri á að fela blöðin sín. Austen fann viðurkennda útgefendur í Lundúnum, en gaf skáldsögurnar út án höfundarnafns, þótt vitað væri að þær voru eftir konu. Skáldsögurnar fengu góða dóma og voru fremur vinsælar.

Snemma árs 1816 byrjaði Austen að finna fyrir kvilla sem fór versnandi. Sumir telja að hún hafi þjáðst af Addison-veiki, sem er sjúkdómur er tengist nýrnastarfseminni, aðrir að hún hafi fengið eitlakrabba. Hún lést rúmlega fertug í Winchester 18. júlí 1817 og er grafin undir gólfinu í sögufrægri dómkirkju bæjarins.

Northanger Abbey og Persuasion komu út saman eftir dauða Austen í lok ársins 1817 með æviágripi Henrys um systur sína. Frægð hennar óx jafnt og þétt á 19. öldinni og hefur farið stigvaxandi æ síðan, ekki síst síðustu tuttugu árin. Gríðarlegur fjöldi aðlagana og endurritana á skáldsögum hennar hafa komið út, ýmiss konar handbækur, sjálfshjálparbækur, kokkabækur, glæpasögur, hrollvekjur og þannig mætti lengi telja. Á íslensku hafa komið út verkin Hroki og hleypidómar (1988) í þýðingu Silju Aðalsteinsdóttur (eldri þýð. Ást og hleypidómar, 1956) og Emma (2012) í þýðingu Sölku Guðmundsdóttur.

Þegar Sense and Sensibility kom út árið 1811 var skráður höfundur kona en ekki undir nafni.

Því má halda fram að Jane Austen sé nútímalegasti rithöfundur 19. aldarinnar og áhrif hennar á kvennamenningu samtíma okkar eru gríðarleg. Írónísk frásagnarrödd Austen afhjúpar hræsni, snobb og uppgerð efri stéttar auk þess sem sögur hennar takast á við siðblindu, hroka og mannasiði um leið og þær segja frá ást og tilhugalífi kvenna sem reyna að fóta sig í karlaheimi.

Myndir:

Höfundur

Alda Björk Valdimarsdóttir

dósent við íslensku- og menningardeild HÍ

Útgáfudagur

16.5.2017

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Alda Björk Valdimarsdóttir. „Hver var Jane Austen og hvaða bækur skrifaði hún?“ Vísindavefurinn, 16. maí 2017, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=73985.

Alda Björk Valdimarsdóttir. (2017, 16. maí). Hver var Jane Austen og hvaða bækur skrifaði hún? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=73985

Alda Björk Valdimarsdóttir. „Hver var Jane Austen og hvaða bækur skrifaði hún?“ Vísindavefurinn. 16. maí. 2017. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=73985>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver var Jane Austen og hvaða bækur skrifaði hún?
Enska skáldkonan Jane Austen fæddist 16. desember 1775 í smábænum Steventon í norðurhluta Hampshire. Hún var dóttir prestsins George Austen og konu hans Cassöndru sem eignuðust 8 börn. Eina systir Jane, Cassandra, var hennar besti vinur og lífsförunautur en hvorug þeirra giftist. Austen byrjaði 11 ára gömul að skrifa, jafnt leikrit, ritgerðir og stuttar sögur. Fyrir 25 ára aldur hafði hún skrifað drög að skáldsögunum Sense and Sensibility, Northanger Abbey og Pride and Prejudice. Auk þess skrifaði hún stuttu bréfaskáldsöguna Lady Susan á nítjánda ári, 1794, en sagan kom nýlega út sem kvikmynd undir heitinu Love and Friendship (2016).

Jane Austen (1775-1817).

Í desember 1800 ákvað George Austen að setjast í helgan stein og flutti ásamt konu sinni og tveimur dætrum til Bath, sem var vinsæll dvalarstaður efri stéttarinnar á þessum árum. Jane virðist hafa liðið illa í Bath og skrifaði ekki neitt í 8 ár, en bróðursonur hennar sagði síðar að Hampshire sveitin hafi verið „vagga snilligáfu hennar“. Talið er að foreldrar systranna hafi meðal annars valið bæinn þar sem það var góður staður til þess að finna eiginmenn fyrir ógiftar dæturnar.

Staðsetning Bath gerði fjölskyldunni kleift að fara í sumarleyfi á ýmsa staði við sjávarsíðuna á suðurströnd Englands, eins og til Lyme Regis, þar sem Persuasion gerist að hluta til. Mikið hefur verið fjallað um mögulegt ástarævintýri Austen og „mannsins við hafið“ á þessum stað í sumarleyfi árið 1801. Þessi ónafngreindi maður hafði hug á að biðja um hönd hennar, en lést stuttu síðar. Haustið 1802 bar góður vinur Austen systranna, bróðir vinkvenna þeirra, upp bónorð. Hann hét Harris Bigg–Wither og var erfingi talsverðra eigna. Í fyrstu játaðist Jane honum en dró svo samþykki sitt til baka næsta morgun eftir svefnlausa nótt.

Í upphafi árs 1805 lést faðir hennar og voru mæðgurnar þá í lausu lofti án húsnæðis og peninga, háðar góðmennsku og stuðningi bræðra Jane og Cassöndru. Loks árið 1809 lét Edward Austen Knight, en hann hafði verið ættleiddur 12 ára gamall af vel efnuðum og barnlausum hjónum, móður sína og systur fá hús til afnota í Chawton í Hampshire.

Síðustu átta ár ævi sinnar bjó Jane Austen í Chawton í Hampshire. Þar er nú safn tileinkað skáldkonunni - Jane Austen's House Museum.

Jane Austen fann aftur innblásturinn í Chawton og hóf skriftir af fullum krafti. Hún fullvann gömlu handritin auk þess sem hún skrifaði frá grunni skáldsögurnar Mansfield Park, Emmu og Persuasion. Jane var umhugað að hvorki þjónarnir né aðrir sem heimsóttu fjölskylduna yrðu varir við skriftirnar. Hún bannaði því að hurð sem lá að herberginu yrði smurð því marrið í lömunum gaf skáldkonunni tækifæri á að fela blöðin sín. Austen fann viðurkennda útgefendur í Lundúnum, en gaf skáldsögurnar út án höfundarnafns, þótt vitað væri að þær voru eftir konu. Skáldsögurnar fengu góða dóma og voru fremur vinsælar.

Snemma árs 1816 byrjaði Austen að finna fyrir kvilla sem fór versnandi. Sumir telja að hún hafi þjáðst af Addison-veiki, sem er sjúkdómur er tengist nýrnastarfseminni, aðrir að hún hafi fengið eitlakrabba. Hún lést rúmlega fertug í Winchester 18. júlí 1817 og er grafin undir gólfinu í sögufrægri dómkirkju bæjarins.

Northanger Abbey og Persuasion komu út saman eftir dauða Austen í lok ársins 1817 með æviágripi Henrys um systur sína. Frægð hennar óx jafnt og þétt á 19. öldinni og hefur farið stigvaxandi æ síðan, ekki síst síðustu tuttugu árin. Gríðarlegur fjöldi aðlagana og endurritana á skáldsögum hennar hafa komið út, ýmiss konar handbækur, sjálfshjálparbækur, kokkabækur, glæpasögur, hrollvekjur og þannig mætti lengi telja. Á íslensku hafa komið út verkin Hroki og hleypidómar (1988) í þýðingu Silju Aðalsteinsdóttur (eldri þýð. Ást og hleypidómar, 1956) og Emma (2012) í þýðingu Sölku Guðmundsdóttur.

Þegar Sense and Sensibility kom út árið 1811 var skráður höfundur kona en ekki undir nafni.

Því má halda fram að Jane Austen sé nútímalegasti rithöfundur 19. aldarinnar og áhrif hennar á kvennamenningu samtíma okkar eru gríðarleg. Írónísk frásagnarrödd Austen afhjúpar hræsni, snobb og uppgerð efri stéttar auk þess sem sögur hennar takast á við siðblindu, hroka og mannasiði um leið og þær segja frá ást og tilhugalífi kvenna sem reyna að fóta sig í karlaheimi.

Myndir:

...