Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Eru lundahundar til á Íslandi?

Jón Már Halldórsson

Samkvæmt upplýsingum Hundaræktarfélags Íslands eru engir lundahundar (no. Lundehunde, e. Norwegian Lundehunds eða Puffin dogs) á Íslandi og hafa þeir sennilega aldrei verið fluttir til landsins.



Lundahundur.

Lundahundar eru ættaðir frá Noregi og þar er að finna flesta einstaklinga af þessari tegund. Talið er að aðeins um 1.000 lundahundar séu til og er þetta því eitt sjaldgæfasta hundakyn í heimi. Hundarnir eru 32-38 cm á hæð yfir herðakamb og vega yfirleitt 6-7 kg.

Lundahundurinn er líklega langelsta hundakynið á Norðurlöndum. Sumir halda því fram að afbrigðið hafi komið fram fyrir síðasta jökulskeið og tilheyri ekki tömdu hundategundinni Canis familiaris, heldur eldri tegund hundaættarinnar sem nefnist á fræðimáli Canis forus. Rannsóknir hafa gefið slíkum vangaveltum byr undir báða vængi. Vitað er að á víkingatímanum voru lundahundar notaðir bæði við fjárgæslu og fuglaveiðar á nokkrum eyjum í Lófótseyjaklasanum í Norður-Noregi. Vegna þess hversu afskekkt svæðið var, héldust hundarnir arfhreinir fram eftir öldum, líkt og íslenski fjárhundurinn hér á landi.



Lundahundar hafa aukaliðamót í hnakkagróf
og geta beygt höfuðið aftur um 180°.

Lundahundar komust að öllum líkindum fyrst í heimsbókmenntirnar eftir að ítalskur sjómaður, Perro Overini að nafni, strandaði skipi sínu við eina Lófótseyju árið 1432. Hann komst lífs af og hafði þar vetursetu. Þegar heim var komið ritaði hann bók sem vakti athygli manna. Ferðalangar fylgdu í kjölfarið og skrifuðu meðal annars um veiðar á lunda með þessum einstöku hundum en afbrigðið dregur einmitt nafn sitt af lundanum.



Lundahundar geta rétt framfæturna 90° til hliðar.

Norsku lundahundarnir voru lengi vel álitnir jafn verðmætir og góðar mjólkurkýr. Á 16. og 17. öld voru þeir talsvert fluttir út, meðal annars suður til Þýskalands. Vinsældir þeirra minnkuðu snarlega í Norður-Noregi eftir 1850 þegar menn hófu að beita netum og háfum við lundaveiðar. Þar með töpuðu hundarnir meginhlutverki sínu, þeir þóttu óþarfir og voru vanræktir. Á sumum stöðum réðust þeir á sauðfé vegna matarskorts og var sérstakur skattur lagður á eigendur þeirra.

Það er helst Norðmanninum Sigurd Skaun að þakka að afbrigiðið er enn við lýði. Skaun var áhugamaður um hundarækt og þegar hann las gamlar greinar um óvenjulega lundaveiðihunda á tveimur eyjum Lófóts, ákvað hann að kanna hvort kynið væri ennþá til. Á eyjunni Værøy fann hann lundahunda sem enn voru notaðir til veiða. Skaun skrifaði grein í tímarit um þetta sjaldgæfa hundakyn árið 1925 og hvatti til ræktunar þess. Smám saman hófust norskir hundaáhugamenn handa við að bjarga kyninu og sérstakt félag um ræktun lundahunda var stofnað í Noregi árið 1962.

Röntgenmynd af framfótum lundahunds

Röntgenmynd af framfótum lundahunds.

Fyrir utan meintan aldur lundahundakynsins, eru hundarnir mjög sérstakir líffræðilega og um margt einstakir meðal hunda. Þótt aðalhlutverk þeirra fyrr á öldum hafi verið að veiða lunda, voru þeir einnig notaðir við veiðar á bjargfuglum. Líkamsbygging lundahunda gerir þeim kleift að klifra um björg og komast á auðveldan hátt inn í þröngar lundaholur. Fyrst ber að nefna smæð þeirra en fjögur önnur líffræðileg atriði ráða líka miklu og greina þá frá öðrum hundum.

Í fyrsta lagi geta þeir lokað eyrunum og þannig varnað því að ryk og vatn berist inn í hlustina meðan þeir athafna sig í þröngum holunum. Þessi hæfileiki gæti einnig hjálpað lundahundunum við að staðsetja sig í dimmum holum. Í öðru lagi hafa þeir aukaliðamót í hnakkagrófinni og geta beygt höfuðið aftur um 180°, eiginleiki sem kemur sér vel þegar hundarnir þurfa að bakka úr sveigðum og beygðum holum fugla. Í þriðja lagi geta þeir beygt framfæturna til hliðar um 90° sem bæði kemur sér vel til grips í hálum klettum og við beygjur inni í holum. Síðast en ekki síst hafa þeir svo sex tær á öllum fótum en ganga á fimm tám á framfótum og fjórum að aftan. Tærnar á framfótunum hafa þrenn liðamót nema sú innsta hvoru megin sem hefur tvenn. Þær innstu geta lundahundar kreppt og rétt úr líkt og menn geta með þumalfingri. Þetta gerir þeim kleift að að grípa bráðina, lundann, og draga hana úr fylgsni sínu. Auk þess nýtist þessi lipurleiki tánna lundahundum vel í bjargklifri.

Allir þessir þættir hjálpa lundahundum að ferðast um björg og holur fugla. Hlutverk þeirra hefur breyst með breyttum lifnaðarháttum mannsins en lundahundar hafa reynst vel inni á heimilum og eiga því framtíðina fyrir sér.

Heimildir og myndir:


Fjölmörg svör er að finna á Vísindavefnum um hunda og hundaafbrigði sem nálgast má með því að smella á efnisorðin neðst í svarinu.

Áhugaverð svör eftir sama höfund:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

3.9.2003

Spyrjandi

Gunnar Leifsson, f. 1988

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Eru lundahundar til á Íslandi?“ Vísindavefurinn, 3. september 2003, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3704.

Jón Már Halldórsson. (2003, 3. september). Eru lundahundar til á Íslandi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3704

Jón Már Halldórsson. „Eru lundahundar til á Íslandi?“ Vísindavefurinn. 3. sep. 2003. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3704>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Eru lundahundar til á Íslandi?
Samkvæmt upplýsingum Hundaræktarfélags Íslands eru engir lundahundar (no. Lundehunde, e. Norwegian Lundehunds eða Puffin dogs) á Íslandi og hafa þeir sennilega aldrei verið fluttir til landsins.



Lundahundur.

Lundahundar eru ættaðir frá Noregi og þar er að finna flesta einstaklinga af þessari tegund. Talið er að aðeins um 1.000 lundahundar séu til og er þetta því eitt sjaldgæfasta hundakyn í heimi. Hundarnir eru 32-38 cm á hæð yfir herðakamb og vega yfirleitt 6-7 kg.

Lundahundurinn er líklega langelsta hundakynið á Norðurlöndum. Sumir halda því fram að afbrigðið hafi komið fram fyrir síðasta jökulskeið og tilheyri ekki tömdu hundategundinni Canis familiaris, heldur eldri tegund hundaættarinnar sem nefnist á fræðimáli Canis forus. Rannsóknir hafa gefið slíkum vangaveltum byr undir báða vængi. Vitað er að á víkingatímanum voru lundahundar notaðir bæði við fjárgæslu og fuglaveiðar á nokkrum eyjum í Lófótseyjaklasanum í Norður-Noregi. Vegna þess hversu afskekkt svæðið var, héldust hundarnir arfhreinir fram eftir öldum, líkt og íslenski fjárhundurinn hér á landi.



Lundahundar hafa aukaliðamót í hnakkagróf
og geta beygt höfuðið aftur um 180°.

Lundahundar komust að öllum líkindum fyrst í heimsbókmenntirnar eftir að ítalskur sjómaður, Perro Overini að nafni, strandaði skipi sínu við eina Lófótseyju árið 1432. Hann komst lífs af og hafði þar vetursetu. Þegar heim var komið ritaði hann bók sem vakti athygli manna. Ferðalangar fylgdu í kjölfarið og skrifuðu meðal annars um veiðar á lunda með þessum einstöku hundum en afbrigðið dregur einmitt nafn sitt af lundanum.



Lundahundar geta rétt framfæturna 90° til hliðar.

Norsku lundahundarnir voru lengi vel álitnir jafn verðmætir og góðar mjólkurkýr. Á 16. og 17. öld voru þeir talsvert fluttir út, meðal annars suður til Þýskalands. Vinsældir þeirra minnkuðu snarlega í Norður-Noregi eftir 1850 þegar menn hófu að beita netum og háfum við lundaveiðar. Þar með töpuðu hundarnir meginhlutverki sínu, þeir þóttu óþarfir og voru vanræktir. Á sumum stöðum réðust þeir á sauðfé vegna matarskorts og var sérstakur skattur lagður á eigendur þeirra.

Það er helst Norðmanninum Sigurd Skaun að þakka að afbrigiðið er enn við lýði. Skaun var áhugamaður um hundarækt og þegar hann las gamlar greinar um óvenjulega lundaveiðihunda á tveimur eyjum Lófóts, ákvað hann að kanna hvort kynið væri ennþá til. Á eyjunni Værøy fann hann lundahunda sem enn voru notaðir til veiða. Skaun skrifaði grein í tímarit um þetta sjaldgæfa hundakyn árið 1925 og hvatti til ræktunar þess. Smám saman hófust norskir hundaáhugamenn handa við að bjarga kyninu og sérstakt félag um ræktun lundahunda var stofnað í Noregi árið 1962.

Röntgenmynd af framfótum lundahunds

Röntgenmynd af framfótum lundahunds.

Fyrir utan meintan aldur lundahundakynsins, eru hundarnir mjög sérstakir líffræðilega og um margt einstakir meðal hunda. Þótt aðalhlutverk þeirra fyrr á öldum hafi verið að veiða lunda, voru þeir einnig notaðir við veiðar á bjargfuglum. Líkamsbygging lundahunda gerir þeim kleift að klifra um björg og komast á auðveldan hátt inn í þröngar lundaholur. Fyrst ber að nefna smæð þeirra en fjögur önnur líffræðileg atriði ráða líka miklu og greina þá frá öðrum hundum.

Í fyrsta lagi geta þeir lokað eyrunum og þannig varnað því að ryk og vatn berist inn í hlustina meðan þeir athafna sig í þröngum holunum. Þessi hæfileiki gæti einnig hjálpað lundahundunum við að staðsetja sig í dimmum holum. Í öðru lagi hafa þeir aukaliðamót í hnakkagrófinni og geta beygt höfuðið aftur um 180°, eiginleiki sem kemur sér vel þegar hundarnir þurfa að bakka úr sveigðum og beygðum holum fugla. Í þriðja lagi geta þeir beygt framfæturna til hliðar um 90° sem bæði kemur sér vel til grips í hálum klettum og við beygjur inni í holum. Síðast en ekki síst hafa þeir svo sex tær á öllum fótum en ganga á fimm tám á framfótum og fjórum að aftan. Tærnar á framfótunum hafa þrenn liðamót nema sú innsta hvoru megin sem hefur tvenn. Þær innstu geta lundahundar kreppt og rétt úr líkt og menn geta með þumalfingri. Þetta gerir þeim kleift að að grípa bráðina, lundann, og draga hana úr fylgsni sínu. Auk þess nýtist þessi lipurleiki tánna lundahundum vel í bjargklifri.

Allir þessir þættir hjálpa lundahundum að ferðast um björg og holur fugla. Hlutverk þeirra hefur breyst með breyttum lifnaðarháttum mannsins en lundahundar hafa reynst vel inni á heimilum og eiga því framtíðina fyrir sér.

Heimildir og myndir:


Fjölmörg svör er að finna á Vísindavefnum um hunda og hundaafbrigði sem nálgast má með því að smella á efnisorðin neðst í svarinu.

Áhugaverð svör eftir sama höfund:...