Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er wahhabismi sem er ríkjandi í Sádi-Arabíu?

Árni Freyr Magnússon

Íslam skiptist í tvær greinar, súnníta og sjíta. Flestir Sádi-Arabar eru súnnítar. Wahhabismi er nafnið á hugmyndafræði sem er ríkjandi í Sádi-Arabíu. Hugmyndafræðin á upphaflega rætur sínar að rekja til fræðimanns að nafni Múhammeð ibn Abd Wahhab (1703-1792) sem var uppi á 18. öld.

Wahhab var frá Najd, sem er hérað í núverandi Sádi-Arabíu. Hann gerði bandalag við Múhammeð bin Saud sem var ráðandi höfðingi á svæðinu. Bin Saud var forfaðir Ibn Saud, fyrsta konungs Sádi-Arabíu. Þetta 300 ára bandalag stendur enn á milli fjölskyldnanna tveggja. Samkomulagið felst í því að afkomendur Múhammeðs bin Saud lofa að fylgja afkomendum Wahhab í trúarlegum málum og í staðinn lofa afkomendur Wahhab að styðja afkomendur Múhammeðs bin Saud í veraldlegum málum.

Wahhabismi á rætur að rekja til Múhammed ibn Abd Wahhab sem var uppi á 18. öld. Hann var Najd, sem er hérað í núverandi Sádi-Arabíu. Myndin sýnir Tuwaiq-hamarinn sem er í Najd-héraði.

Ólíkegt má telja að wahhabisminn hefði orðið jafn lífseigur og raun ber vitni ef þessu pólitíska bandalagi hefði ekki verið komið á. Samkvæmt wahhabismanum er mikilvægt að múslímar sverji veraldlegum höfðingja hollustu sína, til þess að tryggja líf eftir dauðann. Veraldlegi höfðinginn á þá rétt á algjörri hliðhollustu þegna sinna svo lengi sem hann stjórnar eftir lögum Allah. Veraldlegi höfðinginn í tilfelli Sádi-Arabíu er að sjálfsögðu konungurinn hverju sinni, höfuð Saud-fjölskyldunnar.

Kenningar Wahhab gengu út á að hreinsa íslam. Í því fólst fyrst og fremst að koma íslam aftur á þann hugmyndafræðilega stað sem trúarbrögðin voru á tíma Múhameðs spámanns. Ýmislegt hafði skotið rótum í trúarlegri iðkun múslíma á þessum tíma sem Wahhab vildi uppræta, þar með talin dýrlingadýrkun og pílagrímaferðir í grafhýsi. Wahhab benti á að samkvæmt Kóraninum er neysla áfengis bönnuð og fylgjendur wahhabismans telja einnig að tóbak eigi að vera bannað. Látlaus klæðnaður er æskilegur og hann er skilgreindur vandlega í wahhabisma, sérstaklega þegar kemur að konum.

Til að ganga úr skugga um að samfélagið fylgdi hinum rétta boðskap var stofnuð eins konar „trúarlögregla“. Hún er enn starfrækt í Sádí-Arabíu. Þessi trúarlögregla á að ganga úr skugga um að kenningar Wahhab séu í heiðri hafðar. Meðal verkefna trúarlögregluþjóna er að gæta að því að menn mæti í mosku fimm sinnum á dag til að biðjast fyrir. Fylgst er með því að búðir séu lokaðar á meðan á bænatíma stendur. Einnig telst það í verkahring trúarlögreglunnar að gæta að almennu siðgæði. Tónlist má ekki vera spiluð of hátt, fylgst er með því hvort menn reyki eða drekki áfengi, hár manna má ekki vera of sítt og hár kvenna má ekki sjást. Einnig fylgist trúarlögreglan með því að allur klæðaburður sé í samræmi við reglur. Skoðun Wahhab á öðrum trúarbrögðum var ströng og hann taldi gyðinga og kristna menn villitrúarmenn og hver sá sem sótti verndar eða bað um aðstoð af slíkum villitrúarmönnum myndi aldrei öðlast fyrirgefningu Allah.

Svonefnd trúarlögregla er starfrækt í Sádi-Arabíu. Liðsmenn hennar eiga að ganga úr skugga um að kenningum Wahhab sé fylgt.

Þessar hugmyndir komu Ibn Saud konungi í Sádi-Arabíu í vandræði þegar Bandaríkjamenn hófu leit að olíu í Sádi-Arabíu. Menn trúarinnar töldu að þarna væri konungurinn sjálfur að þiggja hjálp frá erlendu ríki sem ekki aðhylltist íslam. Þær gagnrýnisraddir þögnuðu hins vegar fljótt þegar auðurinn af olíunni tók að berast.

Á 6. áratugnum urðu straumhvörf innan wahhabismans. Sökum mikils olíuhagnaðar í Sádi-Arabíu var nú hægt að efla kynningu á wahhabismanum erlendis. Í kjölfar kynnningarátaksins jókst fylgi við þennan trúarkima íslam gríðarlega.

Heimildir:
  • Armajan, Yahya, Middle East. Past and Present (London 1970).
  • Cordesman, Anthony H., Saudi Arabia. Guarding the Desert Kingdom (Oxford 1997).
  • Hogarth, D.G., „Wahabism and British Interests“, Journal of the British Institute of International Affairs (1925), bls. 70-81.
  • Lewis, Bernhard, The Middle East, 2000 years of History from the Rise of Christianity to the Present Day (London 1995).
  • Lust, Ellen, The Middle East (Washington 2011).
  • „Unshackling themselves: Women in Saudi Arabia“, The Economist (2014), bls. 45-47.

Myndir:


Þetta svar var unnið í námskeiðinu TRÚ203G Mið-Austurlönd: Trúarbrögð, stjórnmál, og saga vorið 2016 í umsjón Magnúsar Þorkels Bernharðssonar.

Höfundur

Árni Freyr Magnússon

B.A.-nemi í sagnfræði

Útgáfudagur

20.4.2016

Spyrjandi

Harpa Lind

Tilvísun

Árni Freyr Magnússon. „Hvað er wahhabismi sem er ríkjandi í Sádi-Arabíu?“ Vísindavefurinn, 20. apríl 2016, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=17568.

Árni Freyr Magnússon. (2016, 20. apríl). Hvað er wahhabismi sem er ríkjandi í Sádi-Arabíu? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=17568

Árni Freyr Magnússon. „Hvað er wahhabismi sem er ríkjandi í Sádi-Arabíu?“ Vísindavefurinn. 20. apr. 2016. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=17568>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er wahhabismi sem er ríkjandi í Sádi-Arabíu?
Íslam skiptist í tvær greinar, súnníta og sjíta. Flestir Sádi-Arabar eru súnnítar. Wahhabismi er nafnið á hugmyndafræði sem er ríkjandi í Sádi-Arabíu. Hugmyndafræðin á upphaflega rætur sínar að rekja til fræðimanns að nafni Múhammeð ibn Abd Wahhab (1703-1792) sem var uppi á 18. öld.

Wahhab var frá Najd, sem er hérað í núverandi Sádi-Arabíu. Hann gerði bandalag við Múhammeð bin Saud sem var ráðandi höfðingi á svæðinu. Bin Saud var forfaðir Ibn Saud, fyrsta konungs Sádi-Arabíu. Þetta 300 ára bandalag stendur enn á milli fjölskyldnanna tveggja. Samkomulagið felst í því að afkomendur Múhammeðs bin Saud lofa að fylgja afkomendum Wahhab í trúarlegum málum og í staðinn lofa afkomendur Wahhab að styðja afkomendur Múhammeðs bin Saud í veraldlegum málum.

Wahhabismi á rætur að rekja til Múhammed ibn Abd Wahhab sem var uppi á 18. öld. Hann var Najd, sem er hérað í núverandi Sádi-Arabíu. Myndin sýnir Tuwaiq-hamarinn sem er í Najd-héraði.

Ólíkegt má telja að wahhabisminn hefði orðið jafn lífseigur og raun ber vitni ef þessu pólitíska bandalagi hefði ekki verið komið á. Samkvæmt wahhabismanum er mikilvægt að múslímar sverji veraldlegum höfðingja hollustu sína, til þess að tryggja líf eftir dauðann. Veraldlegi höfðinginn á þá rétt á algjörri hliðhollustu þegna sinna svo lengi sem hann stjórnar eftir lögum Allah. Veraldlegi höfðinginn í tilfelli Sádi-Arabíu er að sjálfsögðu konungurinn hverju sinni, höfuð Saud-fjölskyldunnar.

Kenningar Wahhab gengu út á að hreinsa íslam. Í því fólst fyrst og fremst að koma íslam aftur á þann hugmyndafræðilega stað sem trúarbrögðin voru á tíma Múhameðs spámanns. Ýmislegt hafði skotið rótum í trúarlegri iðkun múslíma á þessum tíma sem Wahhab vildi uppræta, þar með talin dýrlingadýrkun og pílagrímaferðir í grafhýsi. Wahhab benti á að samkvæmt Kóraninum er neysla áfengis bönnuð og fylgjendur wahhabismans telja einnig að tóbak eigi að vera bannað. Látlaus klæðnaður er æskilegur og hann er skilgreindur vandlega í wahhabisma, sérstaklega þegar kemur að konum.

Til að ganga úr skugga um að samfélagið fylgdi hinum rétta boðskap var stofnuð eins konar „trúarlögregla“. Hún er enn starfrækt í Sádí-Arabíu. Þessi trúarlögregla á að ganga úr skugga um að kenningar Wahhab séu í heiðri hafðar. Meðal verkefna trúarlögregluþjóna er að gæta að því að menn mæti í mosku fimm sinnum á dag til að biðjast fyrir. Fylgst er með því að búðir séu lokaðar á meðan á bænatíma stendur. Einnig telst það í verkahring trúarlögreglunnar að gæta að almennu siðgæði. Tónlist má ekki vera spiluð of hátt, fylgst er með því hvort menn reyki eða drekki áfengi, hár manna má ekki vera of sítt og hár kvenna má ekki sjást. Einnig fylgist trúarlögreglan með því að allur klæðaburður sé í samræmi við reglur. Skoðun Wahhab á öðrum trúarbrögðum var ströng og hann taldi gyðinga og kristna menn villitrúarmenn og hver sá sem sótti verndar eða bað um aðstoð af slíkum villitrúarmönnum myndi aldrei öðlast fyrirgefningu Allah.

Svonefnd trúarlögregla er starfrækt í Sádi-Arabíu. Liðsmenn hennar eiga að ganga úr skugga um að kenningum Wahhab sé fylgt.

Þessar hugmyndir komu Ibn Saud konungi í Sádi-Arabíu í vandræði þegar Bandaríkjamenn hófu leit að olíu í Sádi-Arabíu. Menn trúarinnar töldu að þarna væri konungurinn sjálfur að þiggja hjálp frá erlendu ríki sem ekki aðhylltist íslam. Þær gagnrýnisraddir þögnuðu hins vegar fljótt þegar auðurinn af olíunni tók að berast.

Á 6. áratugnum urðu straumhvörf innan wahhabismans. Sökum mikils olíuhagnaðar í Sádi-Arabíu var nú hægt að efla kynningu á wahhabismanum erlendis. Í kjölfar kynnningarátaksins jókst fylgi við þennan trúarkima íslam gríðarlega.

Heimildir:
  • Armajan, Yahya, Middle East. Past and Present (London 1970).
  • Cordesman, Anthony H., Saudi Arabia. Guarding the Desert Kingdom (Oxford 1997).
  • Hogarth, D.G., „Wahabism and British Interests“, Journal of the British Institute of International Affairs (1925), bls. 70-81.
  • Lewis, Bernhard, The Middle East, 2000 years of History from the Rise of Christianity to the Present Day (London 1995).
  • Lust, Ellen, The Middle East (Washington 2011).
  • „Unshackling themselves: Women in Saudi Arabia“, The Economist (2014), bls. 45-47.

Myndir:


Þetta svar var unnið í námskeiðinu TRÚ203G Mið-Austurlönd: Trúarbrögð, stjórnmál, og saga vorið 2016 í umsjón Magnúsar Þorkels Bernharðssonar.

...