Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1105 svör fundust
Getur vatn brunnið?
Hér er einnig að finna svar við spurningunum: Af hverju slekkur vatn eld ef vetni er eldfimt og súrefni nauðsynlegt fyrir eld? Af hverju er ekki hægt að kveikja í vatni, það er bæði hægt að kveikja í vetni og súrefni en hvers vegna ekki vatni? Vatnsameind er uppbyggð af einni súrefnisfrumeind (O) og tveimur...
Í hvaða löndum eru vindmyllur?
Eins og kemur fram í svari EDS við spurningunni Hvað eru til mörg lönd í heiminum? getur verið snúið að ákveða hvað eigi að miða við þegar land er skilgreint. Oftar en ekki er þó miðað við að land sé sjálfstætt ríki og munum við gera það í þessu svari. Í áðurnefndu svari kemur fram að lönd heimsins séu 196 tals...
Hvað gerði andspyrnuhreyfingin í seinni heimsstyrjöldinni?
Í andspyrnuhreyfingunni í Evrópu í seinni heimsstyrjöldinni voru margir og margvíslegir hópar sem beittu mismunandi aðferðum í baráttu sinni gegn nasistum, þýsku hernámi og hernaði, og kynþáttaofsóknum, eftir því við átti á hverjum stað. Hóparnir stunduðu njósnir og skæruhernað, dreifðu upplýsingum og áróðri, hjál...
Hver var Friðþjófur Nansen og hvert var hans framlag til vísindanna?
Friðþjófur Nansen (1861-1930).Friðþjófur Nansen fæddist 10. október 1861 í Frøen skammt frá Osló, sem þá hét Kristíanía. Hann var annað barn lögfræðingsins Baldurs Nansens og seinni konu hans Adelaide og eignaðist síðar yngri bróður. Ungur að árum kynntist Nansen útivist og íþróttaiðkun og var snemma góður íþrótta...
Hver var Jón Thoroddsen og hvað skrifaði hann?
Jón Thoroddsen er þekktastur fyrir skáldsögur sínar Pilt og stúlku og Mann og konu, auk þess sem mörg ljóða hans eru vel þekkt, ekki síst þau sem sonarsonur hans Emil Thoroddsen gerði lög við, svo sem „Búðarvísur“, „Vögguvísu“ (Litfríð og ljóshærð) og „Til skýsins“, að ógleymdum ættjarðarljóðum á borð við „Ísland“...
Hvenær var byrjað að halda 17. júní hátíðlegan?
Í heild sinni hljóðaði spurningin svona: Hvenær var byrjað að halda 17. júní hátíðlegan? Ef það er í fyrsta skipti 1944 á lýðveldishátíðinni var þá einhver fyrirrennari? 1. des er vissulega fullveldisdagurinn en var heimastjórninni fagnað á ákveðnum degi á hverju ári um tíma og ef við förum enn aftar í söguna; v...
Hvernig komst Adolf Hitler til valda?
Hér er einnig svarað spurningunni:Hvað varð til þess að Hitler komst til valda? Þetta er ágætis spurning enda fróðlegt að skoða hvernig Þýskaland gat breyst úr lýðræðisríki í einræðisríki á innan við tveimur árum. Í svarinu verður stiklað á stóru en sagan er auðvitað mun flóknari. Nánast allir einræðisherrar...
Hvað er grettistak?
Þorleifur Einarsson svarar spurningunni stutt og laggott í Jarðfræði1 sinni: „Stór jökulborin björg nefnast grettistök.“ Sú viska opinberaðist mönnum samt ekki fyrr en um miðja 19. öld þegar ljóst varð að fyrrum höfðu jöklar þakið stór svæði sem síðan urðu jökulvana. Í Ferðabók Eggerts og Bjarna (1772) segir í 693...
Er sýking í nýrum hættuleg?
Sýking í nýrum er undirtegund þvagfærasýkinga sem kallast nýra- og skjóðubólga (e. pyelonephritis). Oftast á sýkingin uppruna sinn í þvagrás eða þvagblöðru og kemst þaðan upp í nýrun. Sýking í nýrum er nokkuð algengt vandamál, sérstaklega hjá ungum konum, líkt og almennt gildir um þvagfærasýkingar. Nauðsynlegt er ...
Hvernig lýsir Hunter-heilkenni sér og af hverju leggst það aðallega á stráka?
Hunter-heilkenni er afar sjaldgæfur erfðasjúkdómur. Talið er að alls séu um 2000 einstaklingar með sjúkdóminn í öllum heiminum. Hann stafar af víkjandi stökkbreyttu I2S-geni á X kynlitningi og er það ástæða þess að hann leggst aðallega á stráka. Strákar hafa aðeins einn X litning í frumunum sem þeir erfa í öllum t...
Einu sinni heyrði ég í morgunfréttum að skepnan chupacabra hefði fundist, er það rétt?
Chupacabra er lífvera af óstaðfestri tegund sem deilt er um hvort til sé í raun og veru. Rannsóknir á slíkum dýrategundum falla vanalega undir duldýrafræði (e. cryptozoology) sem er ekki viðurkennd fræðigrein en hér verður þó leitast við að svara spurningunni af sanngirni. Heiti dýrsins er samsett úr spænsku sö...
Eru maurar og ánamaðkar í Surtsey?
Samkvæmt upplýsingum frá Erling Ólafssyni skordýrafræðingi hjá Náttúrufræðistofnun Íslands eru hvorki maurar né ánamaðkar í Surtsey. Reyndar fundust ánamaðkar í Surtsey árið 1993 en þeir hafa ekki fundist þar síðar. Maurar eru líklega orðnir landlægir hér á landi en þeir eru háðir húsaskjóli manna og lifa ekki vil...
Hver er helsta fæða ljóna?
Ljónið (Panthera leo) er topprándýr (e. apex predator) en svo kallast þær dýrategundir sem eru efst í fæðukeðjunni í hverju vistkerfi. Umfangsmiklar rannsóknir hafa verið gerðar á fæðu og fæðuöflun ljóna, bæði í Afríku og hjá hinu svokallaða asíu-ljóni (Panthera leo persica) en það er smár stofn sem finnst á Indl...
Hver kom inn um baðherbergisgluggann?
Það eru væntanlega ýmsir sem hafa farið inn um baðherbergisglugga en eitt af lítt þekktari Bítlalögum er She Came in Through the Bathroom Window. Paul McCartney samdi lagið, þó John Lennon sé titlaður meðhöfundur. Það er að finna á plötunni Abbey Road sem kom út árið 1969 og er hluti af syrpu af hálfkláruðum lögum...
Hvers vegna er hin gamla lögbók Íslendinga kölluð Grágás?
Einnig var spurt:Hvaðan kemur nafnið Grágás og hvað þýðir það? Nafnið Grágás er haft um elstu lögbók Íslendinga, þá sem var í gildi á þjóðveldistímanum og nokkur ár fram yfir hann en gekk úr gildi þegar hér var lögtekin bók sem hefur (af óþekktri ástæðu) fengið nafnið Járnsíða. Það gerðist á árunum 1271–73. Engin...