Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver er helsta fæða ljóna?

Jón Már Halldórsson

Ljónið (Panthera leo) er topprándýr (e. apex predator) en svo kallast þær dýrategundir sem eru efst í fæðukeðjunni í hverju vistkerfi. Umfangsmiklar rannsóknir hafa verið gerðar á fæðu og fæðuöflun ljóna, bæði í Afríku og hjá hinu svokallaða asíu-ljóni (Panthera leo persica) en það er smár stofn sem finnst á Indlandi.

Ýmsir þættir hafa áhrif á fæðuval rándýra, svo sem framboð, stærð, atgervi og hegðun mögulegrar bráðar. Þannig er nokkuð misjafnt á milli svæða hvaða dýrategundir eru líklegastar til þess að enda í gini ljónsins. Rannsóknir hafa sýnt að ljón veiða yfirleitt dýr sem eru á bilinu 50 til 300 kg þótt vissulega séu dæmi um bæði minni og stærri bráð. Þetta eru langoftast sebrahestar, dádýr, gíraffar, buffalar, gnýjar, antílópur, gasellur og villisvín. Það má segja að þessir hópar séu um og yfir 97% af lífþyngd bráðar sem ljón afla sér. Hins vegar veiða ljónin ekki sjálf öll þessi dýr heldur leggjast ljón einnig á hræ. Áætlað er að um 40% af fæðu ljóna (mælt í kg) séu dýrahræ og getur hlutfallið verið enn hærra ef framboð dauðra dýra eykst. Sem dæmi má nefna að veiðiþjófnaður á fílum í norðanverðu Mósambík hefur valdið því að ljón þar eru nánast einungis hræætur vegna mikils framboðs af kjöti fallinna fíla.

Ljón geta étið yfir 40 kg á einum degi. Í Tansanía eru um 6000 ljón. Til að fullnægja árlegri matarþörf þurfa þessi 6000 ljón að drepa í kringum 90 þúsund grasbíta á ári.

Ljón geta étið mjög mikið í einu komist þau í gott æti, karldýrið getur torgað allt að 43 kg á dag og ljónynja um eða yfir 25 kg á einum degi. Að meðaltali éta þau um 8-9 kg á dag. Þetta þýðir að hvert ljón þarf að jafnaði að éta í kringum 15 stór dýr yfir 12 mánaða tímabil til að viðhalda eigin heilbrigði. Ef Tansanía er tekin sem dæmi þá eru um 6000 ljón þar. Til þess að fullnægja árlegri matarþörf þurfa þessi 6000 ljón að drepa í kringum 90 þúsund grasbíta samanlagt – en vissulega fer það eftir stærð bráðarinnar hversu margar þarf til þess að metta eitt ljón yfir árið.

Það er þó ýmislegt annað en grasbítar á „matseðli“ ljóna. Prímatar svo sem bavíanar og jafnvel menn hafa til dæmis endað í maga ljóna. Talið er að um 200 manns séu árlega drepnir í Afríku af völdum ljóna.

Ljón eru venjulega ekki bráð annarra dýra en þó eru afföll meðal hvolpa sem geta lent í klóm hýena (Crocura crocura). Þeim stafar hins vegar mesta hættan af mönnum og veiðum þeirra. Ljónum í Afríku hefur fækkað um 42% á tímabilinu 1993 til 2014. Þetta eru aðeins þrjár ljónakynslóðir og því ljóst að stofninum hnignar hratt.

Heimildir og mynd:

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:
Hver er hringrás ljóna?

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

9.2.2017

Spyrjandi

Matthildur Halldórsdóttir

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hver er helsta fæða ljóna?“ Vísindavefurinn, 9. febrúar 2017, sótt 23. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=73116.

Jón Már Halldórsson. (2017, 9. febrúar). Hver er helsta fæða ljóna? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=73116

Jón Már Halldórsson. „Hver er helsta fæða ljóna?“ Vísindavefurinn. 9. feb. 2017. Vefsíða. 23. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=73116>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver er helsta fæða ljóna?
Ljónið (Panthera leo) er topprándýr (e. apex predator) en svo kallast þær dýrategundir sem eru efst í fæðukeðjunni í hverju vistkerfi. Umfangsmiklar rannsóknir hafa verið gerðar á fæðu og fæðuöflun ljóna, bæði í Afríku og hjá hinu svokallaða asíu-ljóni (Panthera leo persica) en það er smár stofn sem finnst á Indlandi.

Ýmsir þættir hafa áhrif á fæðuval rándýra, svo sem framboð, stærð, atgervi og hegðun mögulegrar bráðar. Þannig er nokkuð misjafnt á milli svæða hvaða dýrategundir eru líklegastar til þess að enda í gini ljónsins. Rannsóknir hafa sýnt að ljón veiða yfirleitt dýr sem eru á bilinu 50 til 300 kg þótt vissulega séu dæmi um bæði minni og stærri bráð. Þetta eru langoftast sebrahestar, dádýr, gíraffar, buffalar, gnýjar, antílópur, gasellur og villisvín. Það má segja að þessir hópar séu um og yfir 97% af lífþyngd bráðar sem ljón afla sér. Hins vegar veiða ljónin ekki sjálf öll þessi dýr heldur leggjast ljón einnig á hræ. Áætlað er að um 40% af fæðu ljóna (mælt í kg) séu dýrahræ og getur hlutfallið verið enn hærra ef framboð dauðra dýra eykst. Sem dæmi má nefna að veiðiþjófnaður á fílum í norðanverðu Mósambík hefur valdið því að ljón þar eru nánast einungis hræætur vegna mikils framboðs af kjöti fallinna fíla.

Ljón geta étið yfir 40 kg á einum degi. Í Tansanía eru um 6000 ljón. Til að fullnægja árlegri matarþörf þurfa þessi 6000 ljón að drepa í kringum 90 þúsund grasbíta á ári.

Ljón geta étið mjög mikið í einu komist þau í gott æti, karldýrið getur torgað allt að 43 kg á dag og ljónynja um eða yfir 25 kg á einum degi. Að meðaltali éta þau um 8-9 kg á dag. Þetta þýðir að hvert ljón þarf að jafnaði að éta í kringum 15 stór dýr yfir 12 mánaða tímabil til að viðhalda eigin heilbrigði. Ef Tansanía er tekin sem dæmi þá eru um 6000 ljón þar. Til þess að fullnægja árlegri matarþörf þurfa þessi 6000 ljón að drepa í kringum 90 þúsund grasbíta samanlagt – en vissulega fer það eftir stærð bráðarinnar hversu margar þarf til þess að metta eitt ljón yfir árið.

Það er þó ýmislegt annað en grasbítar á „matseðli“ ljóna. Prímatar svo sem bavíanar og jafnvel menn hafa til dæmis endað í maga ljóna. Talið er að um 200 manns séu árlega drepnir í Afríku af völdum ljóna.

Ljón eru venjulega ekki bráð annarra dýra en þó eru afföll meðal hvolpa sem geta lent í klóm hýena (Crocura crocura). Þeim stafar hins vegar mesta hættan af mönnum og veiðum þeirra. Ljónum í Afríku hefur fækkað um 42% á tímabilinu 1993 til 2014. Þetta eru aðeins þrjár ljónakynslóðir og því ljóst að stofninum hnignar hratt.

Heimildir og mynd:

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:
Hver er hringrás ljóna?

...