Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1739 svör fundust

category-iconLandafræði

Hvað er Beringssund breitt?

Beringssund er sundið á milli Desnjév-höfða í Rússlandi, sem er austasti hluti meginlands Asíu, og Prince of Wales-höfða í Alaska, en það er vestasti hluti meginlands Norður-Ameríku. Mörkin á milli heimsálfanna tveggja liggja um mitt sundið. Beringssund er um 85 km breitt og dýpið þar er á bilinu 30-50 m. Sundi...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Ef ég er bitin af villtu dýri á Íslandi gæti ég þá smitast af hundaæði?

Hundaæði er bráð heilabólga sem öll spendýr geta smitast af. Sjúkdómurinn orsakast af hundaæðiveiru (e. rabies virus) og smitast venjulega með biti sjúks dýrs en veiran getur einnig komist í gegnum slímhúðir í munni og augum ef til dæmis munnvatn úr sjúku dýri berst þangað. Veiran kemst í taugar á smitstað og bers...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvert er stærsta rándýr á landi?

Stærstu rándýr á landi eru kodiak-birnir (U. arctos middentorffi) og kamtsjatka-birnir (U. arctos beringianus), sem eru hvort tveggja deilitegundir brúnbjarna (Ursus arctos). Ekki er óalgengt að karldýr kodiak-bjarnarins vegi meira en 700 kg og dæmi eru um dýr sem voru felld og vógu meira en tonn. Kamtsjatka-birni...

category-iconLífvísindi: almennt

Er piparminta búin til úr mintu og pipar? Ef það er enginn pipar í henni af hverju heitir hún þá piparminta?

Piparminta er kryddjurt af svonefndri varablómaætt. Á fræðimáli kallast hún Mentha x piperita. Piparminta er blendingur tveggja mintutegunda, Mentha aquatica og Mentha spicata. Orðið piparminta er líka notað um sælgætistöflur með piparmintubragði en jurtin er oft notuð til að gefa sælgæti, ís, tyggjói og tannkremi...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Hvað er vitað um borgina Babýlon til forna?

Hér er einnig svarað eftirfarandi spurningum: Hver er saga Babýlon, hvar er hún staðsett og hver eru hennar aðaleinkenni? (Íris) Eru enn þá til ummerki um að Babýlon hafi verið til? (Bryndís) Eru til áreiðanlegar heimildir um hengigarðana í Babýlon? Er til nákvæm lýsing á því hvað þetta fyrirbæri var? (Hafstein...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvaða hákarlategundir lifa við Ísland?

Fjölmargar tegundir hákarla og háfa lifa innan íslensku efnahagslögsögunnar. Tegundafjölbreytni háfiska er meiri undan suður- og vesturströnd landsins en fyrir norðan land og er ástæðan fyrir því sennilega sú að sjórinn er hlýrri fyrir sunnan landið. Hafsvæðið fyrir sunnan land er reyndar nyrstu útbreiðslumörk nok...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Úr því að að „svarti kassinn” í flugvélum eyðileggst ekki, af hverju er þá ekki öll flugvélin úr sama efni?

Ef reynt væri að gera stórar flugvélar úr þykku stáli eins og hylkin utan um flugritana er hætt við að þær gætu ekki flogið vegna þyngsla. Ef við hugsum okkur samt að þær kæmust á loft er óvíst að farþegum yrði vært inni í slíkum flugvélum, til dæmis vegna gluggaleysis. Sömuleiðis er óljóst að farþegarnir yrðu í r...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hvað gerðist í Tunguska í Síberíu?

Snemma morguns þann 30. júní árið 1908 heyrðist gríðarleg sprenging nálægt ánum Tunguska í Mið-Síberíu. Svæðið er frekar strjálbýlt, eiginlega eyðimörk að mestu, en þó var þar statt fólk sem varð vitni að atburðinum. Vitnin sögðu að þeim sýndist sem stór eldbolti flygi yfir himininn sem var albjartur og húsin byrj...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig var dýralífið á ísöldunum?

Á síðustu 1,6 milljón árum hafa gengið yfir jörðina fjögur meiriháttar jökulskeið. Það síðasta, sem nefnist Wurm-jökulskeiðið, stóð í um 60 þúsund ár og endaði fyrir rúmum 10 þúsund árum. Ómögulegt er að gera tæmandi grein fyrir allri dýrafánu þessara jökulskeiða og verður þess í stað fjallað lauslega um þau dýr s...

category-iconEfnafræði

Hvað er kísilgúr og til hvers er hann framleiddur?

Kísiliðjan við Mývatn vinnur hráefni sitt úr setlögum á botni Mývatns en ekki er vitað til þess að slík vinnsla úr votnámu fari fram annars staðar í heiminum. Mývatn er talið hafa myndast fyrir um 2300 árum og hefur það mikla sérstöðu meðal stöðuvatna á norðlægum slóðum. Vatnið er allt mjög grunnt og nær sólarljós...

category-iconJarðvísindi

Hvað getur þú sagt mér um Kötlugosið 1918?

Kötlugosið 1918 telur Guðrún Larsen (2000) hið 21. í eldstöðinni eftir landnám. Eins og jafnan í Kötlugosum olli jökulhlaupið sem fylgdi mestum tíðindum. Gosið hófst skömmu fyrir kl. 3 eftir hádegi 12. október og varð meðal stærstu Kötlugosa síðan land byggðist. Jarðskjálftar fundust í Mýrdal um tveimur tímum áður...

category-iconJarðvísindi

Sá Jónas Hallgrímsson einhvern tímann eldgos (sbr. ljóðið Fjallið Skjaldbreiður)?

Við lestur ljóðsins „Fjallið Skjaldbreiður“ eftir Jónas Hallgrímsson (1807-1845) mætti ætla að skáldið hafi orðið vitni að eldgosi. Í ljóðinu segir meðal annars: Titraði jökull, æstust eldar, öskraði djúpt í rótum lands, eins og væru ofan felldar allar stjörnur himnaranns; eins og ryki mý eða mugga ma...

category-iconJarðvísindi

Mæla jarðskjálftamælar eitthvað annað en jarðskjálfta?

Ef titringur í jörðu er mældur samfellt í langan tíma með næmum mælitækjum, kemur ýmislegt fróðlegt í ljós. Í fyrsta lagi má sjá, að lágtíðnibylgjuhreyfingar (tíðni minni en eitt Hertz (rið)) eru meiri á haustin og yfir vetrarmánuðina heldur en að vori og sumri. Þetta skýrist af því að veðurlag er kröftugra og sjó...

category-iconJarðvísindi

Hvað dóu margir í stóra jarðskjálftanum í Japan árið 2011?

Þegar atburðir verða sem kosta mörg mannslíf, eins og til dæmis miklar náttúruhamfarir, eru upplýsingar um manntjón yfirleitt mjög á reiki fyrst á eftir. Það getur tekið nokkurn tíma að fá rétta mynd af því hversu margir fórust og hversu margra er saknað. Sú var líka raunin í jarðskjálftanum mikla í Japan þann 11....

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað getið þið sagt mér um eiturfroskinn Dendrobates pumilio?

Frosktegundin Dendrobates pumilio nefnist strawberry poison-dart frog á ensku og vísar það heiti annars vegar til litarfars frosksins sem minnir á jarðaber og hins vegar til eiturs sem sérstakar frumur í húð hans seyta. Það mætti því kannski kalla hann jarðarberja-eiturfroskinn upp á íslensku. Froskur þessi er ...

Fleiri niðurstöður