Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Ef ég er bitin af villtu dýri á Íslandi gæti ég þá smitast af hundaæði?

Jón Már Halldórsson

Hundaæði er bráð heilabólga sem öll spendýr geta smitast af. Sjúkdómurinn orsakast af hundaæðiveiru (e. rabies virus) og smitast venjulega með biti sjúks dýrs en veiran getur einnig komist í gegnum slímhúðir í munni og augum ef til dæmis munnvatn úr sjúku dýri berst þangað. Veiran kemst í taugar á smitstað og berst síðan eftir þeim til miðtaugakerfisins.

Kort frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni sem sýnir í hvaða löndum er mikil hætta á að smitast af hundaæði (merkt rauð). Smelltu á kortið til að sjá stærri mynd.

Hundaæði lýsir sér með krampaflogum, einkum í vöðvum sem stjórna öndun og kyngingu. Ef ekki er gripið til ráðstafanna deyja flestir eftir eins til tveggja vikna veikindi úr öndunarlömun og hjartsláttartruflunum.

Hundaæði finnst víða um veröld. Árlega deyja yfir 55.000 manns úr hundaæði, aðallega í Asíu og Afríku. Sum svæði eru þó laus við veiruna, þar á meðal Ísland en veiran finnst ekki í villtum dýrum hér á landi né í nágrannalöndunum, svo sem á Norðurlöndum, á Írlandi og Stóra-Bretlandi.

Það eru því hverfandi líkur á því að smitast af hundaæði ef viðkomandi er bitinn af villtu dýri á Íslandi.

Kort:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

13.5.2013

Spyrjandi

Hólmfríður Ásta Hjaltadóttir, f. 1997

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Ef ég er bitin af villtu dýri á Íslandi gæti ég þá smitast af hundaæði?“ Vísindavefurinn, 13. maí 2013, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=65183.

Jón Már Halldórsson. (2013, 13. maí). Ef ég er bitin af villtu dýri á Íslandi gæti ég þá smitast af hundaæði? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=65183

Jón Már Halldórsson. „Ef ég er bitin af villtu dýri á Íslandi gæti ég þá smitast af hundaæði?“ Vísindavefurinn. 13. maí. 2013. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=65183>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Ef ég er bitin af villtu dýri á Íslandi gæti ég þá smitast af hundaæði?
Hundaæði er bráð heilabólga sem öll spendýr geta smitast af. Sjúkdómurinn orsakast af hundaæðiveiru (e. rabies virus) og smitast venjulega með biti sjúks dýrs en veiran getur einnig komist í gegnum slímhúðir í munni og augum ef til dæmis munnvatn úr sjúku dýri berst þangað. Veiran kemst í taugar á smitstað og berst síðan eftir þeim til miðtaugakerfisins.

Kort frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni sem sýnir í hvaða löndum er mikil hætta á að smitast af hundaæði (merkt rauð). Smelltu á kortið til að sjá stærri mynd.

Hundaæði lýsir sér með krampaflogum, einkum í vöðvum sem stjórna öndun og kyngingu. Ef ekki er gripið til ráðstafanna deyja flestir eftir eins til tveggja vikna veikindi úr öndunarlömun og hjartsláttartruflunum.

Hundaæði finnst víða um veröld. Árlega deyja yfir 55.000 manns úr hundaæði, aðallega í Asíu og Afríku. Sum svæði eru þó laus við veiruna, þar á meðal Ísland en veiran finnst ekki í villtum dýrum hér á landi né í nágrannalöndunum, svo sem á Norðurlöndum, á Írlandi og Stóra-Bretlandi.

Það eru því hverfandi líkur á því að smitast af hundaæði ef viðkomandi er bitinn af villtu dýri á Íslandi.

Kort:

...