Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1895 svör fundust
Hvernig komst Adolf Hitler til valda?
Hér er einnig svarað spurningunni:Hvað varð til þess að Hitler komst til valda? Þetta er ágætis spurning enda fróðlegt að skoða hvernig Þýskaland gat breyst úr lýðræðisríki í einræðisríki á innan við tveimur árum. Í svarinu verður stiklað á stóru en sagan er auðvitað mun flóknari. Nánast allir einræðisherrar...
Hvort er maður sekur uns sakleysi er sannað eða saklaus uns sekt er sönnuð?
Í íslenskum rétti gildir að maður er saklaus uns sekt er sönnuð. Raunar gildir reglan í rétti allra þróaðra lýðræðis- og réttarríkja. Reglan er lögfest í 2. mgr. 70. gr. stjórnarskrárinnar en einnig er hana að finna í öllum helstu mannréttindasáttmálum sem Ísland á aðild að. Þá er mælt fyrir um mikilvægan þátt hen...
Er klónun manna lögleg á Íslandi?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Eru til lög um klónun manna á Íslandi? Er klónun manna lögleg á Íslandi?Eins og fram kemur í svari Guðmundar Eggertssonar við spurningunni Hvað er klónun? merkir klónun eða einræktun fjölgun frumna eða lífvera sem eru erfðafræðilega eins. Með hugtakinu er átt við það þegar l...
Geta fiskar blikkað augunum?
Fiskar geta ekki blikkað augunum af þeirri einföldu ástæðu að þeir hafa engin augnlok. Þeir sem eiga gullfiska í búri halda kannski að fiskarnir sofi ekki þar sem þeir loka ekki augunum en allir fiskar sofa - þó að þeir hafi ekki augnlok. Uppsjávarfiskar eru oftast hreyfingarlausir þegar þeir sofa og margar...
Hvað er menningarmannfræði og félagsmannfræði?
Mannfræði fæst við mannskepnuna sem lífveru, menningarveru og félagsveru. Þetta blandast þó ætíð og eru menningarmannfræði og félagsmannfræði reyndar svo nátengdar greinar að erfitt er að greina á milli. Menningarmannfræði fæst einkum við hvernig maðurinn hefur í sig og á, þau verkfæri sem hann notar, hvernig han...
Hvað þýðir það ef þjóðin segir nei við Icesave?
Lagastofnun Háskóla Íslands hefur tekið saman bækling með útskýringum á nokkrum meginatriðum um þjóðaratkvæðagreiðsluna um Icesave-samningana 9. apríl 2011. Þar er farið yfir ástæður atkvæðagreiðslunnar og hugsanlegar afleiðingar hennar. Í bæklingnum segir þetta um það ef ef meirihlutinn segir nei í atkvæ...
Hvaða tilgangi þjónaði loftárás Bandamanna á Dresden í seinni heimsstyrjöld (sem olli dauða fleira fólks en dó í Hiroshima)?
Spurningin er gildishlaðin og svarar sér eiginlega sjálf. Það er útilokað að sjá í loftárásinni einhvern tilgang. Þegar loftárásin var gerð vorið 1945 var Þýskaland í reynd gjörsigrað. Sovéskar hersveitir nálguðust Dresden og augljóst var að þær næðu borginni á vald sitt eftir nokkra daga. Opinbera skýringi...
Hver fann upp húðflúr?
Húðflúr hefur örugglega margoft verið fundið upp og þá sennilega oftast óvart. Til dæmis þarf ekki annað en að sótugt bein stingist óvart í húð manns til að vísir að húðflúri sé kominn og veiðimaður sem hagræðir sér við eld sem hann hefur nýverið notað til matreiðslu veiðibráðar á á nokkurri hættu að slíkt óhapp h...
Hver er rökstuðningurinn á bak við hátekjuskatt?
Skattar eru lagðir á með lögum sem sett eru af stjórnmálamönnum og rökstuðningurinn fyrir tilteknum skatti þarf ekki að vera annar en að það sé meirihluti fyrir honum á löggjafarþinginu. Það er þó hægt að tína til ýmsa kosti og galla við mismunandi skatta með hagfræðilegri greiningu og niðurstöður úr slíkri vinnu ...
Hvað þýðir „svartur Afgan“ í laginu „Afgan“ eftir Bubba Morthens?
Lagið Afgan eftir hinn þjóðþekkta söngvara Bubba Morthens kom fyrst út á plötunni Fingraför árið 1983. Textann við lagið má finna í heild sinni á heimasíðu Bubba, en fyrsta erindið hljóðar svona: Ég hlusta á Zeppelin og ég ferðast aftur í tímann.Þú spyrð mig hvar er gimsteinninn í augum þínum ljúfan?Svitinn pe...
Er einhver ástæða fyrir því að glæpamenn klæðast oft leðurflíkum í kvikmyndum?
Spyrjandi vill fá að vita hvað það tákni að glæpamenn í kvikmyndum klæðast oft leðurflíkum. Fyrsta svarið við þeirri spurningu er afar stutt og líklega verður spyrjandi fyrir vonbrigðum með það: Það er ómögulegt að svara því hvað leðurklæðnaður glæpamanna í bíómyndum táknar - nema þá að hann tákni á einhvern há...
Hvað eru ristilpokar?
Ristilpokar (e. diverticulosis) eru litlir vasar, oft um 5-10 mm, sem myndast innan á ristilvegg. Oftast eru þessir pokar einkennalausir og margir sem eru með slíka poka vita ekki af því. Ristilpokar uppgötvast helst fyrir tilviljun nema ef í þá kemur sýking eða það fer að blæða úr þeim, en í alvarlegustu tilfellu...
Hvað eru minnihlutastjórn og samsteypustjórn?
Talað er um samsteypustjórn þegar tveir eða fleiri flokkar mynda saman ríkisstjórn. Slíka stjórn þarf allajafna að mynda þegar úrslit kosninga eru á þann veg að enginn einn flokkur hefur náð meirihluta og samvinna milli þeirra flokka sem sitja á þingi þarf að koma til. Í fjölflokkakerfi er raunar afar sjaldgæf...
Eru Króatar fylgjandi þjóðernishreinsunum undir vissum kringumstæðum?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Eru vísbendingar um að almenningur í Króatíu telji þjóðernishreinsanir nauðsynlegar undir vissum kringumstæðum, sbr. viðbrögð þegar Gótóvína hershöfðingja var sleppt úr fangelsi alþjóðastríðsglæpadómstólsins? Orðið þjóðernishreinsanir er siðferðislegt hugtak en ekki lagaleg...
Hvaða rannsóknir hefur Unnur Birna Karlsdóttir stundað?
Unnur Birna Karlsdóttir er forstöðumaður Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Austurlandi. Hún lauk BA-gráðu í sagnfræði við Háskóla Íslands árið 1992, kennslu- og uppeldisfræði árið 1993, MA-gráðu í sagnfræði árið 1996 og doktorsgráðu í sömu grein við sama skóla árið 2010. BA-rannsókn hennar fjallaði um lög um fó...