Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Lagastofnun Háskóla Íslands hefur tekið saman bækling með útskýringum á nokkrum meginatriðum um þjóðaratkvæðagreiðsluna um Icesave-samningana 9. apríl 2011. Þar er farið yfir ástæður atkvæðagreiðslunnar og hugsanlegar afleiðingar hennar.
Í bæklingnum segir þetta um það ef ef meirihlutinn segir nei í atkvæðagreiðslunni:
Icesave-samningarnir taka ekki gildi.
Uppgjör innstæðutrygginga vegna Icesave-reikninganna er óútkljáð viðfangsefni stjórnvalda á Íslandi, í Bretlandi og Hollandi, auk Tryggingarsjóðsins á Íslandi.
Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hefur lýst því yfir að hún muni halda áfram meðferð samningsbrotamáls gegn íslenska ríkinu og vísa málinu til EFTA-dómstólsins. Einnig gæti reynt á deiluna fyrir íslenskum dómstólum.
Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.
JGÞ. „Hvað þýðir það ef þjóðin segir nei við Icesave?“ Vísindavefurinn, 5. apríl 2011, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=59264.
JGÞ. (2011, 5. apríl). Hvað þýðir það ef þjóðin segir nei við Icesave? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=59264
JGÞ. „Hvað þýðir það ef þjóðin segir nei við Icesave?“ Vísindavefurinn. 5. apr. 2011. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=59264>.