Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 3050 svör fundust

category-iconMálvísindi: íslensk

Why do male last names in Icelandic end with -son instead of -sonur?

In Old Icelandic, when the word sonr formed the second part of a compound, i.e. Magnús-son, Sigurðs-son, the final -r (-ur) was dropped in nominative singular, and the same morphology is used in Modern Icelandic. E.g.: Nom. Magnús Sigurðsson (son(u)r) Acc. Magnús Sigurðsson (son) Dat. Magnúsi Si...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað eru garðfuglar?

Garðfuglar eru einfaldlega fuglar sem finnast að staðaldri í görðum. Hér á landi eru fjórar fuglategundir algengastar í görðum á höfuðborgarsvæðinu. Það eru skógarþröstur (Turdus iliacus), snjótittlingur (Plectrophenax nivalis), stari (Sturnus vulgaris) og auðnutittlingur (Carduelis flammea). Auðnutittlingar og ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hver er uppruni orðsins della, samanber kúadella?

Upprunalega spurningin var í löngu máli og hljóðaði svona: Hver er uppruni orðsins "della", sbr. "kúadella"? Fyrirspurnin vaknar úr rannsókn á uppruna enska fyrirbærisins "dilly cart", sem í nokkrum héruðum Englands sem tilheyrðu Danalögum á miðöldum* var nafnið á ökutækinu sem notað var við tæmingu salerna, líka ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaða barði er í orðinu hjólbarði?

Orðið barði hefur fleiri en eina merkingu samkvæmt Íslenskri orðabók (2002 I:90). Það merkir í fyrsta lagi ‘skip með járnbarði; skjöldur’, í öðru lagi ‘beinhákarl, barðfiskur’, í þriðja lagi ‘illeppur með garðaprjóni og mislitum röndum’ og í fjórða lagi ‘slitgúm á hjóli farartækis’. Það er síðasta merkingin sem hé...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er kör sem menn leggjast í?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona:Hver er þessi kör sem menn leggjast stundum í og hvað er talið vera svona slæmt við þetta fyrirbæri? Kör merkti upphaflega ‘ellihrumleiki (sem veldur stöðugri sængurlegu)’ en í yfirfærðri merkingu er það notað um rúm þess sjúka og er þá talað um að leggjast í kör sem þekkti...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað getur þú sagt mér um peléeísk og plínísk eldgos?

Eldgos eru flokkuð á ýmsa vegu. Einna algengast er að nota aðferð George P.L. Walker, en hann flokkaði eldgos í hawaiisk (basísk hraungos), stombólsk (sprengivirk hraungos), vúlkönsk (stopul sprengivirkni með eða án hraungúls) og plínísk (sem hafa verið nefnd þeytigos á íslensku). Einnig eru tveir flokkar þar sem ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað er rafhleðsla?

Spyrjandi segir í skeyti til svarshöfundar:Ég var að lesa svar þitt við spurningunni: Hvað er rafmagn? á Vísindavefnum. Ég þakka svarið en fannst þú ekki komast að kjarnanum í spurningunni vegna þess að í svarinu gerir þú ráð fyrir að rafhleðslur séu staðall. Spurningin var hins vegar um hvað þetta fyrirbæri sé. Þ...

category-iconLögfræði

Hvers vegna er þjóðkirkja enn við lýði á Íslandi?

Í svari sama höfundar við spurningunni Hvers vegna komst á þjóðkirkja á Íslandi? kemur fram að um miðja 19. öld hafi gild rök staðið til að hér kæmist á þjóðkirkja. Í því fólst þrátt fyrir allt trúarpólitísk tilslökun sem meðal annars kom fram í aukinni aðgreiningu milli ríkis og kirkju. Síðan þá hafa miklar brey...

category-iconLandafræði

Eru einhver fjöll á Bretlandi?

Hér er einnig svar við spurningunni: Hvert er hæsta fjall á Bretlandi? Fjöll eru ef til vill ekki það fyrsta sem kemur upp í huga flestra þegar Bretland er nefnt á nafn, en þar eru þó vissulega bæði fjöll og fjallgarðar. Gróflega má skipta Bretlandi í hálendis- og láglendissvæði með því að draga línu frá ánni Ex...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvenær hæfir skel kjafti?

Upprunalega spurningin hljóðaði svo: Er það ekki rétt hjá mér að þegar sagt er að 'skel hæfi kjafti', þá sé það yfirleitt í neikvæðri merkingu? Og af hverju er orðatiltækið dregið? Orðasambandið þar hæfir skel kjafti er í þessari mynd kunnugt frá 19. öld. Fleiri afbrigði eru til af því og er hið elsta í Ritm...

category-iconMálvísindi: íslensk

Eiga starfsheiti sem hljóma eins og heiti stofnunar að vera með litlum eða stórum staf?

Upprunalega spurningin var þessi: Er höfuðborgarsvæðið sérnafn líkt og Vesturland, sem ber að rita með stórum staf? Mér þætti það verra! Ég er sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu en heiti stofnunarinnar rita ég Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu. Er ég úti á túni í þessu? Svar við meginefni spurningarinnar e...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er átt við með orðinu gaslýsing?

Orðið gaslýsing er gamalt í málinu, að minnsta kosti frá miðri 19. öld, í merkingunni ‘lýsing húsa og gatna með gasljósum’. Þau voru notuð í bæjum og borgum áður en farið var að lýsa með rafmagni. Mörg dæmi eru um þessa notkun á timarit.is. Ég geri ráð fyrir að spyrjandi sé að leita svara við annarri og mun nýr...

category-iconMálvísindi: almennt

Hvaðan er orðið rasismi komið?

Orðið 'rasismi' er tökuorð og margir nota í staðinn til dæmis orðið kynþáttahyggja, að minnsta kosti þegar það á við. Rasisminn er hliðstæður tökuorðinu 'rasi' sem er yfirleitt þýtt sem kynþáttur. Tökuorðin eru upphaflega komin úr dönsku: 'race' (framborið 'rase') og 'racist' (frb. 'rasist). Margir munu nú á dö...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hver er stærsti froskur í heimi og stærsta salamandran?

Stærsta froskategund í heimi er golíatfroskurinn (Conraua goliath) sem finnst villtur í vesturhluta Afríku, aðallega í Kamerún. Heildarlíkamslengd froska af þessari tegund er um 30 cm og geta stærstu einstaklingarnir vegið allt að 3,5 kg eða svipað og meðalstór heimilisköttur! Golíatfroskur í allri sinni dýrð. ...

category-iconHugvísindi

Hvernig tala menn í belg og biðu?

Orðasambandið í belg og biðu er fyrst þekkt á 19. öld samkvæmt Ritmálssafni Orðabókar Háskólans en það gæti vel verið eitthvað eldra. Í dæminu er það notað með sögninni að þylja. Sambandið merkir ‘hugsunarlaust, í samfelldri bunu, í hrærigraut’ og er notað með ýmsum sögnum eins og lesa, læra, tala. Sennilegt er...

Fleiri niðurstöður