Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er kör sem menn leggjast í?

Guðrún Kvaran

Upprunalega spurningin hljóðaði svona:
Hver er þessi kör sem menn leggjast stundum í og hvað er talið vera svona slæmt við þetta fyrirbæri?

Kör merkti upphaflega ‘ellihrumleiki (sem veldur stöðugri sængurlegu)’ en í yfirfærðri merkingu er það notað um rúm þess sjúka og er þá talað um að leggjast í kör sem þekktist þegar í fornu máli. Dæmi úr Egils sögu Skallagrímssonar er svona:

Kveld-Úlfur spurði fall Þórólfs sonar síns; varð hann hryggur við þessi tíðindi, svo að hann lagðist í rekkju af harmi og elli. Skalla-Grímur kom oft til hans og taldi fyrir honum, bað hann hressa sig, sagði að allt var annað athæfilegra en það að auvirðast og leggjast í kör. (Íf II:60; stafsetningu breytt).

Kör merkti upphaflega ‘ellihrumleiki (sem veldur stöðugri sængurlegu)’ en í yfirfærðri merkingu er það notað um rúm þess sjúka. Myndin er af eldri konu sem lögst er í kör, olíumálverk eftir Michael Peter Ancher (1849–1927).

Þegar í fornu máli þekkist einnig að liggja í kör um þann sem orðinn er það sjúkur að hann er rúmliggjandi, hann liggur í kör, er karlægur.

Allnokkur dæmi eru í seðlasafni Orðabókar Háskólans um notkun orðsins í yngra máli. Hið elsta þeirra er úr sálmabók sem gefin var út 1589:

Allmørg Sott ydr pijner / ymser liggia i Kør.

Heimildir og mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

18.10.2023

Spyrjandi

Örn

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvað er kör sem menn leggjast í?“ Vísindavefurinn, 18. október 2023, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=85254.

Guðrún Kvaran. (2023, 18. október). Hvað er kör sem menn leggjast í? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=85254

Guðrún Kvaran. „Hvað er kör sem menn leggjast í?“ Vísindavefurinn. 18. okt. 2023. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=85254>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er kör sem menn leggjast í?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona:

Hver er þessi kör sem menn leggjast stundum í og hvað er talið vera svona slæmt við þetta fyrirbæri?

Kör merkti upphaflega ‘ellihrumleiki (sem veldur stöðugri sængurlegu)’ en í yfirfærðri merkingu er það notað um rúm þess sjúka og er þá talað um að leggjast í kör sem þekktist þegar í fornu máli. Dæmi úr Egils sögu Skallagrímssonar er svona:

Kveld-Úlfur spurði fall Þórólfs sonar síns; varð hann hryggur við þessi tíðindi, svo að hann lagðist í rekkju af harmi og elli. Skalla-Grímur kom oft til hans og taldi fyrir honum, bað hann hressa sig, sagði að allt var annað athæfilegra en það að auvirðast og leggjast í kör. (Íf II:60; stafsetningu breytt).

Kör merkti upphaflega ‘ellihrumleiki (sem veldur stöðugri sængurlegu)’ en í yfirfærðri merkingu er það notað um rúm þess sjúka. Myndin er af eldri konu sem lögst er í kör, olíumálverk eftir Michael Peter Ancher (1849–1927).

Þegar í fornu máli þekkist einnig að liggja í kör um þann sem orðinn er það sjúkur að hann er rúmliggjandi, hann liggur í kör, er karlægur.

Allnokkur dæmi eru í seðlasafni Orðabókar Háskólans um notkun orðsins í yngra máli. Hið elsta þeirra er úr sálmabók sem gefin var út 1589:

Allmørg Sott ydr pijner / ymser liggia i Kør.

Heimildir og mynd:

...