Hver er þessi kör sem menn leggjast stundum í og hvað er talið vera svona slæmt við þetta fyrirbæri?Kör merkti upphaflega ‘ellihrumleiki (sem veldur stöðugri sængurlegu)’ en í yfirfærðri merkingu er það notað um rúm þess sjúka og er þá talað um að leggjast í kör sem þekktist þegar í fornu máli. Dæmi úr Egils sögu Skallagrímssonar er svona:
Kveld-Úlfur spurði fall Þórólfs sonar síns; varð hann hryggur við þessi tíðindi, svo að hann lagðist í rekkju af harmi og elli. Skalla-Grímur kom oft til hans og taldi fyrir honum, bað hann hressa sig, sagði að allt var annað athæfilegra en það að auvirðast og leggjast í kör. (Íf II:60; stafsetningu breytt).
Allmørg Sott ydr pijner / ymser liggia i Kør.Heimildir og mynd:
- Íf II = Egils saga Skalla-Grímssonar. 1933. II. bindi. Sigurður Nordal gaf út. Hið íslenzka fornritafélag gaf út.
- Ritmálssafn Orðabókar Háskólans. Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. (Sótt 30.9.2023).
- Gamle Ole Eriksens (Michael Ancher).jpg - Wikimedia. Höfundur myndar Michael Peter Ancher. (Sótt 3.10.2023).