Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 2947 svör fundust

category-iconLæknisfræði

Af hverju fær fólk krabbamein ef það reykir?

Tóbak var fyrst flutt frá Vesturálfu til Evrópu, fyrst og fremst Spánar og Portúgals, á miðri 16. öld. Einni öld síðar var notkun þess orðin almenn í Vestur-Evrópu. Fljótlega varð ljós skaðsemi tóbaks og þegar um miðja 18. öld birtust varnaðarorð um efnið, þar á meðal krabbameinsvaldandi verkun þess. Þessi varn...

category-iconUnga fólkið svarar

Hver fann upp áfengið?

Við gerum ráð fyrir að spyrjandi eigi við áfenga drykki, en sjálft áfengið í þeim, etanólið (C2H5OH), er náttúrulegt efni og ekki fundið upp af neinum. Menn hafa bruggað og drukkið áfengi allt frá forsögulegum tíma. Þetta á þó bara við um gerjaða drykki eins og bjór og vín, það er drykki sem framleiddir eru me...

category-iconÞjóðfræði

Er til galdrafólk?

Í svari sínu við spurningunni; Eru galdrar til?, hefur Ólína Þorvarðardóttir eftirfarandi að segja um galdra:Sé grennslast fyrir um eðli galdraathafna má segja að þau feli í sér viðleitni mannsins til þess að hafa áhrif á umhverfi sitt og aðstæður eftir þeim leiðum sem hann telur færar hverju sinni. Í því ljósi má...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig les geislaspilari af geisladisk?

Venjulegur geisladiskur sem nefnist á mörgum erlendum málum CD (compact disc) er samsettur úr fjórum þunnum lögum sem samtals eru 1,6 millimetrar á þykkt. Neðst er gegnsætt koltrefjaplast með örsmáum ójöfnum. Ofan á þetta lag er lögð afar þunn og speglandi álfilma sem lagar sig að ójöfnunum. Sérstakt lakk er svo b...

category-iconLæknisfræði

Hverjir eru helstu hjartagallarnir sem börn greinast með?

Það eru margir hjartagallar sem börn greinast með en á Íslandi eru það þrír sem eru algengastir: Op á milli gátta (e. atrial septal defect, skammstafað ASD). Op milli slegla (e. ventricular septal defect, skammstafað VSD). Opin fósturæð (e. patent ductus arterio, skammstafað PDA). Op á milli gátta Stun...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað er gosaska?

Í stuttu máli er gosaska fínkornótt mylsna af hraðkældri bergbráð. Askan myndast þegar glóandi bráð freyðir og sundrast við það að eldfjallagufur, einkum vatn, losna úr bráðinni og þenjast út við þrýstilétti, líkt og koltvísýringur í gosflösku þegar tappinn er tekinn af. Mylsnan kólnar svo hratt að kristallar mynd...

category-iconFélagsvísindi

Hvernig breytist aðgangur að vinnumarkaði og skólum ef Ísland gengur í Evrópusambandið?

Afar litlar breytingar yrðu á aðgangi Íslendinga að vinnumarkaði ríkja Evrópusambandsins ef Ísland gengi í sambandið. Ísland hefur fullgilt EES-samninginn og er því aðili að Evrópska efnahagssvæðinu. Reglur um vinnumarkað falla að miklu leyti undir EES-samninginn og Ísland hefur því tekið nánast allt regluverk sam...

category-iconVeðurfræði

Hversu mikil er vindkælingin í miklu frosti og roki?

Það er staðreynd að tölur sem lesnar eru af hitamæli segja ekki alla söguna um það hversu mikið varmatap er hjá þeim sem eru á ferðinni úti við. Kuldi, sem er hættulítill í hægum vindi, getur orðið lífshættulegur sé jafnframt hvasst. Á vef Veðurstofu Íslands er að finna töflu sem byggist á kanadískum rannsóknum...

category-iconStjórnmálafræði

Hvaða rannsóknir hefur Eiríkur Bergmann Einarsson stundað?

Eiríkur Bergmann Einarsson er prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst og forstöðumaður Evrópufræðasetursins við sama skóla. Eiríkur hefur stundað rannsóknir á sviði þjóðernishyggju, popúlisma, Evrópumála og þátttökulýðræðis. Hann hefur skrifað fjölda fræðirita – bækur, bókarkafla og vísindagreinar ...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað hefur vísindamaðurinn Jón Hallsteinn Hallsson rannsakað?

Jón Hallsteinn Hallsson er dósent í erfðafræði við Landbúnaðarháskóla Íslands og aðjúnkt við Læknadeild Háskóla Íslands. Rannsóknir Jóns snúa að því að auka skilning okkar á aðlögun landbúnaðar að norðurslóðum með rannsóknum á bæði nytjaplöntum og -dýrum auk sjúkdómsvalda sem kunna að hafa áhrif í landbúnaði. Hefð...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvaðan kemur nafnið Orla?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Hvaðan kemur nafnið Orla? Heita fleiri Íslendingar Orla? Er það karlmannsnafn eða kvenmannsnafn? Sonur hans Valdimars Bryde hét Orla. Hverjir voru þessir verslunamenn á Borðeyri? Orla er Írskt nafn, en ég hélt kvennanafn? Johan Christian Waldemar Bryde (1835–1902) var d...

category-iconStjarnvísindi: alheimurinn

Hvernig er leitað að reikistjörnum utan sólkerfisins?

Hægt er að nota nokkrar aðferðir til að leita að reikistjörnum utan sólkerfis okkar. Slík leit er afar flókin vegna þess hve erfitt er að greina reikistjörnurnar úr mikilli fjarlægð. Ólíkt sólstjörnum, sem geisla frá sér orku sem losnar við kjarnasamruna, senda reikistjörnur ekki frá sér eigið ljós heldur endurva...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað endist matur lengi?

Inngangur Öll matvæli skemmast fyrr eða síðar og fyrir flesta takmarka skemmdir endingartíma matvæla. Við skemmdir breytast ákveðnir eiginleikar matvæla þannig að þau eru ekki lengur boðleg til neyslu. Mjög oft stafa skemmdir af völdum örvera en einnig geta matvæli orðið óhæf til neyslu vegna ýmissa óæskilegra...

category-iconHeimspeki

Hver var Auguste Comte og hvert var hans framlag til heimspekinnar?

Það eru öruggar heimildir fyrir því að Isidore Auguste Marie François Xavier Comte fæddist í borginni Montpellier í Suður-Frakklandi. Hins vegar má deila um það hvort hann hafi fæðst þann 19. febrúar árið 1798, eða fyrsta dag mánaðarins pluviôse (sem þýðir rigningarsamur) árið 4. Reyndar vísa báðar dagsetningar ti...

category-iconLífvísindi: almennt

Margir segja að ekkert sé ókeypis í heiminum, en er súrefni ekki örugglega ókeypis?

Frasinn „Það er ekki til neitt sem heitir ókeypis hádegisverður“ (e. There ain't no such thing as a free lunch) varð alþekktur í hinum vestræna heimi og víðar þegar samnefnd bók kom út eftir hagfræðinginn Milton Friedman árið 1975. Áður hafði frasinn verið vel kunnur í Bandaríkjunum. Merking frasans er sú að öl...

Fleiri niðurstöður